Hahahahaha

Það er námskeiðsdagur á leikskólanum hjá Rakel í dag svo hún var heima hjá mér í morgun. Pabbi hennar kom og sótti hana á hádegi og þau töltu af stað út í helgina. Næstum. Bjöllunni var hringt og ég hljóp niður. Robbi kominn aftur að ná í gallann hennar Rakelar, ekki veitir af í kuldanum. Hann fer, ég sest. Bjöllu hringt aftur. Robbi mættur með þetta fína glott á andlitinu og ég er ekki frá því að hann hafi roðnað.

Robbi: Ég geri ráð fyrir því að þú hafir ekki ætlað að láta þetta fylgja með'.

Og rétti mér nærbuxur.

AF MÉR! W00t W00t W00t

Gallinn hékk á herðartré á handklæðastandinum inni á baði þar sem ég þvoði hann í gær og hengdi upp til þerris. Hvað þessar nærbuxur voru að gera þarna veit ég ekki. Íþróttbuxurnar mínar héngu þarna líka, var að þurrka þær eftir ræktina í gær (aldrei að setja blaut föt í þvottakörfuna Díana Rós sagði mamma). Ég minnist þess ekki að hafa hengt nærbuxurnar sem ég var í til þerris, hélt ég hefði skellt þeim í þvott. Eða ekki kannski? 

Ég: Blush Já, nei, ætlaði ekki að gera það, nei, ok, takk. 

Djöfull er þetta ógeðslega fyndið. Hrund sagði þegar ég sagði henni frá þessu:

'Bara verið að reyna við hann'

W00t Já, með sveittum nærbuxum.

Oh my lord.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bwahaahhaha elska svona moment, bara of fyndið!!

Katla 25.10.2008 kl. 02:21

2 identicon

Hahaha! Vandræðaleegt :)

Tinna Rós 25.10.2008 kl. 16:40

3 identicon

Hæj Díana :)

Ég lét Kristínu fá vettlingana þína og sjalið sem þú geymdir í bílnum mínum, hélt kannski að hún myndi hitta þig oftar á förnum vegi en ég.

Annars bara takk fyrir stuð í gær!

Kv. Eyrún

Eyrún 25.10.2008 kl. 18:20

4 identicon

Þú ert snillingur Díana!!!

Ég er með vettlinga og sjal. Takk fyrir gærkvöldið, og takk fyrir mig.

Knús á þig!

Kristín 25.10.2008 kl. 19:14

5 identicon

hohoho! Gaman að þessu! Ég átti kærasta í grunnskóla sem lenti í því leiðindaatviki að mæta í skólann með nærbuxur viðloðandi buxurnar sínar. Tanduhreinar, nýkomnar úr þurrkaranum höfðu þær fest sig við buxurnar hans. Hann var ekki kallaður annað en Siggi Nærbuxur það sem eftir lifði skólaársins... Greyið!

Þvílíkur smekkur sem ég hafði á karlmönnum! Reyndar svoldið langt síðan þetta var ;)

Gyða 26.10.2008 kl. 10:45

6 identicon

Hae skvis.  Eg hef alltaf jafn gaman ad tvi ad lesa bloggid titt ...get alveg garanterad brosad ut i annad ef ekki baedi vid lesturinn hehe

Og tetta med braekurnar ...algjort brill

U rock girl

Kv. Arna

Arna 28.10.2008 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband