..

Sko, þetta mjakast. Síðasta þunglyndisfærsla var . en er núna .. Tveir punktar eru betri en einn.

Ég vildi ég gæti sagt ykkur öllum hvað er í gangi svo þið hélduð ekki að ég væri alveg búin að missa það en það gengur bara ekki. Og er kannski líka óþarfi.

Ég er bara búin að sofa 11 tíma samtals síðastliðna þrjá sólarhringa. Ég held að það geri hvern sem er andlega vanheilan. Ég bar ligg og stari upp í loftið þótt líkaminn öskri á svefn. Hugurinn hefur alltaf verið sterkari líkamanum.

Annars sagði stelpukona við mig í dag að ég væri að ganga í gegnum erfitt tímabil og mætti alveg eiga erfitt. Það sem skipti mestu væri að vinna sig út úr hlutunum og það væri ég að gera. Flott hjá mér.

Stundum þarf bara að segja einföldustu hluti við mann. Sérstaklega þegar það er vonlaust að bara harka af sér.'Það er í lagi að þú sért leið.' Já, ok. Þá líður mér strax betur.

Yfir í annað. Sat á biðstofu í dag og las Vikuna. Frekar leiðinleg aflestrar en í henni var þetta gullkorn frá barni á aldrinum 4-8 ára: Þegar einhver elskar þig segir hann nafnið þitt öðruvísi. Þú bara veist að nafnið er öruggt í munninum á þeim.'

Nákvæmlega. Alltaf eru það börnin sem hitta naglann á höfuðið.

Rakel var líka með ást á hreinu þegar ég spurði hana hvað hún væri:

'Þú ert ást.'

Ekki í fyrsta skipti sem hún segir það við mig. Knúsaði mig einmitt um daginn og sagði að ég væri ást. InLove

Í sturtunni áðan var mamman að útskýra hvað foreldrar væru. Fólk sem á börn. Ekki endilega sem fæðir börn þar sem hvorki pabbar né allar mömmur gera það heldur fólk sem eignast barn á einhvern hátt.

Eftir sturtu sátum við inni í eldhúsi og borðuðum sjúklegasta bestasta æðislegasta eftirrétt sem ég hef búið til og nokkurn tíma hefur verið borðaður. Og þá. Já, þá héldum við áfram að spjalla um foreldra og Hrund sagði í gríni:

'Oooooog í næstu viku lærum við hvað amma og afi eru.'

'Og kind' bætti Rakel við, alltaf með á nótunum.

Já, í næstu viku lærum við um kindina krakkar mínir.

Við og spúsan stefnum á rúmið klukkan níu í kvöld svo það er best að ég fari að kústa tennur og fái konuna til að ýta á hnútana í öxlunum aðeins.

Þriðja vikan í skólanum. Og ég bara í bullinu.

Haldiði að ég geti þetta???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú getur allt sem þú vilt!

inam 26.1.2009 kl. 21:36

2 identicon

auðvitað geturðu þetta! Promise :)

Vá hvað Rakel getur verið fyndin!! Kind?! hahaha :D 

Þúrt best!

Gyða 26.1.2009 kl. 23:59

3 identicon

Hahaha kind!

Hlíf 27.1.2009 kl. 11:24

4 identicon

Tu puedes, tu puedes! :)

Tinna Rós 27.1.2009 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband