13.9.2008 | 10:48
Súrt
Já, eða beiskt. Það er líf mitt þess dagana. Ótrúlega skrítið eitthvað.
Annars verð ég bara að deila með ykkur hvað það er gaman í spænskunni. Ótrúlega skemmtileg námskeið sem ég er í.
Rakel er komin inn í 'ífróttaskólann' sem er eins gott því barnið er búið að tala endalaust um hann síðan hún var í honum síðast. Hún hefur þrisvar farið, fyrst þegar hún var bara eins og hálfs árs stubbur, og hún hreinlega dýrkar þetta. Hún var ekkert smá spennt þegar ég sagði henni að hún myndi byrja í dag og lofaði þar upp í ermina á mér því að pabbi hennar kemst ekki með hana. Hún hlýtur að vera svekkt, litla skinnið.
Ég og Bjarndís fórum í Vísó í gær. Það voru allir voða feimnir til að byrja með en svo fórum við út að borða og þá skapaðist smá stemmning. Við færðum okkur á Glaumbar eftir matinn og ég og Gyða fengum okkur bjór, held enginn annar. Ég var búin að ákveða að ég ætlaði að dansa og drekkja sorgum mínum en svo fóru bara allir. Bjarndís og 37 vikna bumban hennar fóru heim að sofa, kærastinn hennar Gyðu kom og náði í hana og á meðan ég var á klósettinu fór restin. Þetta var alveg eins og eitt atriði í Friends þegar Ross fór á klósettið og á meðan fóru allir. 'How long was I in there?' veltum við Ross fyrir okkur.
Ég var reyndar kannski óvenju lengi því ég var að reyna að ná sambandi við Hrund sem var á skahallanum í vísindaferð með enskunemum. ??? Kom reyndar í ljós að einn neminn er æskuvinkona hennar.
Kristín krútt var reyndar ekki farin og kom inn á klósett að bjóða mér far heim. Mig langaði ekki rass heim og svo var ég enn með nær fullan bjór. Ég sat því bara ein á Glaumbar og drakk minn bjór og langaði að grenja úr svekkelsi.
Þegar ég kom út var byrjað að hellirigna og ég fann ekki helvítis staðinn sem Hrund var á. Var þarna eins og hóra á gangi í Lækjargötunni í hálftíma og Hrund með símann á silent! Ég stóð líka á götuhorni eins og hóra og velti fyrir mér hvern ég gæti hringt í og skipað að djamma með mér: Hlíf heima að skrifa mikilvægan kafla, Oddný í útlöndum, Katla í útlöndum, Hildur í útlöndum, Inam í útlöndum, systir mín of ung, Rósa sofandi, Davíð heima með vinum sínum. ARG.
Fann loks þennan stað sem Hrund var á og þambaði einn bjór. Það var ískalt þarna og enginn klósettpappír svo við Sprundin mín ó svo fulla fórum á Hressó. Þar var focking trúbador frá Selfossi að spila. Ekki. Skemmtilegt. Ég fékk mér því bjór. Hitti reyndar Davíð sæta og spjallaði við hann. Tónlistin byrjaði svo loks og við Hrund dönsuðum við tvö, þrjú lög. Svo vildi hún fá sér að borða og fara heim.
Var þetta kvöld eins og það átti að vera.
Nei.
Og ég er í ógesslegri fýlu bara. Og dansaði sorgir mínar ekkert frá mér.
Vaknaði svo klukkan hálf focking tíu. Hvað er málið með það?
Bara ömurleg færsla. Sorrý.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:51 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 56566
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HA???? Hvað í ósköpunum var í gangi!!! Enginn að drekka bjór? Í VÍSINDAFERÐ???? Þetta hljómar bara EKKERT líkt vísindaferðunum sem ég hef farið í, þar sem maður átti til að enda dauðadrukkinn og ælandi kl.10 um kvöld, eftir að hafa nýtt sér ótæpilega vísindabjórinn og farið svo í "ég hef aldrei". Ég skil þetta bara ekki. Skil vel að þú sért fúl. Næst kem ég líka og verð full! Við getum þá verið tvær fullar! ! Vúhú!
Er annars enn að skrifa þennan bölv. kafla. Veerð að klára hann fyrir kvöldið því mér er boðið í matarboð.
Hlíf 13.9.2008 kl. 13:37
æjæjæj... Ef það huggar eitthvað þá varð minn kall líka svangur kl. 02 og vildi bara borða og fara heim :) Það koma fleiri föstudagar eftir þennan föstudag! promise :)
Gyða 14.9.2008 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.