2.12.2008 | 10:13
Jæja
Já, nú verð ég að reyna að losa mig við þessa neikvæðni. Drífa mig í ræktina í stað þess að vera heima og grenja yfir því hvað ég er feit, hætta að skoða undirhökuna og vömbina i speglinum, hætta að kvíða öllum sköpuðum hlut, hætta að snappa á allt og alla, einbeita mér að lærdómi og horfa á allt fallega jólaksrautið heima hjá mér.
Sprundin hefur þjáðst af undarlegum magaverk í marga daga núna. Er svo kvalin að hún getur ekkert gert en inn á milli skánar hún og þá hefur lært og lært og lært. Brunaði í próf í morgun til þess eins að koma til baka strax aftur hvít í framan, skjálfandi og hræðilega illt. Ég held bara að hún sé svona stressuð, átti að vera að fara í próf í morgun sem hún hefur kviðið alla önnina og er hrædd um að falla í. Svo fór krúttið mitt eitthvð að skoða próftöfluna betur og sá þá að hún átti ekkert að vera í prófi í morgun, hún var að skoða próftöfluna fyrir dagskólann en hún á að taka próf með kvöldskólanum. Hún fer því ekki í próf fyrr en á mánudag og miðvikudag í næstu viku. Ef hún verður svona slæm í maganum í lok vikunnar þá skófla ég henni upp á Bráðamóttöku, í böndum ef þess þarf til þess að koma þessum þrjóskupúka mínum þangað. Núna húkir hún í sófanum og vonast til þess að geta mætt til vinnu á hádegi. Sæta.
Við erum búnar að skreyta hátt og lágt og kaup fullt af gjöfum handa Rakel frá mömmu og tengdó og ömmu. Ekkert smá gaman að velja svona handa henni. Keyptum alls konar föndurdót og legó, spil, bækur, púsl, náttföt, náttslopp, inniskó og slatta af fötum. Ætlum að hafa pakkana mjúka eða bóka-og spilapakka í afmælinu þar sem hún fær örugglega þúsund og einn pakka og örugglega helling af dóti frá Robba fjölskyldu. Hún fær svo bara legó og það dúllerí á jólunum þegar það er meiri ró og friður.
Við erum svo bara í kjúklingabanni núna fram að jólum þar sem við ætlum að hafa kjúlla í jólamatinn og ostaköku í eftirrétt. Við erum ekkert að ríghalda í hefðirnar þegar kemur að matnum. Ég enda líka bara með æluna í hálsinum ef ég þarf að vesenast í einhverju kjötflykki. Er samt að hugsa um að sjóða hangikjöt á aðfangadag (væri sko með það í matinn ef Hrund væri eitthvað hrifin af því, ég er svona smám saman að reyna að venja hana á það, það er svo einfalt og gott) til þess að fá lykt og jólastemmningu.
Annars gleymdi ég að gera ráð fyrir því að ég hefði tíma til að læra fyrir próf eftir fyrsta prófið og fram að því næsta, sem sagt dagana 13., 14., 15. og 16. desember. Var búin að búa til svaka plan fram að 12. des og græði því heila fjóra daga. Ætla samt að halda mig við planið, get þá bara með góðri samvisku farið í ræktina og eldað handa stelpunum mínum. Hef þá líka tíma til að gera og skreyta piparkökur með þeim og skera út og steikja laufabrauð.
Í gær sagðist ég ekki þola desember og kallaði jólin druslu jól (greyið Gyðan var að spyrja hvernig ég hefði það og ég var ekkert nema þunglyndið auk þess sem ég mér tókst að fara að grenja á meðan ég skrifaði sms-ið til hennar) en í dag er ég bara í þvílíku jólaskapi.
Við eigum reyndar eftir að plana skiptingu á Rakel milli foreldrahúsanna tveggja um jólin en vonandi verður það ekkert vandamál. Svo verður ekkert smá gaman að geta notið þess að halda upp á afmælið hennar án þess að vera að hugsa um lærdóm allan tímann. Þetta verður brjálað, yfir 30 gestir en vonandi ekki allir á sama tíma. Samt erum við Hrund bara með nánustu fjölskyldu og þá vini okkar sem eiga börn. Æ, þetta verður bara gaman. Mig langar samt svo að bjóða vinnufjölskyldunni minni en ég held að það sé skemmtilegra að ég bjóði henni bara í kaffi milli jóla og nýárs eða eitthvað. Er það ekki í lagi elsku stelpur mínar?
Besta að fara að glósa það merkilega í sögu spænskra kvikmynda.
Já, ég gleymdi. Það var hægt að gera við þvottavélina, var bara einhver takki sem var farinn. Viðgerðarmaðurinn sagði samt að hún væri farin að leka og mótorinn alveg að syngja sitt síðasta svo við verðum líklega að kaupa okkur nýja vél eftir áramót. Það er bara kassi.is, hlýtur að vera einhver að flýja kreppuna sem vill losa sig við þvottavél. Þurftum svo bara að borga fyrir útkallið, ekkert fyrir viðgerðina. Ég hef þessi áhrif á viðgerðarmenn sko. Þegar einhver gaur koma að skoða þurrkarann einu sinni gaf hann mér útkallið. Held að þeim finnist ég bara svo stelpuleg eitthvað að þeir geta ekki hugsað sér að rukka mig. Enda á ég enga peninga, hahaha.
Yfir og út.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að skapið er að batna.
Þú býður okkur bara í barnaafmæli þegar við verðum komnar sjálfar með litla málfræðinga (hvenær sem það nú verður).
Hlíf 2.12.2008 kl. 16:29
Gott að heyra að þú ert hressari ;) Mér líst voða vel á kaffi milli jóla og nýárs! Það verður allavega einhver bið í lítinn málfræðing hjá mér þannig að það er fínt að byrja á kaffinu bara :D
Einu sinni kom maður heim að gera við uppþvottavélina og það eina sem hann þurfti að gera var að taka einn tannstöngul úr einhverju stykki. Hann rukkaði mig 8.000kall fyrir það!!! Ég hef greinilega engin áhrif á viðgerðarmenn, slepp aldrei við að borga svona dót!
Gyða 2.12.2008 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.