Var að fatta ...

... að það er óvenju langt síðan ég bloggaði síðast. En samt ekkert langt. Dagarnir líða svo hratt um leið og skólinn byrjar. Ég er bara að reyna að standa mig og læra og mæta í tíma og svona. Ótrúlega sérstök tilfinning að sjá fyrir endann á náminu, ég á svo lítið eftir.

Ég valdi erfiðara spænskunámskeiðið og sé ekki eftir því (að minnsta kosti ekki enn). Er einmitt að fara að lesa ljóð á eftir, ekki amalegt. Ég er bara sátt við öll námskeiðin sem ég er í, ef ég er jákvæð geta þau öll verið nokkuð skemmtileg. Straumar og stefnur þurfa samt að taka sig á, soooooldið erfitt að halda leiðbeiningu við heimalærdóm og í tíma.

Annars er pínu sem hvílir á mér og ég kemst ekkert í góðan blogggír fyrr en það er yfirstaðið. Mikið svakalega getur lífið verið erfitt.

Ég ætla bara að halda áfram að læra og hætta þessu röfli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband