Mannskepna

Já, það er nú meira hvað sumir eru miklar skepnur. Í dag gleymdi ég veskinu mínu á biðstofu læknastofu. Þegar ég fór út frá lækninum fattaði ég að ég var ekki með veskið og leitaði út um allt. Einhver hafði verið svo vænn að fara með það í afgreiðsluna en tekið ansi mikið þjórfé fyrir það eða IPODINN MINN. Helvítið hefur farið í gegnum veskið og tekið ipodinn þar sem það var nákvæmlega ekki neitt annað í því. Ég talaði við stúlkuna í afgreiðslunni og við vorum sammála um að það kæmu bara tvö pör til greina sem hefðu geta tekið ipodinn (miðað við tímasetningar) nema einhver random manneskja hafi labbað þarna inn.

Ég ætla að kæra þennan þjófnað til lögreglu.

Verst þykir mér þó að missa ipodinn minn sem ég hef eytt mörgun dögum í að setja tónlsit inn á. Auk þess var hann gjöf frá tengdó (ég hefði aldrei haft efni á að kaupa mér hann) og ég hef ekki efni á því að kaupa mér nýjan. Ef það hefði ekki verið fyrir þennan blessaða ipod hefði ég ekki lifað það af að taka endalaust strætó í skólann. Ég var með alla uppáhdalstónlistina mína inn á, alls konar sögur og lög fyrir Rakel og jóladiskana tvo sem við mamma keyptum fyrir hundrað árum og ég ætlaði að hlusta á um helgina þegar við værum að skreyta (þessir diskar og jóladiskurinn með Baggalút er eina jólatónlistin sem ég nenni að hlusta á).

Ég er búin að grenja úr mér augun af leiða og reiði. Núna er mér bara illt af svekkelsi.

Sakna þín elsku poddinn minn.

Og svo hækkar þetta bílahelvítislán endalaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

knús! takk fyrir í gær... Annað knús!

Gyða 28.11.2008 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband