Blogglægð

Ég veit ekki hvort ég er í einhverri blogglægð. Eiginlega er það meira það að ég þurfti að fara í smávægilega speglun í síðustu viku og var vikuna alla að jafna mig. Er því samviskubit yfir vinnunni ansi mikið og finnst mér ég varla geta gefið mér tíma til að sinna aðdáendum mínum.

Sem eru engir samkvæmt tölum á blogginu. Klukkan að verað 11 og enginn hefur litið inn.

Síðasta vika var því ekki merkileg í mínu lífi. Lá eins og skata eða labbaði í keng og lét stelpurnar mínar hjúkra mér.

Var orðin ansi borubrött um helgina og tók frændsystkinakvöld með trompi. Eyddi laugardeginum í lestur og kaffidrykku í Te og kaffi í Holtagörðum (keypti mér bók um hvernig skal vera grænn: forðast hættuleg efni, elda grænt, hugsa grænt ... mun deila með ykkur þeim fróðleik sem ég sanka að mér hvort sem þið viljið eður ei), verslaði inn með frændsystkinunum fyrir kvöldið og svo hittumst við um sex leytið. Grilluðum, dreyptum á áfengjum drykkjum, spiluðum og spjölluðum. Makar voru svo boðnir að koma um tíu sem þeir og gerðu samkvæmt skipun. Varð úr þessu hið mesta húllumhæ sem endaði með dansi og rölti um stræti borgarinnar. Það er eitthvað geggjað við að ganga hífaður um götur Reykjavíkur um miðja nótt, í björtu þó, með konuna í annarri hendi og frændsystkinin í hinni.

Ljúfalífljúfalíf.

Svo syttist í hitting vinnuklúbbsins. Án efa besti klúbbur sem ég hef verið í. Ég snurfusa og elda í huganum og er að deyja úr spenntu eins og einhver sagði svo eftirminnilega.

Samviskusemin er að drepa mig, ég ætla mér að vinna og það duglega í dag. Bloggekkimeir núna.

ps. Vonandi kemur aftur svona hitalægð seinnipartinn eins og í gær. Ætlum að hitta Maríu vinkonu og krílin hennar eftir vinnu og fá okkur göngutúr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka rosa til að koma á laugardaginn!! Fylgist vel með fréttum af matseðlinum sem virðist breytast dag frá degi, þetta verður orðið virkilega spennandi þegar nær dregur!

Gyða 8.7.2008 kl. 11:20

2 identicon

Já, jafnvel meira spennandi en hvað er í matinn í Hámu!:)

Ég hlakka líka rosa til. Vííí.

Hlíf 8.7.2008 kl. 11:48

3 identicon

Hlakka til! Mega kjaftapartí hjá okkur og maturinn líka pottþétt betri en í Hámu :)

(Af hverju líður mér eins og ég sé alltaf síðust að taka við mér og leggja orð í belg - hmmm....)

Kristín 11.7.2008 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband