4.9.2008 | 16:08
Lúði
Ég er algjör lúði. Allt í einu bara get ég ekki munað að Rakel fer til pabba síns annan hvern fimmtudag. Held reyndar að þetta sé fyrsti fimmtudagurinn síðan fyrir sumarfrí sem hún fer til hans, allt kerfið hefur verið í einhverju rugli út af fríinu.
Í gær fannst mér að Rakel myndi fara í leikskólann í dag og svo til pabba síns en samt vera komin um kvöldið og var eitthvað þvílíkt að spá í kvöldamat og eitthvað. Svo setti ég hana í föt frá pabba sínum í morgun þannig að ég mundi þetta greinilega þá. Áðan gleymdi ég þessu hins vegar aftur. Fór að tala um það í símann við Hrund hvernig við myndum hafa þetta fjölskyldan áður en ég færi í ræktina, borða skyr bla bla bla og Hrund bara já gerum það (hún sagði mér í öðru samtali seinna að henni hefði fundist pínu skrítið að ég væri eitthvað svaka að plana að við tvær myndum borða áður en ég færi í ræktina, hún fattaði ekki að ég gerði ráð fyrir Rakel). Ég hafði verið að horfa á Mími keppa í fótbolta og sólin skein og það var verið að gefa pylsur og ég ýkt svöng og það áttu að vera tónleikar og ég bara ákvað að drífa mig heim svo ég væri komin í tæka tíð til að sækja Rakel. Fattaði þegar ég var komin upp að dyrum AÐ HÚN ER HJÁ PABBA SÍNUM. Svo núna er ég bara ýkt fúl. Það eru fjórir dagar í mánuði sem ég þarf ekki að sækja Rakel og ég nota einn þeirra í að drífa mig heim til að sækja hana. LÚÐI.
Ég bara get ekki ákveðið mig í spænskunni svo endilega svarið skoðanakönnuninni minni. Ég er að fá magasár og er svo hrædd um að taka ákvörðun sem ég á eftir að sjá eftir. Sumir hafa hæfileikann til að taka ákvarðanir og vera alltaf vissir um að þeir hafi tekið rétta. Mér finnst ég oft taka ákvarðanir sem eru algjört klúður og gæti öruggleg grenjað í marga klukkutíma yfir ömurlegri ákvarðanatöku í lífi mínu. Ég geri það hins vegar ekki því ég hef hæfileikann til þess að líta til baka og sjá ekki eftir neinu sem ég hef gert. Á meðan ég er að gera hlutina get ég samt verið að sparka í sjálfa mig fyrir að vera STJÚPID.
Já, ég er bara öll í ÖSKRINU í dag. Svoleiðis líður mér bara.
Svo er ég hætt að sofa svona vel eins og ég gerði fyrstu tvær vikurnar eftir að ég byrjaði að hreyfa mig svona mikið.
Vaknaði þegar Hrund kom upp í um eitt í nótt. Gat ekki sofnað. Bylti mér. Var óstjórnlega heitt. Fannst Hrund vera lifandi hitapoki.
Fékk svo næstum hjartaáfall þegar ég heyrði einhvern brjálaðan dynk, eins og eitthvað járn hefði skollið í gólfið og húsið væri að hrynja. Hrund stökk á fætur og gáði að Rakel sem svaf á sínu græna. Komumst svo að því að fatahengið í holinu hafði hrunið og lágu yfirhafnir, húfur, vettlingar og sjöl út um allt. Ég týndi saman og raðaði í körfurnar aftur og hélt svo við hengið, sem lafði á einni skrúfu, á meðan Hrund losaði það alveg. Þar sem ég stóð þarna í engu nema brók og geispaði stöðugt heyrði ég að krílið fór á stjá. Hún rumskaði ekki við dynkinn en hafði greinilega vaknað til að pissa. Rauðhærð og krumpuð í nýja náttkjólnum tölti hún fram hjá okkur. Leit varla á mömmurnar, aðra hálf nakta og hina á slopp sem voru að reyna að koma henginu niður og föt út um allt gólf. Algjörlega ósnortin af þessu sagði hún: 'Mammí, ég þarf að pissa'. Sem hún gerði og þegar ég var búin að skeina hana fór hún aftur upp í rúm og sagði um leið og ég breiddi ofan á hana: 'Aaaaahhhhh. Góða nótt mammí. Ég kallikki (kalla ekki) oft á þig'. Svo mikið krútt.
Við komumst á endanum upp í rúm. Gat ekki sofnað. Bylti mér. Var óstjórnlega heitt. Fannst Hrund vera lifandi hitapoki.
Nú er ég bara enn þá ýkt svöng af því að ég fékk mér enga pylsu.
HNUSS.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:12 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 56566
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.