Gleði og glaumur

Í gær bauðst kona/stelpa, sem þekkir mig aðeins í gegnum spjall á netinu, til að gera ótrúlega fallegan hlut fyrir mig og Hrund (ég get ekki sagt hvað það er, ekki enn þá allavega svo þið verðið bara að vera forvitin). Þessa ókunnugu konu langaði til að hjálpa mér bara af því bara sem er yndislegt. Á tímum kreppu og bara hvenær sem er.

Gyða er búin að lána okkur fuglabækur og búin að bjóðast til að lána okkur búr og hitt og þetta og myndi líklega gefa mér annan fótinn á sér ef ég bæði hana um það ...  Nei, segi svona, en hún er algjört gull þessi stelpa.

Tinna er líka búin að bjóðast til að lána okkur búr og Arna til þess gefa okkur fugla.

Ég þarf nú ekki að nefna mæður okkar sem ávallt bera okkur á höndum sér.

Í dag sagðist leikskólastjórinn á leikskólanum hennar Rakelar jafn vel vera búin að redda Hrund vinnu ef hana vantaði eina enn þá.

Kristín hlustar endalaust á röflið í mér og Hlíf stappar í mig stálinu þótt hún sé sjálf að drukkna í vinnu og bara öllu sem fylgir lífinu.

Katlan fylgist vel með okkur og gleðst fyrir okkar hönd og Oddný er alltaf alltaf alltaf á sínum stað.

Svo á ég yndislega fjölskyldu.

Þetta er bara allt svo yndislegt að ég leyfi mér að vera væmin svona síðdegis á föstudegi.

Svo má ég ekki gleyma að ég á konu sem dýrkar mig og fullkomið barn sem er svo fyndið að ég hef aldrei vitað annað eins. Í gær sagði gullið mitt:

'Mér er svo freytt að halda á þessari sleipu'

Hún hafði verið beðin að halda á sleif þar sem hún sat við eldhúsborðið og fylgdist með mér, Rósu og Hrund að stússast. Hún tók hlutverk sitt alvarlega og hélt sleifinni á lofti (datt ekkert í hug að leggja hana bara á borðið). Undir lokin var hún orðin svo óskaplega þreytt af því að halda á henni, blessað barnið, og því fegnust þegar hún fékk leyfi til þess að leggja hana frá sér.

W00t

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get lánað ykkur hamstrabúr. Viljið þið það?! ;)

Þú hlustar nú örugglega meira á röflið í mér kona góð! Ég held líka að Rekel litla sé efni í heila brandarabók :D

Kristín 7.11.2008 kl. 17:28

2 identicon

Hæ hæ, við erum búin að vera með fuglana í u.þ.b. ár, og þeir voru mjög ungir þegar við fengum þá þannig að þeir eru max 2ára.  Einn er grænn og gulur, hinn er blár og gulur, kallaðir Þór og Appolo (en það er ekkert heilagt).  Þeir veita hvorum öðrum ágætis félagsskap og ef þið viljið fá þá, þá fylgir búrið að sjálfsögðu með

Kv. Arna

Arna 7.11.2008 kl. 19:22

3 identicon

sjálf ertu gull Díana mín! Gaman að lesa þessa glöðu föstudagsfærslu :)

Gyða 8.11.2008 kl. 17:44

4 identicon

Ég öfunda þig svolítið af því að fá fugl á heimilið:) Mig er farið að langa heilmikið í páfagauk, enda hafa alla tíð verið fuglar heima hjá ma og pa.

Það er gott að eiga góða að og finna að fólki er ekki sama þegar maður á í einhverjum erfiðleikum. Fólk er upp til hópa ótrúlega gott:)

Hoho, Rakel er svo fyndin.

Hlíf 9.11.2008 kl. 12:32

5 identicon

Mér virðist sem ég hafi náð að smita fullt af fólki af einhvers konar fuglaveiki! Ég hef greinilega smitað ykkur Hlíf og núna eru stelpurnar í vinnunni farnar að spyrja mig hvaða tegund minn er, hvað svona kostar og hvernig maður kenni þeim eiginlega að tala :) :)

Nú er Elías litli snillingur farinn að segja 'hæ Gyða' í tíma og ótíma. Óendanlega fyndið og skemmtilegt. :)

Gyða 9.11.2008 kl. 12:58

6 identicon

Gunnhildur er með eitthvað voðalega sætt hvítt fuglabúr á fæti. Og hún mælir með bláum gárum...þeir eru með einni baun meira í heilanum og fljótari að læra en aðrir litir. Hún átti einn bláan gára sem dó úr hjartaslagi á gamlárskvöld og hann talaði og malaði heil ósköp. En búrið getiði fengið fyrir lítið eða ekki neitt.

Tengdó. 

Tengdó 10.11.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband