20.10.2008 | 10:45
Jæja
Ég ætla þá að gera aðra tilraun til að blogga. Sumst. Ég hafði einfaldlega hvorki tíma né orku til að blogga í síðustu viku. Ég var hundlasin mánudag, þriðjudag og miðvikudag án þess að hafa nokkurn einasta tíma til þess. Ég dröslaði mér upp á Hlöðu alla dagana og lærði frá mér allt vit. Ég gerði meirihlutann af ömurlegu íslenskuverkefni, las rosalega þykka bók fyrir spænskuritgerð og aflaði mér heimilda og eyddi 15 tímum samtals í hópavinnu. Við og hópavinnufélaginn vildum klára ritgerðina og fyrilesturinn sem við eigum að skila og halda í næstu viku og okkur tókst það næstum. Gáfumst upp eftir nær átta tíma törn á föstudaginn og áttum þá bara eftir að fínpússa fyrirlesturinn aðeins. Geri aðrir betur segi ég nú bara!
Ég sinnti vinkonum mínum líka vel og vandlega í vikunni. Eins og áður sagði talaði ég við Oddnýju í símann og Kötlu á Skype, ég átti líka gott spjall við Maríu og hitti Ragnheiði, samnemanda og sálufélaga minn í íslensku máli að fornu I og II, og mæltum við okkur mót í næstu viku, ég fór á kaffihús og í bíó með vinnufjölskyldunni og fékk Hildi mína í heimsókn eitt kvöldið. Allt saman mjög notalegt.
Rakelin er búin að vera svo háð mæðrum sínum undanfarið og er alveg límd við rassgatið á okkur. Hún bara má ekki af okkur líta og þannig hefur það bara aldrei verið áður. Þar sem ekkert sérstakt hefur komið fyrir höldum við að þetta sé bara aldurinn og eitthvað tímabil. Við pössum því extra vel að veita henni alla þá ást og umhyggju sem hún þarf, litli kúturinn. Hún vill helst alltaf sofa í stórrúmi þessa dagana og hafa okkur báðar hjá sér hvort sem hún er sofandi eða vakandi. Við reynum því að vera alltaf saman í kvöldmat (högum matartímum bara eftir skóla og ræktinni hjá mér og Hrund) og spjalla og leika okkur. Á föstudaginn þurfit krílið að hringja tvisvar í mig og tala við mig og stökk svo í fangið á mér með látum þegar ég loks kom heim eftir maraþonhópavinnu.
Við dúlluðum okkur eitthvað eftir að ég kom heim og við Sprundin fórum ekki löngu á eftir afkvæminu að sofa, við vorum alveg úrvinda. Vöknuðum nokkuð sprækar daginn eftir og horfðum inn í tóman ísskápinn. Á endanum sauð ég egg og við fengum okkur faltkökur og vatn með. Alveg kominn tími til að versla.
Við ærsluðumst íþróttaskólanum, tókum bensín á lækkuðu verði, skruppum aðeins í Heilsuhúsið, keyptum byggingaplast í Húsasmiðjunni til að setja yfir hjólin okkar og keyptum inn í Bónus. Eftir að hafa komið vörunum fyrir héldum við á Náttúrugripasafn Kópavogs og skoðuðum skeljar af risaskjaldbökum, ýmis uppstoppuð dýr og steina. Restinni af deginum eyddum við svo í góðu yfirlæti hjá tengdó. Ég lærði með hjálp hennar að setja tónlist inn á ipodinn minn. Loksins. Og en hvað það er gaman.
Þormar frændi Hrundar og kærasta hans vildu endilega fá okkur á djammið svo við buðum Rakel að gista hjá ömmu Sillu sinni sem hingað til hefur alltaf verið mikið stuð. Í þetta skiptið harðneitaði hún því hins vegar. Það kom skeifa á litla andlitið og neðri vörin titraði og hún grúfði sig í hálskotið mitt og tautaði eins og biluð plata: 'Ég vil bara gista hjá ykkur, mömmu og mammí, ég vil bara vera hjá mömmu og mammí'. Við reyndum að freista hennar með því að hún gæti gefið fiskunum og leikið við hundana og að við skyldum leggja hana og koma og sækja hana snemma en hún hélt nú ekki. Þannig að við fórum bara heim með kút, komum honum fyrir í stórarúmi, lögðumst hjá honum, lásum sitthvora bókina, báðum bænir og bíuðum. Þormar og co. komu svo í heimsókn og tóku Sprundina með sér á djammið, eitthvað sem hún átti inni hjá mér blessunin (að fara út um mömmuhelgi meina ég).
Meðan Hrund svaf á sínu græna á sunnudagsmorguninn höfðum við Rakel það kósý, horfðum á smá barnatíma, perluðum og hlustuðum á Pétur og úlfinn. Við fórum svo til ömmu í spjall og kaffi, náðum eftir það í Sprundina og héldum til mömmu. Ég kláraði íslenskuverkefnið á meðan Hrund las Skakka turninn og Rakel lék sér í turtles. Vinkona mömmu kom í mat og ég eldaði kjúkling ofan í liðið. Best í heimi að borða með fullt af fólki sem manni þykir óendanlega vænt um.
Yndisleg helgi bara. Fyrsta helgin í langan tíma sem ég fór ekkert út. Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki verið eirðarlaus og langað út að dansa. En næsta helgi er pabbahelgi. Íha!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:52 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vikan þín var mun meira pródoktív en mín, það má svo sannarlega segja! Öfunda þig af dugnaðinum og aganum.
Pabbahelgi næstu helgi segirðu. Hmmm... ef barnið kemur á morgun, er þá of snemmt að djamma næstu helgi? hehe
Knús og kram úr landi eilífrar óléttu
Bjarndís 20.10.2008 kl. 11:14
haha! Aumingja Bjarndís sem er búin að bíða svooo lengi eftir unganum sínum! Þetta var nú meiri vikan... lituð af samviskubiti yfir að vera ekki að gera íslenskuverkefnið... Það bit hvarf ekki fyrr en á sunnudagskvöldið! Hlakka líka til næstu helgar :) stuð að eilífu, amen.
Gyða 20.10.2008 kl. 13:28
Bjarndís, ó Bjarndis. Hvað ég sakna þess að hafa þig ekki í skólanum. Engin sms á borð við: 'Hvar ertu rófan þín?' og 'Komdu út í Árna'. Búhú. En ég viðurkenni að þú átt meira bágt en ég. Ferðu ekki að komast í heimsmetabók Guinnes bara? Sem sú kona sem hefur gengið hvað lengst fram yfir með barn? Spurning hvort þú getir grætt einhvern pening á þrjóskupúkanum svona í kreppunni.
Um leið og það er búið að klippa á naflastrenginn ertu frjáls allra ferða maður. Djóóóóók. En þegar þú ert til þá er ég sko til. Knús og koss á þig rófan þín.
Gyðus: Stanslaust stuð að eilífu, amen. Rófan þín.
Er það ekki bara krúttlegast í heimi. 'Rófan þín'. Mér finnst það. En það fá ekki allir að vera rófur. Bara útvaldir.
Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva, 20.10.2008 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.