4.8.2008 | 10:35
Helgin
Ætla bara rétt að segja frá helginni. Við Hrund fórum allt of seint að sofa á föstudaginn, ég var komin upp í rúm um þrjú og hún eitthvað seinna. Rakelin svaf sem betur fer til hálf tíu, annars hefði ég bara ekki meikað þetta. En við getum svo sem sjálfum okkur um kennt. Málið er bara að þegar maður er í fríi á maður það til að fara allt of seint að sofa og þarf svo að vakna með hressu barni elddsnemma. Reyndar hefur skapast sú hefð á Malarrifi að eftir spil kvöldsins fara allir að sofa og er það yfirleitt á miðnætti sem er mjög fínt.
Allavega. Við fórum í morgunkaffi til ömmu Rósu og höfðum það gott. Skruppum því næst í ríkið og í Everest til að ná í tjaldsúluna sem brotnaði í Hvalfirði en hún átti að vera sem ný á þesum tímapunkti. Barnið (ég get svo svarið það að hann leit út fyrir að vera 15 með sinn krúttlega aulasvip og unglingabólur) í búðinni tók sér um 20 mínútur til að leita að stönginni. Kom svo fram og spurði mig hvernig tjaldsúla þetta hefði verið (Að hverju var hann leita ef hann vissi ekkert hvernig súlan leit út? Var hann á klósettinu í þessar 20 mínútur?). Eftir lýsingar mínar hvarf hann aftur bakvið. Kom aftur til baka með einhverja allt aðra stöng en ég hafði komið með í viðgerð og sagði að miðinn með númerinu (ég fékk sumst númer og sama númer var límt á stöngina) væri týndur. Obbosí. Ég gat ekki bjargað því fyrir hann og spurði hann hvað hann vildi þá gera. 'Ertu nokkuð með tjaldið með þér' vildi hann vita. Nei, fjandinn hafi það, ég keyri ekkert um með tjaldið í bílnum. Hann bað mig að fara heim og ná í hina stöngina sem er alveg eins og sú laskaða og koma með hana. Ég benti honum á að þetta væri fáránleg bón og fáránleg þjónusta. Ég skyldi ná í stöngina (hann vildi sjá hvernig hún væri svo hann gæti búið til nýja) en mér dytti ekki í hug að borga fyrir viðgerðina.
Ég náði í stöngina og við fórum aftur í búðina. Við tókum reyndar eftir því að sú stöng var líka brotin svo við gáum látið gera við hana líka. Barnið ætlaði að vera fljótt að þessu en ég ákvað samt að skutlast vestur í bæ til Valdísar á meðan og koma heldur aftur. Við fórum í Vesturbæinn og náðum í bíóplaköt fyrir myndina hennar Valdísar, Sveitabrúðkaup (Valdís bað okkur að hengja plaköt upp í söluskálum á leiðinni norður). Fórum enn einu sinni í búðina og viti menn þar biðu mín tvær heilar stangir. Barnið hvar hvergi sjáanlegt svo ekki gat ég þakkað því, tók því bara við stöngunum, þakkaði pent fyrir og bauðst ekkert til að borga fyrir eitt né neitt.
Eftir þessa vitleysu héldum við til tengdó þar sem við drukkum kaffi og spjölluðum og Rakel hljóp um í garðinum. Hún skellti sér líka í pottinn með ömmu sinni og svo kom pabbi hennar og sótti hana um sex. Við Hrund brunuðum heim og skiptum um föt og fórum svo aftur til tengdó í mat. Það var ótrúlega gaman. Vinafólk tengdó var í mat og þau eru alveg brillíant fólk. Við borðuðum lambalundir og drukkum mojito (ó my lord hvað það er góður drykkur) og spiluðum svo í marga tíma. Ég var orðin heldur slompuð þegar við Hrund skröltum niður í bæ. Byrjuðum á því að fara til Ölbu á Hverfisgötunni og röltum svo á Ölstofuna. Alba skipaði okkur taka staup og það var sama hvað ég reyndi mikið að neita því, ég tók það á endanum. Maður hlýðir Ölbu. Punktur. Við enduðum svo á Q og vorum þar allt kvöldið. Seint og síðar meir var ég hætt að geta staðið í lappirnar og vissi að ég þyrfti að komast heim. Slagaði í leigubílaröðina og kom heimilisfanginu þvoglumælt til skila. Rétt náði að klæða mig úr fötunum áður en ég henti mér upp í rúm.
Ég hef aldrei í lífinu verið eins þunn og í gær þegar ég vaknaði. Vil taka það fram að ég drakk bara bjór fyrir utan eitt glas af mojito og eitt staup. Ég get bara alls ekki drukkið sterkt áfengi. Ég reyndi að borða en allt endaði í klósettskálinni og ég bara man ekki eftir því að það hafi gerst áður. Ég hreinlega skalf af vanlíðan. Skreið aftur upp í rúm á hádegi og svaf til fjögur en þá kom Rakel heim. Hrund tók líka sinn tíma ofan í klósettskálinni og var lítið hressari en ég. Einhvern veginn tókst okkur að gefa Rakel að borða og baða hana og ég fékk mér göngutúr í rigningunni til að Rósu þar sem ég vökvaði allar kryddjurtirnar hennar. Ég náði að pakka fötum fyrir mig og Rakel en lítið meira en það. Hrund gat varla hreyft sig.
Rakel vaknaði átta í morgun og við höfum verið að taka okkur til síðan. Eigum bara eftir að vaska upp og bera út í bíl og getum svo lagt af stað. Þurfum að koma við á tveimur stöðum áður en við höldum út úr bænum en erum líka á góðum tíma. Ég hlakka svo til að hitta Oddnýju að ég er að springa.
Annars skellti ég í eina vél (ég er búin að setja í sex vélar síðan á föstudag, úff) sem er ekki í frásögur færandi nema sem ég er að ganga frá þvottefninu langar mig allt í einu að lykta af því. Mér finnst lykt af þvottefni mjög góð þótt ég leggi það nú ekki í vana minn að sniffa það. Það var nefnilega það sem ég gerði. Í stað þess að lykta af efninu sogaði ég það óvart upp í nefið. ÁÁÁÁÁ. Ég hnerraði og hnerraði og hnerraði og táraðist og grét og kúgaðist og snýtti mér. Þetta var hræðilegt. Hef núna í tvo tíma kúgast af og til, snýtt mér hundrað sinnum og hnerrað STANSLAUST. Ætli ég hafi ekki bara eytt miðnesinu á einu bretti, eitthvað sem tekur kókfíkla slatta tíma að gera.
Jæja, best ég fari að vaska upp. Tek tölvuna með til Oddu poddu svo það er aldrei að vita nema ég bloggi í vikunni. Hafið það gott!
ps. Ég týndi peysunni minni á djamminu og Hrund jakkanum sínum. Meiri helvítis vitleysan. Svo var einhver strákur að reyna við mig á Q. Finnst að maður eigi að vera laus við það rugl á þessum stað.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:41 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ó, en klaufaleg meiðsli... ojj. Vona að miðnesið sé ekki farið samt.
Mig minnir að vinkonur mínar hafi hösslað grimmt á Spotlight í gamla daga. Stráka sko.
Hlíf 4.8.2008 kl. 15:29
hahaha Díana! þú átt ekki að vera að þefa af þvottaduftinu þó að það sé góð lykt af nýþvegnum fötum! Þetta minnir mig á þegar pabbi minn fann gamla snusdós í sumarbústað sem við leigðum fyrir einhverjum árum og ákvað að þefa af duftinu í henni. Afleiðingarnar urðu svipaðar og þær sem þú lýstir! hohoho. Heyrðu, svo verður bara rosalega gaman að spila með okkur! Ekkert pínlegt, ég lofa! Mér líst samt ekki alveg nógu vel á trivial... Mér leiðist alltaf svo mikið í því vegna þess að ég veit aldrei svörin við mínum spurningum... Bara við spurningunum sem hinir fá... stundum ;) Góða ferð norður! :)
Gyða 5.8.2008 kl. 13:35
Gyða: Við þurfum ekkert að spila Trivial. En getum við samt verið fjórar svona í fyrsta skiptið? Mér er alveg sama hvað við spilum. Ég hef svo sem ekki áhyggjur af því að þetta verði pínlegt, ég er hvort sem er alltaf að gera mig að fífli. Mér finnst bara svo vont þegar ég verð svona rosalega feimin og þá bara get ég ekki talað, hvað þá leikið, hummað eða teiknað. Skiljú?
Hlíf: Ég hösslaði líka grimmt í gamla daga. Stráka sko. En ekki á Spotlight. Ég hösslaði víst Hrund líka á sínum tíma en hef eðlilega ekkert hösslað síðan þá. Ætli ég hafi þetta enn þá í mér?
dr 5.8.2008 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.