10.11.2008 | 15:53
Freytt
Úff, já ég er svo þreytt. Er aldrei jafn þreytt og eftir helgar. Annaðhvort sef ég ekkert út af djammi eða morgunhressum rauðhaus. Eða bara bullinu í hausnum á mér. Æ, #geisp#
'Augun mín lýsa í myrkri' tilkynnti rauðhaus okkur Hrund í gær.
Noh!
'Og þegar ég snerti puttann minn þá fæ ég straum.'
Aldeilis rafmagnað barn.
Hún sagði okkur líka að köngilær væru ekki með lýsandi augu (ekki skrítið miðað við hvað Rakel finnst þær ljótar og leiðinlegar).
'Þær sjá ekkert í dimmunni, bara í morginum.'
Ég skil. Í morginum.
Í gær þegar búið var að lesa og syngja og signa og kyssa og allt það dró hún skyndilega lítinn fót undan sænginni.
'Ég er með straum í fótinum' kvartaði hún og ég nuddaði og strauk og kyssti allar litlu tærnar.
'Af hverju ertu með straum í fætinum' vildi ég vita. ' Ertu að meina að þú sért með náladofa' spurði ég.
'Nei, ég er með straum í honum' (stupid ég).
'Hvernig fékkstu hann' vildi ég þá vita.
'Ég var bara að gera mitt besta og þá fékk straum í'ann'
Það er nefnilega það. Hún var bara að gera sitt besta barnið.
Sat hér heima á föstudagskvöldið og lærði í gríð og erg. Drakk tvo litla bjóra við ritstíflu og var hörkudugleg. Hrund var að líma eða smíða eða eitthvað fyrir mömmu sína á verkstæðinu. Horfðum á vin minn Wallander leysa morðgátu þegar hún kom heim og fórum svo að sofa. Svo þreyttar og gamlar.
Snúsuðum aðeins á laugardagsmorguninn en drusluðum okkur svo á fætur og drukkum kaffi. Hrund fór aftur á verkstæðið og ég lærði (ji, en spennandi líf). Við tókum okkur svo til og fórum á árlegt dekur og djamm hjá Léttsveitinni með mömmu og Rósu og tengdó. Vorum búnar að opna einn kaldan um þrjú og héldum svo bara áfram í rólegheitum eftir það.
Fórum heim eftir dekrið og Tryggvi og Katla, kærastan hans, bættust í hópinn. Fórum svo aðeins til Rósu og þar á eftir niður í bæ. Það var bara svaka fjör. Drama líka að sjálfsögðu. En fjör. Annars verður líka fínt að taka sér drykkjupásu þegar prófin byrja.
Ég og Sprundin þurftum svo mikið að tala og bauka eitthvað að við vorum ekki að sofna fyrr en upp úr sex um morguninn. Vorum samt bara hressar í gær. Gengum frá þvotti, vöskuðum upp, horfðum á sjónvarpið, drukkum kaffi, hlustuðum á Bob Marley og kveiktum á reykelsi, föndruðum og lærðum.
Fengum Rakelina okkar heim, skveruðum okkur upp, keyptum blóm og fórum til tengdó sem var afmælisbarn dagsins. Borðuðum kjúkling og höfðum það kósý.
Hrund fór svo að smíða og ég eitthvað að dingla mér. Horfðum svo á Hulk og borðuðum ís og fórum allt of seint að sofa.
En halelúja. Náði loks að byrja á ritgerðinni í dag. Það er alltaf erfiðast að skrifa fyrstu efnisgreinina en núna er ég búin með hana. Stefni á að klára svona 3-5 bls. í þessari viku. Komaso.
Sjitt, verð að fá mér kaffi, er handónýt hérna.
Er bara komin með valkvíða yfir fuglum og búrum og eitthvað. Vil samt grænan gára, held bara einn frekar en tvo (en við erum samt ekki alveg búnar að ákveða okkur) og væri til í að sjá búrið hennar Gunnsu áður en við tökum öðrum tilboðum.
Rakel á eftir að tryllast úr gleði þegar hún sér gaukinn. Það er spurning hvort hann verði jafnoki hennar, krakkinn þagnar sjaldan (talar meira að segja upp úr svefni) og hef grun um að það sé svipað með fuglinn.
Það verður bara bla bla bla allan daginn.
Flott.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:58 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú frekar slæmt að fá straum þegar maður er að gera sitt besta :o)
nema að það sé jákvætt, átta mig ekki alveg á því.
Sakkna ykkar
Oddný 10.11.2008 kl. 21:38
Sömuleiðis sæta fína. Ömurleg kreppa að meina okkur að hittast :(
díana rós 10.11.2008 kl. 22:47
Já, vá, það er aldeilis slegist um að lána ykkur búr! Ég verð ekkert fúl ef þið takið ekki mitt búr, langaði bara til að bjóða ykkur það ;).
Rakel er algjör brandarakerling, það er alltaf gama að heyra gullmolana hennar :).
Heyrðu, ég hrissti rassinn asskoti mikið við latínótóna um helgina. Ég fór í æfingabúðir með kórnum og það vill svo skemmtilega til að það eru tveir gaurar þar sem dansa þetta líka vel :). Lærði líka nýjan dans, bachata. Gaman gaman :).
Besos a todos!
Tinna Rós 12.11.2008 kl. 16:38
sko... þegar kemur að búrum er það "the bigger the better" sem gildir fyrir gauksa :) Þetta verður stuð! Bara blablabla út allan daginn, svoleiðis á það að vera!
Gyða 14.11.2008 kl. 09:50
Endilega kíkja á búið. það er rósa flott. Og svo myndi ég fá ykkur bláan gára og það kall. Kellurnar erum miklu frekari, og svo hvefur það verið ransakað að það er auðveldst að kenna bláum að tala. Búin að prufa þetta sjálf.
Gunnsa 20.11.2008 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.