20.8.2008 | 11:06
Duuuugle
Ég og dóttir mín vorum báðar einstaklega duglegar í gær, hún í þriggja og hálfs árs skoðun og ég í hreyfingunni.
Ég hef alltaf vitað að barnið mitt væri greint og fljótt til og fékk staðfestingu á því í skoðuninni. Hún heillaði ljósuna upp úr skónum sem hafði aldrei fengið barn sem var eins 100% og Rakel sem fékk fullt hús stiga fyrir tjáningu. Talaði um vörubíl, barnarúm og kaffibolla þegar flest börn segja bíll, rúm, bolli, fór létt með að telja og kunni alla liti. Hún mældist 108 cm og 19,15 kíló, stór og hraust og langt fyrir ofan meðalkúrfu. Það er svolítið fyndið því hún var ekkert stórt ungabarn og smábarn, þá var hún bara í meðallagi en hefur á síðasta ári sprottið vægast sagt hratt. Ljósan sagði greinilegt að það væri mikið talað við barnið og lesið fyrir hana. Það er yndislegt að sjá afrakstur lestursins. Rakel hefur alltaf verið hrifin af bókum og þegar hún var rétt um eins árs fórum við að lesa fyrir hana á kvöldin. Sem sagt, mæður standa sig í hlutverkinu og barnið, sem er einstaklega vel skapað, endurspeglar það.
Ég fór aftur út að ganga í gær og var núna í 40 mínútur. Þar af hljóp ég í 16 mínútur. Djöfull er ég dugleg. Ég hef alltaf hreyft mig eitthvað þótt það komi tímabil þar sem ég er ekki nógu dugleg. Því hef ég alltaf verið nokkuð fljót að ná upp þolinu. Ég hef hins vegar aldrei verið eins fljót að því og núna og það hlýtur bara að vera svona auðvelt af því að ég er hætt að reykja (hætti 8. júlí gott fólk svo það er liðinn ágætis tími). Mér líður svo vel að vera byrjuð að hreyfa mig og ætla mér að standa mig. Ætla að hreyfa mig á hverjum degi þangað til skólinn byrjar og reyna þá að fara 2-3 í ræktina í viku. Um leið og hreyfingin kemst í gang passa ég mataræðið enn betur en venjulega og herrar mínir og frúr - ég get SOFIÐ. Svaf á mínu græna eins og engill í nótt og fyrrinótt, rumskaði eins og venjulega þegar Hrund kom upp í en sofnaði strax aftur sem gerist mjög sjaldan. Hallelúja. Ég skal, get og vil koma mér í form og losa mig við einhver kíló. Ætla að vigta mig í lok vikunnar og sjá hver staðan er (þótt ég sé ekki bara að einblína á það, ekki hafa áhyggjur).
Ég verð að fara að vinna. Ég hef ekki staðið mig nógu vel síðan ég byrjaði aftur eftir sumarfrí. Annars er netkortið í tölvunni ónýtt. Við Hrund erum að spá í að kaupa nýja, neyðumst eiginlega til þess. Sem er gott. Slær á samviskubitið.
Yfir og út.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Komment á ca. 5 síðustu færslur:
Þú ert svaka dugleg að hreyfa þig
Get ég fengið bókina lánaða?
Auðvitað fékk Rakel A+ í skoðuninni, hún er svo klár og allir svo duglegir að tala við hana, auðvitað sérstaklega þið mömmurnar.
Og... svo man ég ekki hvað ég ætlaði að kommenta meira... jú flott setning hjá mömmu þinni, mjög sniðugt, nú verð ég aldrei í vafa.
Rósa 20.8.2008 kl. 22:14
Ertu að meina grænu bókina? Er ég ekki orðin svaka græn? Bráðum verðum við grænu konurnar í Skipasundinu. Kíktu í kaffi eitthvert kvöldið (eða ég til þín) og ég lána þér bókina.
dr 21.8.2008 kl. 08:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.