23.3.2009 | 15:17
Klikkað veður
Veðrið er með geðhvarfasýki og haldið miklum valkvíða eins og svo oft í mars. Maður fer út í sumarjakka og er næstum frosinn í hel klukkutíma seinna þegar tekur að snjóa.
Við vorum allar of þreyttar til að fara í íþróttaskólann á laugardaginn auk þess sem hann er drepleiðinlegur. Þessa önn hefur Rakel yfirleitt verið eina 4 ára barnið með einhverjum bleiurössum og ögrunin er enginn. Þótt þessi íþróttaskóli Háskólans sé ódýr finnst mér þetta nú fyrir neðan allar hellur, það verður að hafa ákveðið marga í hverjum aldurshóp. Hún fer ekki aftur í þetta, ætlum að athuga með fótboltanámskeið næst.
Sváfum bara og dúlluðum okkur, keyptum inn, borðuðum pulsu og fórum svo í bíó á mjög góða teiknimynd verð ég að segja. Fórum svo til tengdó að skottast og ég og Rakel fórum í göngutúr niður á höfn og fengum næstum varanleg ör í andlitið eftir brjálaðasta haglél allra tíma. Snæddum hjá tengdó og héldum svo heim sælar.
Ég og Rakel fórum í morgunkaffi til mömmu á sunnudaginn á meðan svefnpurkan Hrund hélt sig heima. Hún er nú svo morgunfúlasta manneskja sem ég þekki, ég held að þetta gæti vel orðið skilnaðarorsök. Við fórum svo að sjá Kardemommubæinn og oh my hvað það var gaman. Augun ætluðu út úr höfðinu á Rakel af spenningi allan tímann, hún kann söguna utan að og það var þvílík upplifun að sjá ræningjana í eigin persónu. Fórum heim í pizzubakstur og blómastúss eftir leikritið og höfðum það gott.
Hrund kom svo heim með veikan kút um ellefuleytið í morgun. Hún var pínu heit í gær og sagði mér að henni væri illt allstaðar í morgun og þegar hún var á leiðinni út í leikskólanum ældi hún á pollagallann sinn. Hrund bauðst til að koma með hana heim og þrífa fötin þar sem hún á mun auðveldara með að þrífa ælu en ég. Þær voru nú búnar að þrífa allt þessar elskur í leikskólanum svo Hrund gat farið strax aftur. Ég og Rakel skriðum upp í rúm og krílið steinsofnaði og svaf í tvo tíma. Hún er hins vegar mjög slæm í maganum og hafði greinilega orðið brátt í brók í svefni svo ég þurfti að skutla henni í baðið og þrífa litla barnarassinn. Svo hefur hún hlaupið á klósettið um billjón sinnum síðan hún vaknaði og stundum þarf að skipta um brækur í leiðinni. Auk þess er hún með hita litla skinnið.
Ég á að vera að skrifa ritgerða í spænsku en er svei mér þá farin að fá martraðir út af henni. Ætla til mömmu annað kvöld og byrja þá ef ég verð ekki byrjuð (sem væri nú fínt). Mamma á það til að losa um ritstíflur hjá mér með nærveru sinni einni saman.
Rakel situr í sófanum og hlustar á Pétur og úlfinn. Borðaði einn eplabát en vill ekkert meir. Mamma ætlar að koma við á eftir með bláberjasúpu og gatorade fyrir angann litla. Ég er að hugsa um fá mér vöfflurnar sem ég bakaði og krílið hefur enga lyst á.
Svo er það bara bústaður um helgina. Yndislegt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:18 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.