Afmæli

Ég var á endanum ekki mjög félagslega sinnuð á föstudaginn. Bjarndís vinkona sem ætlaði með mér í gönguna náði sér í ælupest og þá var einhvern veginn úr mér allur félagsvindur. Fannst þetta allt í einu svo erfitt eitthvað að ég þurfti að leggjast upp í rúm í 5 mínútur. Fór svo bara að borða kjúkling með stelpunum mínum og svo horfðum við Hrund á spólu eftir að kríli var sofnað og fórum snemma af sofa. Við kyrnur erum hreinlega að drepast úr þreytu þessa dagana.

Í gær áttum við Sprundin þriggja og hálfs árs sambandsafmæliInLove Ég fór út í bakarí um morguninn og svo áttum við stelpurnar mínar kósý stund við morgunverðarborðið. Við fórum svo í Smáralindina og byrjuðum þar á því að fara með Rakel í gæslunna. Hún er ekkert smá flott, ekkert sjónvarpsgláp heldur risa kastali þar sem hægt er að klifra og skríða gegnum rör og renna sér og einnig er lítið boltaland og annað minna leiksvæði. Hægt er að kaupa drykki hand krökkunum og ís ef menn vilja og má hafa börn á Rakelar aldri í gæslu í eitthvað um tvo tíma. Það er góður tími þar sem enginn nær að gera neitt á klukkutíma (hámarkstími t. d. í Ikea þar sem börnin glápa á sjónvarp) og börnin skemmta sér konunglega. Rakel var eldauð í framan og rennandi sveitt þegar við komum að ná í hana og talaði lengi á eftir um hvað hún hafði skemmt sér vel. Við mæður gerðum á meðan kostakaup og er ég alsæl með nýju kjólana mína þrjá. Ég elska kjóla. Núna verður ekkert meira fatarkyns keypt fyrr en einhvern tíma á næsta ári.

Við fengum okkur hádegismat á Energia í Smáralindinni, staður sem við Hrund höfum alltaf verið hrifnar af. Ég var líka mjög ánægð með barnamatseðilinn sem samanstóð ekki bara af einhverju djúpsteiktu heldur gat Rakel fengið skyr og ávexti. Eftir hádegismatinn fórum við í bíó að sjá Grísina þrjá í nýrri útgáfu. Mjög fín mynd og Rakel skemmti sér vel.

Við Hrund áttum hins vegar ekki til orð yfir átinu á börnunum. Það var laugardagur í gær. Nammidagur hjá öllum börnum (nema mínu þar sem ég er alfarið á móti dögum þar sem er skylda að borða nammi). Það var alveg sama hversu ung börnin voru, hvert einasta barn var með nammipoka. Og ég er ekkert að tala um nokka mola í poka heldur fulla poka, magnið svipað og þegar við Hrund kaupum okkur nammi saman í poka sem við getum svo aldrei klárað. Mér blöskraði. Þriðja hvert barn var svo spikað með vömbina yfir buxnastrenginn. Hvað í fjandanum eru foreldrar að pæla? Mér finnst eitt það mikilvægasta í lífi barna að kenna þeim góðar matarvenjur en við Hrund erum greinilega einar um það.

Auðvitað vill barnið líka fá eitthvað að borða í bíó eins og allir hinir. Við keyptum því litla pakka með lífrænum rúsínum og lítil lífræn poppkex með súkkulaði öðrum megin. Hún fékk tvo pakka af rúsínum og 6 lítil kex. Alveg meira en nóg og krakkinn sáttur með það og sinn trópí. Börnin í kring voru flest öll með popppoka, sum með miðstærð eða stærstu stærðina og nær öll með hálfs lítra gos og svo auðvitað risastóra nammipoka. Að sjálfsögðu var hlé og var það hátt í 20 mínútur. Það var stríðsástand í salnum á meðan þar sem krakkarnir voru öll orðin klikkuð af átinu og hlupu út um allt eða grenjuðu á meira að éta. Við mægðurnar sátum bara allar í sjokki.

Ok, ég er kannski fanatísk á mat með mína hollustu og lífræna sull. En við erum það sem við borðum. Ég vil það besta fyrir barnið mitt og ef hún fær hollan (og helst lífrænan) og næringarríkan mat að borða þá verður allt hennar líf betra. Líkaminn nær að þroskast vel og rétt, andleg líðan hennar verður betri, hún hefur meiri orku og sefur betur. Ég vil líka að hún læri að umgangast mat sem mat og ekkert annað. Mat á að borða til þess að uppfylla orkuþörf. Það á ekki að nota hann sem verðlaun eða til huggunar og börn þurfa að læra að borða rétt og borða í hófi. Við eyðileggjum allt með því að gefa þeim of mikið, barn kann sér ekki hóf. Ef þú gefur barni fullan nammipoka þá borðar barnið þangað til það er að springa.

Æ, þetta bara skiptir mig svo miklu máli.

Anywho. Eftir bíó skruppum við aðeins til ömmu í kaffi og spjall og vorum svo komnar heim um sjö. Mæðgur hoppuðu í sturtu og ég gekk frá nýju flíkunum. Mamma kom svo að passa Rakel því við Sprundin vorum að fara út að borða á Hereford. Í stuttu máli sagt heppnaðist sú ferð vel, maturinn var góður og þjónustan góð. Við fórum og keyptum okkur ís í eftirrétt og náðum okkur í spólu og höfðum það svo gott uppi í sófa með mömmu.

Núna er ég búin að ræsa mömmu og ætlum við í kraftgöngu. Við stelpurnar ætlum svo á eftir á Sorpu með billjón dósir og svo fær Rakel að skottast hjá ömmu Sillu á meðan við mæður þvoum bílinn.

Sem sagt. Góðar stundir hjá mér. Vonandi líka hjá ykkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alveg sammála þér með matarvenjur barna! Það er rosa sorglegt að sjá of feit börn... Því það er ekki þeim að kenna að þau eru svoleiðis greyin, í flestum tilfellum eru við foreldrana að sakast! Gott hjá ykkur að vera meðvitaðar og skynsamar :)

Gyða 7.9.2008 kl. 17:49

2 identicon

í sambandi við skoðanakönnunina: svona verður að skoða í stærra samhengi, best er að fara í krefjandi áfanga, en hins vegar kannski ekki alveg það sniðugasta ef þú ert að gera allt of mikið annað með... ef þú skilur mig. Maður verður að kunna sér hóf. Og já sjitturinn titturinn með þessu feitu börn. Ég er 'fullorðin' og borða aldrei nammi. Hvað þá stóran popp og nammipoka. Hvaða halda foreldrarnir eiginlega að muni gerast? Eru þau veruleikafirrt? og Díana, svo heyrði ég nýtt orð í dag, kannski slangur, ég er ekki viss, en það er helgislepja. hahaha já semsagt er notað þegar eitthvað á að vera orðið svo heilagt að það má bara ekkert gera lengur. Eða svoleiðis. Þegar ég heyrði helgislepju byrjaði ég strax að hugsa um candyfloss og nammi sem er svo sætt að það ískrar í tönnunum þegar maður borðar það. Helgislepja er álíka mikið ógeð. Eða svona eins og þegar maður fær aulahroll, nema bara helgislepja er af því einhver er að tala um eitthvað eins og það sé svo heilagt að manni verður hreinlega illt. Vona að þetta sé skiljanlegt :D Ég hafði allavega aldrei heyrt þetta áður.

Rósa 8.9.2008 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva
Hér skráir Díana Rós fyrir hönd litlu fjölskyldunnar hinar ýmsu athafnir hennar og deilir með ykkur sögum úr stelpukotinu þeirra í Skipasundi

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 56566

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband