Magi, rass og læri

Eins og stendur kemst ég ekki í neina tíma í Baðhúsinu nema magadans (skrifaði ég þetta kannski líka í gær?) og skellti ég mér í einn tíma með Rósu í gær. Sjitt!!! Hvað þetta var erfitt. Maður þarf að spenna alla mögulega og ómögulega vöðva í bakinu, halda rófubeininu inni svo ekki myndist fetta, sem aftur þýðir að ákveðnir vöðvar eru alltaf spenntir, spenna og slaka á magavöðvum til skiptist og einnig að hreyfa efri og neðri hluta búksins til skiptist og þá bara annan í einu, hinn á að vera kyrr. Til þess að ná góðu valdi á magadansi þarftu virkilega að æfa vöðvana í lærum, maga, rassi og baki. Ég þurfti að hugsa svo mikið til þess að gera hreyfingarnar að ég svitnaði á heilanum.

Annars þekki ég kennararann í gegnum Bjarndísi og Ölbu, vinkonur okkar Hrundar. Kennarinn var skemmtilegur, tíminn var skemmtilegur, allt var skemmtileg. Ég held ég haldi áfram í þessum tímum í vetur og get þá vonandi dillað og sveigt og hrist allt mögulegt með elegans.

Ég er ekkert í skólanum á miðvikudögum svo við Rakel nutum þess munaðar í morgun að sofa til átta. Þegar maður þarf á fætur klukkan hálf sjö venjulega (og borða morgunmatinn sinn korter í sjö sem er mjög erfitt að gera svona snemma (ég er að reyna að venja mig á það því annars er ég alltaf svo svöng í tíma)) er það algjör lúxus. Við mægður tókum því bara rólega, borðuðum hafragraut úr lífrænum tröllahöfrum með lífænum rúsínum út á og fengum okkur lýsi og appelsínusafa á eftir. Hlýtur að vera hollasti morgunmatur í heimi. Eftir burstun hárs og tanna hjólaði krílið á leikskólann og núna bíður mín lærdómur, hvað annað.

Mér tókst reyndar að detta illa úti í garði. Var búin að ná í hjólið hennar Rakelar og var að bera það yfir grasið í átt að stéttinni. Á leiðinni steig ég með annan fótinn á lítinn pall upp við húsvegginn. Hann var blautur og mjög sleipur. Ég rann til, hentist upp í loft með hjólið í fanginu og skall aftur fyrir mig á pallinn. Í fyrsta lagi var ég öll í skít. Í öðru lagi fékk ég hjólið hennar Rakelar ofan á bera fótleggina. Í þriðja lagi skall bakið harkalega í svo ég missti aðeins andann. Rakel horfði ráðvillt á mig þar sem ég lá hálf á pallinum og hálf á grasinu og dót út um allt því þegar ég datt missti ég lyklana, hjólalásinn og flíspeysuna hennar Rakelar úr höndum og lá það á tvist og bast. 'Meiddiru þig mammí' spurði kríli. 'Já', vældi ég. 'Á ég að kyssa á það' bauð hún. Ég þáði það, skreiddist á fætur, dró pilsið upp mína beru leggi og fékk mjúkan og blautan barnakoss á lærið. Allt búið.

Jæja, þá er það kaffi og bókmenntafræði.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég ætla líka að prófa magadansinn einhvern tímann. Kannski bara í næstu viku. Jájá. Aldrei að vita nema mér finnist svona óhefðbundin hreyfing skemmtilegri en hefðbundin líkamsrækt (enda finnst mér hún hundleiðinleg).

hlíf 3.9.2008 kl. 13:19

2 identicon

Ertu byrjuð í átakinu? Þessu átta vikna meina ég? Ég trúi eiginlega ekki hvað ég er búin að vera dugleg að hreyfa mig, fór þrisvar í síðustu viku (brjálað veður megnið af vikunni kyrrsetti mig) og fimm sinnum í vikunni þar á undan. Þriðja vikan að byrja og ég stefni bara á að fara eins oft og ég get. Ætla í ræktina svona 2-3 í viku (enda kemst ég ekki oftar) og svo ætla ég að taka mínar powergöngur og skokk þá daga sem ég hef orku í það og tíma, allavega á meðan það er ekki hálka og kalt.

 Við sjáumst kannski bara í ræktinni. Við vorum 6 í tíma í gær og fyrst var ég feimin en svo þurfti ég að einbeita mér svo mikið að ég bara gleymdi að vera feimin. Svo er ekki verra að vera með góðan maga og rass til að dilla og sletta til hliðanna :) Og ekki má gleyma að á þriðjudögum er hægt að heilsa upp á Gyðuna í afgreiðslunni!

díana rós 3.9.2008 kl. 14:11

3 identicon

vúhú! allir að koma í baðhúsið :D Varðandi fyrirsögnina á færslunni þá eru einmitt í boði tímar hérna í BH (maður er kominn inn í língóið sko) sem heita MRL= Magi, rass og læri :) ætti ég kannski að mæla með þeim sem grunni fyrir magadansinn? Annars tók ég að mér aukavakt hérna í kvöld og sé eiginlega eftir því þar sem allt virðist vera að fara til Andsk*** bara! Vinnumenn að höggva í sundur vatnsleiðslur, => ekkert vatn í einhvern tíma og rigning úr loftinu! grátandi börn og týnd mamma, veikur kennari ofl. ofl. Fjúff! bara klukkutími eftir samt :) sjáumst á morgun!

Gyða 3.9.2008 kl. 20:30

4 identicon

Sko: við frestuðum því að byrja á átakinu þangað til vinkona mín kemur heim frá útlöndum. Þangað til ætla ég að vera í átaksupphitun, sem felst í gönguferðum (og skokki!) og kannski skrepp ég í ræktina ef ég þori:) Svo í næstu viku (held samt ekki fyrr en á miðv.d.) ætla ég að fara á fullt, mataræðið, og hætta að drekka!(held ég).

Verð eiginlega að mæta á þriðjud. í magadans og slá tvær flugur í einu höggi og hitta Gyðu og Díönu. Vantar bara Kristínu ... ætlar hún ekkert að kaupa sér kort?

Hlíf 3.9.2008 kl. 20:50

5 identicon

Ég stakk upp á því við Kristínu áðan að hún fengi sér kort. Held samt að hún hafi svo mikið að gera að hún hafi varla tíma til að anda. Gyða var nú ekki sátt við það að við kæmum bara þegar hún væri að vinna. Ég spurði hvort hún vildi ekki prófa að koma í afró en  hún þorir/vill ekki af því að spænskukennarinn hennar ætlar að mæta. Eitthvað svoleiðis. Ég gefst samt ekkert upp fyrr en hún prófar þetta. Kannski leynist í henni magnaður afró-dansari.

Annars finnst mér alveg nauðsynlegt að þú prófir magadans.

dr 4.9.2008 kl. 13:01

6 identicon

Ó nei. Var búin að skrifa komment en það eyddist út! Nú nenni ég ekki að skrifa það aftur. Ætlaði bara að segja við Gyðu að það er nú algjör óþarfi að vera hræddur við spænskukennarann sinn. Og svo vil ég koma því á framfæri að ég er alveg GRÚTléleg í afró, þó að ég hafi OFT mætt í fyrra. En SAMT finnst mér gaman í því. Svo hm.

Hlíf 4.9.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Hér skráir Díana Rós fyrir hönd litlu fjölskyldunnar hinar ýmsu athafnir hennar og deilir með ykkur sögum úr stelpukotinu þeirra í Skipasundi

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 56566

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband