6.11.2008 | 16:13
Algjört kraftaverk!
Já, það er sko algjört kraftaverk að Sprundin skuli vera KOMIN MEÐ VINNU á þessum síðustu og verstu. Hún byrjar á mánudaginn á leikskólanum Maríuborg og við gætum ekki verið sáttari. Takk fyrir allan stuðninginn elskurnar mínar, ég hefði ekki getað þetta án ykkar þótt þetta hafi verið stutt tímabil. Áttaði mig á því hversu mikil áhrif þetta hefur haft á mig þegar Hrund hringdi í mig áðan til að segja mér fréttirnar. Ég titraði og skalf og var nær brostin í grát, kunni ekki alveg við það þar sem við vorum nokkrar heima hjá Gyðunni. Núna get ég einbeitt mér að náminu og skrifað eitt stykki ritgerð.
Við ætlum að panta okkur pizzur á eftir á Rizzo (fancy í tilefni dagsins) og fá okkur boozt í eftirrétt (sem ég er með æði fyrir núna, úr því að ég er búin að ná í matvinnsluvélina/blandarann er ég ekkert að fara að setja græjuna upp á hillu aftur). Rósa ætlar að kíkja á okkur og gleðjast með okkur og við ætlum allar að jólagjafastússast eitthvað.
Svo vorum við Hrund búnar að ákveða að gefa Rakelinni páfagauk í afmælisgjöf (mig hefur langað í páfagauk í mörg ár) ef Sprundin fengi vinnu og þar sem sú er raunin fjölgar líklega í fjölskyldunni í desember. Gyða er búin að lána mér úber kúl fuglabækurnar sínar svo núna getum við undirbúið okkur.
Gaman, gaman!
Ég geri mér vel grein fyrir því hversu lánsöm fjölskylda mín er og ég þakka fyrir það á hverju kvöldi áður en ég loka augunum.
Ég samdi eitt lítið ljóð í tíma áðan eftir að hafa fengið þessar gleðifréttir frá spúsunni:
Eins og ofurlétt snerting engils
á vanga
er fögnuðurinn
uppfullur af létti
Besos
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju elskurnar! Gott að allt fór vel :) Þið eigið skilið að fagna!
Kristín 6.11.2008 kl. 19:13
Hæ skvís ...smá forvitni, hvernig páfagauk eruð þið að spá í ??? (er með 2 litla gára sem myndu alveg vilja finna nýtt heimili held ég)
og frábært að allt gekk svona vel :)
Arna 6.11.2008 kl. 19:27
Arna: Við erum einmitt að spá í gára (samt bara einn held ég). Hvað geturðu sagt mér meira? Hvað eru þeir gamlir og svona?
dr 6.11.2008 kl. 20:54
:´´) Samgleðst innilega! Og ég er mjög samspennt fyrir páfagauknum!!!! :)
Gyða 6.11.2008 kl. 21:25
Til hamingju með vinnuna Hrund, ég samgleðst ykkur :). Heyrðu, vantar ykkur fuglabúr? Við eigum búr uppi á lofti sem áður hýsti, Söndru, Auja, Blossa I, Blossa II, Snjókarl og fleiri ónefnda unga. Þetta er gamalt búr en stendur fyrir sínu. Þið latið mig bara vita ef þið hafið áhuga. Mig langar sjálfri voða mikið í páfagauk en efast um að sambúð gára og Rambós myndi enda vel.. Reyndar er Rambó voða lítill veiðiköttur, hefur komið nokkrum sinnum stoltur inn með fiðrildi og einu sinni með stirðan kaldan fugl sem hann hefur pottþétt fundið í einhverju beði.
Blablabla! Besos :*
Tinna Rós 6.11.2008 kl. 23:17
Þið eruð nú meiri dúllurnar, bara verið að bjóða manni fugla og búr og bækur og ég veit ekki hvað :) Já, Tinna, ef þetta er stórt búr (eða svona venjuleg stærð, bara ekki pínulítið) þá erum við nú meira en til í að fá það. Verðum í bandi.
Takk!
dr 7.11.2008 kl. 11:02
Frábærar fréttir, innilega til hamingju elsku stelpurnar mínar!
Hlakka svo til að hitta ykkur og gera eitthvad kósí og skemmtilegt um jólin!:)
Katla.
Katla 7.11.2008 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.