4.11.2008 | 09:13
Litla ljósið
Litla ljósið mitt er svo sannarlega gleðigjafi í lífi mæðra sinna.
'Mammí, þessi hyrningur, á hann þetta skott, þessi hyrningur?'
Já, Rakel mín, þetta er sporðurinn á háhyrningnum.
Nú er Rakelitan mín orðin svo stór að við erum búnar að stækka rúmið hennar (vorum með það í minnstu stillingu og erum núna með það í annarri af þremur). Við fengum kodda hjá mömmu og dúnsæng hjá Valdísi móðu og svo lumaði mamma á einum Mulanrúmfötum og einum með myndum af Kardemommubænum síðan systkini mín voru lítil. Litla, dekraða ömmubarnið fékk svo líka glæný rúmföt, sérvalin í Ikea frá mömmu og hefur því nú allt til alls. Við fórum líka í gegnum allt dótið hennar og týndum úr óþarfa og röðuðum því sem eftir var upp á nýtt. Rauðhaus lítur út eins og lítil baun í þessu stóra rúmi með þessa stóru sæng í þessu fullorðinslega herbergi. Og bráðum verður hún 4 ára. Og svo heimtar hún tvö systkini þessa daga. Júlíus einn og sér dugir ekki lengur. Bráðum Rakel mín, ef guð lofar, bráðum.
'Sjáðu mammí sængina mína, ég er með svo fína gúmmísæng'
Hu?
Það endaði með því að hún dró skilningslausa mammí inn í herbergið sitt og benti á sængina sem sást glitta í innan í rúmfötunum. 'Gúmmísæng!!!!'
Já, Rakel mín, ég skil, þú átt við að þú eigir dúnsæng. Það mun vera rétt.
Anginn minn fór svo að skæla í gær þegar ég sagðist vera að fara í ræktina og að amma myndi koma og lesa fyrir hana. 'Mér finnst svo leiðinlegt að þú farir' grét hún eins sæt og hún gerist með úfið hár, skeifu á fínu vörunum, í einum sokk og hálf í nærbuxunum enda á leið í bað. Ég lofaði henni því að amma myndi lesa eina bók fyrir hvert ár sem krílið hefði lifað og sættist hún að lokum á það.
Annars er ég ekki enn byrjuð á ritgerð sem ég á að halda fyrirlestur um og skila núna í nóvember. Það hefur aldrei aldrei aldrei gerst áður að ég hafi ekki verið byrjuð á ritgerð á þessum tíma. Ég er eitthvað biluð. 12 blaðsíður á spænsku. Heimildaritgerð. O my lord. Best að fara að hlusta á tónlist bara.
Hrund segist trúa því að við munum komast í gegnum þessa erfiðleika bara ef ég fer ekki yfir um. Ég get ekki lofað neinu en ég skal reyna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:15 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
híhíhí! jiminn... Rakel er nú meiri músin :) Svo er fyrsta skrefið í að byrja á spænskri heimildaritgerð að hætta að eyða tímanum í að reikna stærðfræðidæmi sér til skemmtunar! ;)
Gyða 4.11.2008 kl. 12:05
Gyða: Ég sem var að reyna að eiga mér eitthvert leyndarmál þar sem þú veist nú þegar allt um mig, þar á meðal hvernig tannkrem ég nota. Hélt að Árnagarður væri svo mikill leynistaður að ég gæti iðkað mitt háleynilega áhugamal þar í friði. Nei, nei, þið Anton eruð með nefið niðrí öllu, þar á meðal stærðfræðibókinni minni.
Annars eru þið uppáhaldskrúttin mín, nr. eitt og tvö á topp tíu.
dr 4.11.2008 kl. 15:15
hahahaha :) Þú ert hvergi örugg!
Gyða 4.11.2008 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.