Ha ha

Gott að byrja morguninn á ha ha. Og ég er mjög stolt af mér fyrir að vera vöknuð svona snemma þar sem  ég á ekki að fara í tíma fyrr en eftir hádegi og Rakel er ekki heima svo ég hefði alveg getað sofið út. En ég þarf að læra og svo snúsaði Hrund svo svaðalega oft í morgun að ég var vöknuð löngu á undan henni.

Valdi kassa á núinu áðan, vann enn eina gelásetninguna og í þetta skipti FRÍA brúnkumeðferð með. Ég vinn bara eitthvað svona og svo vaxmeðferðir. Ég er bara ekki alveg týpan til þess að vera með einhverjar gelneglur (ég myndi þá bara safna þeim sjálf en ég vil bara vera með stuttar neglur) og ganga um ógeðslega tönuð. Ég hef tvisvar farið í ljós (fyrir ferminguna mína og svo einu sinni í Danmörku þegar við höfðum ekkert betra að gera) og ég verð allt öðruvísi brún en í sól. Frekar öglí. Svo vil ég alls ekki láta vaxa mig alla að neðan og líta út eins og smástelpa. Og get auk þess hugsað upp aðrar leiðir til þess að kvelja sjálfa mig sem kosta ekki pening. Á núnu áðan var svo verið að bjóða til sölu bókina 'Sjortarar' sem er fyrir fólk sem hefur ekki mikinn tíma fyrir kynlíf. Þetta hljóta að vera sjortarauppskriftir og mig langar ekkert smá að skoða þessa bók, hún hlýtur að vera mjög áhugaverð. Líklega fátt sem ég get nýtt mér í henni reyndar þar sem það er ekki typpum fyrir að fara í mínu sambandi en áhugavert engu að síður.

Svo er ég að hugsa um að fara í ferskmannagönguna í skólanum á eftir (sem er ekki bara fyrir nýnema). Ég var búin að ákveða að taka einhvern þátt í félagslífinu síðasta árið mitt í BA-náminu. Hin árin hef ég ekki gert neitt. Bæði er ég ógeðslega feimin og félagslega skert af þeim sökum og svo byrjaði ég á vorönn og var því aldrei samferða neinum öðrum nýnemum. Ooooog ég skipti úr hagnýtri og yfir í 'venjulega' íslensku eftir ár. Ég hef svo sannarlega gert mér námið eins erfitt og mögulegt er. Og ég ráðlegg engum í heiminum að byrja nám á vorönn. Úff. Æ, svo er ég einhvern veginn bara búin að vera mamma og kærasta svo lengi núna. Og ég hef verið mjög sátt við það. En ég er alveg að týna sjálfri mér og hef einbeitt mér svo stíft að öllu öðru en mér að ég hef bara staðið í stað finnst mér. Ég er ekki 22 ára lengur þótt mér finnist það alltaf og ég þarf að láta mér líða aðeins meira 25 ára. Auðvitað er ég enn þá ung og allt það en maður breytist nú alveg á þremur árum. Svo víííí. Díana Rós í félagsstarfið á eftir.

Ok. Lærilærilæri.

Já, og sko Sjortarabókin var ha ha, mér fannst þetta svo fyndið. Ömurlegur húmor en alveg sama ha ha.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er búið að breyta lykilorðinu á síðunni hennar Rakelar???

Amma Silla 6.9.2008 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Hér skráir Díana Rós fyrir hönd litlu fjölskyldunnar hinar ýmsu athafnir hennar og deilir með ykkur sögum úr stelpukotinu þeirra í Skipasundi

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 56566

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband