29.11.2008 | 01:22
Sumir dagar
Já, sumir dagar sko. Það er svo skrítið að ef maður er neikvæður þá gengur bara allt á afturfótunum. Eftir að hafa grenjað úr mér augun í gær yfir ipodmissi fór ég niður bæ til þess að skoða gleraugu. Var svo utan við mig að ég keyrði inn einstefnugötu, rétt náði að forðast árekstur og skaut mér inn í eitthvað húsasund. Var svo æst í skapinu að ég gat ekki keyrt meir og mamma, sem var niðri í bæ til þess að hitta mig, þurfti að koma og bakka bílnum fyrir mig.
Var svo of sein í tíma og þurfti að halda fyrirlestur með grátbólgin augu og illilega úfið hár. Fór eftir tímann að horfa á mynd fyrir spænsku og var búin að prófa þrjár tölvur þegar ég fattaði að það var amerískt kerfi á myndinni. Sem betur fer hjálpaði ljúf stelpa mér þegar ég var farin að froðufella af bræði. Var svo að drepast úr hungri og ekki með neitt nema súkkulaði sem mamman mín sæta gaf mér og át það. Fékk svo logandi samviskubit og gat varla einbeitt mér að myndinni.
Fór og náði í mömmu (var á bílnum hennar þar sem ég þurfti til læknisins fyrr um daginn) og við fórum í apótek. Það var rétt búið að loka. Fór heim og fattaði eftir smá stund að ég hafði gleymt gemsanum í bílnum hjá mömmu. Sprundin fór og náði í hann fyrir mig og ég þreif aðeins á meðan og reyndi að láta rjúka úr mér. Fór svo í sturtu og ætlaði aldrei að geta ákveðið í hvað ég átti að fara. Fannst ég ekkert nema fitubolla en lét mig hafa það að fara út enda afmæli hjá Gyðunni.
Afmælið var gott. Skemmtilegt og gott fyrir geðheilsuna.
Hrund var orðin lasin og með hita þegar ég kom heim. Núna lifi ég í stöðugum ótta við að fá flensu í prófunum. Vorkenni samt auðvitað Sprundinn minni svona ómögulegri.
Vaknaði í morgun og hófst handa við að hringja. Hrindi í Appelumboðið til þess að fá að vita hversu mikið ipodinn minn kostaði. Hringdi í tryggingar og fékk leiðbeiningar við að tilkynna tjónið, hringdi niður á löggustöð og fékk þær upplýsingar að ég þyrfti að koma niður á stöð til að kæra. Fór út og í apótek. Keyrði niður á Hverfisgötu og setti í stöðumæli. Fattaði að það er búið að færa almenna afgreiðslu niður í Borgartún. Ætlaði þangað en komst ekki inn í bílinn þar sem fjarstýringin virkaði ekki. Náði að draga lykilinn úr henni (þarf eitthvað svaka fiff til) en ætlaði aldrei að ná stykkinu af hurðarhúninum en undir því var skráargatið að finna. Var farin að öskra af bræði þegar ég loksins komst inn, þá búin að beygla alla lyklana mína við að reyna að ná stykkinu af og alveg að verða of sein í tíma fyrir utan það að vera algjörlega frosin. Fór í Borgartúni en þar sem hjóli eða álíka var ekki stolið af mér átti ég að gjöra svo vel að fara niður á Hverfisgötu. Fór þangað AFTUR og í sama stæði og áður, kærði stuldinn, brunaði í skólann, keypti mér samloku og hentist í tíma.
Eftir tíma fór ég og náði í Rakel og við fórum svo í vinnuna til tengdó sem var búin að prenta út passamynd handa mér til að fara með í bankann (Silla vinnur sumst hjá Samskiptum og ég þurfti að koma með nýja mynd til þess að fá nýtt kort, hin myndin er orðin of gömul). Fór í bankann með Rakel og sótti um kort og hún fékk glös, diska og dúk fyrir komandi afmæli sitt. Var svo næstum lent í árekstri aftur þar sem mottan undir pedulunum í bílnum flettist upp og kom í veg fyrir að ég gæti bremsað. Tókst þó á endanum að snarbremsa og ég og Rakel hentumst til og allt dótið í bílnum, þar á meðal tölvan, datt í gólfið.
Náðum í lasna Hrund og fórum í Bónus og stórversluðum. Fyrir jólin og allt. Þurfum bara að versla smá þegar nær dregur afmælinu margumtalaða. Fórum heim og ég ryksaug eins og vitleysingur þar sem Sprundin var of lasin til þess. Ég ætla ekki að lýsa því fyrir ykkur hversu illt mér var í bakinu eftir það. Var með grísasteik, kartöflugratín, guacamole og salat í matinn, langaði að hafa gott að borða þar sem ég á ekki eftir að hafa tíma til þess að elda svoleiðis aftur fyrr en á aðfangadag. Vaskaði upp á undan og á eftir. Setti Rakel í bað, fór í sturtu, bjó til tvöfalda uppskrift af deigi í ólívubollur, var með ís og ávexti í eftirrétt, setti deig utan um 56 ólívur, gekk frá og hneig niður í sófann. Mundi þá að ég var með þvott í vél og setti í þurrkara. Svo hefur rafmagnið farið 4x í kvöld og Hrund farið jafn oft niður að vesenast í rafmagnstöflunni. Rafmagin hérna er algjört grín og stórhættulegt örugglega.
Endaði svo kvöldið á því að plana afmæli Rakelar með Robba. Núna ætla ég upp í rúm að lúlla því á morgun ætlum við að skreyta allt. Eftir það fer Rakel til Sillu og við Hrund að klára jólagjafainnkaup. Ef Rakel er til í það gistir hún hjá Sillu og ég er að hugsa um að REYNA að læra kannski á sunnudaginn.
Díses.
Og já. Beiðninni minni var hafnað. Fæ ekkert frá tryggingunum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:27 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
úff!! svo annað verði nú ekki sagt
Gyða 29.11.2008 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.