28.1.2009 | 20:21
-
Nú eru ekki lengur punktar heldur er komin lína. Hún er kannski dauf en hún er sýnileg.
Fékk yndislegt símtal í dag. Átti ekki von á því en þótti svo innilega vænt um það og leið miklu betur á eftir.
Ég á svo góða vini. Á hverjum degi gleðst ég yfir því.
Svo á ég líka litla konu sem er alltaf svo mikið lasin. Þótt hún vilji ekki kannast við það og ekki hætta að reykja og ekki taka vítamín. Hún var veik alla síðustu viku og er eitthvað slöpp aftur núna. Við vonum að það sé ekki vegna þess að hún var að skafa fúguna í sturtunni í gær en hún er öll í sveppum. Namminamm. Hún er líka alveg að farast í bakinu greyið.
Hún skrölti með mér og rauðhaus í Bónus en var alveg búin á eftir. Ég gerði því hennar heimilisverk líka og var svo búin að gera svaka fínt fyrir hana þegar hún var búin að lesa fyrir Rakel. Lét renna í sjóðheitt bað og setti út í það algjöra töfrablöndu: Birkisafa, appelsínuilmkjarnaolíu og kvefolíu. Allt lífrænt og til þess gert að hreinsa öndunarfæri og slaka á vöðvum. Hún liggur þarna núna umkringd kertum með kaffi og súkkulaði og appelsínusafa með klökum. Tók svo til hrein föt og kókosolíu og setti sjampó og handklæði við baðkarsbrúnina svo hún þurfi ekkert að teygja sig eða beygja.
Sjitt hvað hún á góða konu.
Barnið er svo að springa úr gleði yfir því að Gyðan komi með að sækja hana á morgun. Hún er búin að bíða alla vikuna.
Hún sagði okkur daginn að Elísabet Rós og Gyða væru bestu vinkonur hennar. Bogamannsklíkan.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:23 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku elsku! Hún er sko líka uppáhalds hjá mér!!! Skilaðu til hennar að ég hlakki rosa til að sjá hana á morgun :) skoða tröllabókina og svona :)
Gyða 29.1.2009 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.