9.8.2008 | 10:04
Fríi lokið
Eða svona næstum því. Það er auðvitað helgarfrí núna og svo ætla ég að taka mér mánudaginn í frí líka. Við Rakel ætlum að heimsækja stelpurnar í vinnunni og bara eitthvað að dúlla okkur.
Ég nenni eiginlega ekkert að blogga nákvæmlega um restina af Akureyrardvölinni. Við bara höfðum það gott, tókum því einstaklega rólega. Fórum í tívolí, út að borða og út á róló, elduðum (og þá meina ég ég) dýrindis máltíð, spiluðum og spjölluðum. Rakel sló öll svefnmet og var að sofa þetta fjórtán tíma á nóttu. Það tekur bara svo á að vera í sumarfríi. Hún var orðin svo þreytt þegar kom að fríinu og í lok þess var hún aftur þreytt. Þetta er eiginlega best á veturna þegar ég er í skólanum og hún þarf ekki að vera lengi á leikskólanum. Annars var bara yndislegt að hitta Oddnýju og ekki var verra að ég náði að kaupa mér þrjá undirkjóla og svo keyptum við Hrund ullarföt og buxur og peysu á krílið.
Við komum heim að verða sex í gær. Gengum frá eins hratt og við gátum, hoppuðum í sturtu og bjuggum okkur undir Eric Clapton. Mamma kom að passa og pabbi Hrundar og föðurbróðir að sækja okkur. Barnið trompaðist þegar við mömmurnar vorum að fara. Við höfum aldrei séð annað eins, venjulega hefur hún varla tíma til þess að kveðja okkur. Í þetta skiptið öskraði hún af öllum lífs- og sálarkröftum, tárin spýttust marga metra og ekkasogin skóku litla kroppinn. Ég held að bæði hafi henni fundist hún vera að missa af einhverju af því við vorum svo mörg að fara út, þar á meðal afi Þórir sem hún hittir sjaldan, og svo er hún líka búin að vera allan sólarhringinn með mömmunum í tvær vikur og hefur verið algjörlega límd við rassgatið á okkur.
Við tókum hana báðar í fangið. Eða hún kastaði sér í fangið á okkur, litla skinnið. Við útskýrðum enn einu sinni fyrir henni hvað við værum að fara að gera, kysstum bless og opnuðum útidyrahurðina. Í öllum æsingnum var pissið farið að leka hjá krílinu svo hún stóð þarna berrössuð í kjólnum og útgrátin. Ég fann svo til með henni. Hún hafði hætt að gráta við huggunina en þegar hún sá hurðina opnast byrjaði hún aftur að öskra. Við Hrund þurftum að skilja hana þannig eftir. Ég hringdi svo í mömmu nokkrum mínútum seinna og þá hafði krílið þagnað um leið og við vorum farnar. Það er svo erfitt að vera lítill.
Tónleikarnir voru fínir. Eric er kannski ekki alveg minn tebolli og ég þekkti bara þrjú síðustu lögin. Sprundin og co skemmtu sér hins vegar konunglega og það var það sem skipti máli. Það var heitara en í helvíti í Egilshöll þar sem ekki var hægt að hafa loftræstinguna á fyrir látunum í henni. Ég verð eiginlega að segja að þessir tónleikar voru hræðilega illa haldnir þótt tónleikarnir sjálfir væru góðir. Mér fannst nú meiri stemmning í Laugardalshöllinni í gamla daga ...
Við Hrund höfðum ekki tíma til að borða áður en við fórum á tónleika og vorum að drepast úr hungri þegar við komum heim. Við pöntuðum pizzu, borðuðum hana með mömmu og horfðum á Fóstbræður. Við Hrund skriðum svo aðframkomnar úr þreytu upp í um eitt. Við erum greinilega eins og litlu börnin, getum ekki sofnað ef við erum orðnar of þreyttar. Við bara bröltum og byltum okkur og fórum í taugarnar á hvor annarri. Úff, ég er hræðilega þreytt eftir þetta frí.
Korter í sjö í morgun hringdi svo pabbi gamli. Það var rosa gaman að heyra í honum þótt ég gæti varla haldið mér vakandi. Við spjölluðum í hálftíma og svo lagðist ég til svefns aftur. Ég er alltaf lengi að sofna ef ég er vakin og var ekki sofnuð fyrr en að verða átta. Fimm mínútum seinna stóð rauðhaus við rúmgaflinn. Ég hélt ég myndi deyja. Hún var reyndar svo yndisleg að leika sér eftir morgunmat og leyfa mömmunum að hvíla sig. Eða þannig. Hún kom inn á nokkurra sek. fresti til að sýna okkur eitthvað eða biðja okkur að leika við sig. Ég gafst upp á endum, píndi mig á fætur og í slopp. Núna situr Rakel og horfir á barnatímann og ég blogga. Ætla bráðum að hella upp á kaffi og reyna að vekja Hrund. Sjitt hvað ég nenni því ekki. Ég er að hugsa um að ráða einhvern í þá vinnu.
Svo er það gangan á eftir. Ætla ekki allir að mæta? Nei, pottþétt ekki. Samkvæmt skoðanakönnun Bylgjunnar styðja 78% þjóðarinnar EKKI réttindabaráttu samkynhneigðra. Guð forði okkur líka frá því að leyfa öllum að vera hamingjusamir. Það hefur svolítið verið í umræðunni að fordómar gagnvart samkynhneigðum séu aftur að aukast. Þegar kreppir að fara allir að hatast. Náungakærleikurinn er alveg að drepa þjóðina.
Einmitt út af þessu er svo mikilvægt að við og þið hin sem ekki hugsið svona mætið í gönguna!!!
Afi minn á afmæli á eftir og hann og amma í leið brúðkaupsafmæli svo það er smá veisla heima hjá þeim um hálf fimm. Við stelpurnar ætlum þangað eftir gönguna og skemmtiatriðin en Rakel fer eftir það til pabba síns. Við Hrund erum boðnar í partý og ætlum á gayballið.
Sjáumst bara í göngunni eða á djamminu!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:08 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 56566
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bíddu, ha? Styðja 78 % ekki baráttuna? Þetta hlýtur að vera rugl.
Ég mætti! Og skemmti mér vel, eins og alltaf.
Hlíf 10.8.2008 kl. 01:59
Þetta eeeeeer rugl. En því miður staðreynd. Svo er engin frétt um gönguna á mbl.is. Ekkert um hversu margir voru í henni eða neitt. Er ég blind og sé ekki greinina eða þykir gangan ekki frétt? Væri alveg til í að vita hversu margir mættu. Þetta var stuð!
dr 10.8.2008 kl. 14:03
vil bara aðeins leiðrétta hjá þér með skoðanakönnunina á bylgjunni, það eru 78% sem styðja ekki kostnað upp á 6.7 milljónir króna við björgun ísbjarna.
hrund 10.8.2008 kl. 16:12
Metþáttaka í göngunni í ár! Rosaflott og ógó gaman :) Ég mætti og skemmti mér svooo vel. Átti þarna kærasta og nokkra vini sem voru á palli með félögum sínum í fótboltafélaginu Styrmi og fóstursystur sem var á Q-bar pallinum. Finn allavega ekki fyrir votti af fordómum í kringum mig og mína. Síðan var fjallað um gönguna í fréttatímum hjá stöð eitt og tvö um kvöldið og í öllum dagblöðunum daginn eftir. Hér er ein frétt um gönguna sem var á mbl: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/08/09/gledigangan_hafin/
Hlakka til að sjá ykkur Rakel í hádeginu! :)
Gyða 11.8.2008 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.