12.6.2008 | 09:50
Loksins
Jæja, þá er ég loksins eitthvað að koma til. Var viss um að ég myndi vera orðin frísk í gær og ætlaði að vinna þótt það yrði heima. Vaknaði svoleiðis hundslöpp að það kostaði átök að fara með krílið á leikskólann. Fór svo bara heim og svaf þangaði til það var kominn tími til að fara á íþrótthátíð í leikskólanum. Píndi mig í sturtu og ofan í mig kaffi og rölti af stað á leikskólann. Þurfti að snúa við og ná í myndavél. Af stað aftur. Þurfti að snúa við og ná í lykilinn að lásnum á hjólinu hennar Rakelar sem hún hafði hjólað á í leikskólann. Það lak sviti niður mitt veika bak þegar ég loksins komst á staðinn.
Rauðhaus sat á vegasalti þegar ég kom og borðaði grillaða pylsu. Hún var svo sæt svo sæt. Hafði valið handa henni grænar leggings, pils og stuttermabol til að vera í og hún var svo falleg í öllu svona eplagrænu með hvíta húð og rauða hárið í tveimur snúðum.
Við Rakelin eyddum einum og hálfum tíma saman á hátíðinni. Borðuðum pylsur og drukkum djús, skoðuðum deildina hennar og myndir af vetrarstarfinu og svo lék hún sér á meðan ég spjallaði við kennarana. Ákvað svo að taka þetta bara með trompinu, hætta bara að vera veik og fara að gera eitthvað skemmtilegt. Fór heim og baðaði krílið. Sprundin kom svo heim drulluskítug eftir vinnuna og svo skaðbrunnin að hún var næstum óþekkjanleg. Hún var nefnilega að pússa einhverjar svalir og var úti allan daginn. Sprundin skolaði af sér og svo fórum við á Grænan kost og fengum okkur að borða. Sátum úti í sólinni og röltum svo niður á Ingólfstorg og keyptum okkur ís. Sleiktum hann á Austurvelli og héldum svo heim.
Ég var ótrúlega dugleg um kvöldið og vann aðeins í spænskuritgerð sem ég er að laga. Það er kvöl og pína að þurfa að læra heima á sumrin. Ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til að laga hana og hækka lokaeinkunn en það veldur mér í alvöru líkamlegum kvölum að setjast niður og læra.
Sprund var enn sólbrunnin og dauðþreytt í morgun og ætlaði aldrei að komast á lappir. Ég hef þá kenningu að ef maður fer að sofa milli eitt og tvö á nóttunni, stundum seinna, og á svo að vera mættur í vinnu klukkan átta á morgnana, þá endar þetta bara með því að manni verður lífsins ómögulegt að komast á fætur eða verður veikur. Reyndar hefur konan mín sannað þessa kenningu nokkuð oft. Inn á milli fer hún að sofa á skikkanlegum tíma en svo verður hún að bæta sér það upp og vaka mjög lengi í einhvern tíma þar á eftir.
Stundum langar mann að ala sambýlisfólk sitt upp eins og börn. Og fá það til að hlýða sér eins og börnin gera. Eða setja það á stól og láta það hugsa málið þegar það getur ekki hagað sér almennilega.
Ég sé mig alveg fyrir mér að reyna að koma 20 cm hærri en ég konunni minni á einhvern stól og skipa henni að hugsa málið.
Ætli hún myndi ekki bara ulla framan í mig.
Eða troða upp í mig tappa svo ég héldi kjafti í smá stund.
Kannski ég vinni pínulítið.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:52 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tryggvi er kominn með blogg ef þú vissir ekki: tryggvistef.wordpress.com
Rosa 13.6.2008 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.