Ljúft

Helgin upp í bústað var hreint út sagt fullkomin. Við spúsan dúlluðum okkur á föstudagskvöldið og eftir að ég var farin í háttinn föndrað Sprundin og dútlaði við gjöfina mína. Fékk yndislega mynd, ljóð og einstaklega fallegt kort frá henni, gamaldags vog og Íslenska orðsifjabók. Eftir morgunmat fórum við í göngutúr í brjáluðu veðri og stuttu seinna komu Rósa og Gestur. Við spiluðum og dunduðum okkur þar til restin af liðinu kom: Hlíf og viðhengi, Gyða og viðhengi og Katla mín. Kvöldinu eyddum við í grill, spil, spjall og pott og ég skemmti mér konunglega. Fékk líka símtal frá Oddu poddu sem var það eina sem vantaði í afmælið. Á sunnudeginum var guðdómlegt veður og allir fengu sér göngutúr og bröns fyrir brottför. Við Hrund fórum seinastar um fimm og vorum heldur betur lengi á leiðinni heim. Föttuðum rétt hjá Borgarnesi að við höfðum gleymt öllum matnum í ísskápnum svo við snérum við og leiðinni til baka tókum við sömu puttaferðalanga upp í bílinn og voru á leið í Húsafell á föstudeginum. Keyrðum svo í brjáluðu roki og skafrenningi megnið af leiðinni og svo hvasst var á Kjalarnesi að bílum var hleypt í hollum og umferð stöðvuð í mestu hviðunum. Þetta var ævintýri út af fyrir sig.

Sprundin var svo eftir sig að hún er orðin veik en hún dröslaði sér samt með rauðhaus í búð í gær að kaupa gjöf handa mér og þær færðu mér blóm og bökuðu gulrótarköku sem verður borðuð á eftir. Í morgun var Rakel svaka spennt og hljóp og náði í alla pakkana sem ég opnaði upp í rúmi. Fékk Múminálfakex og flotta peysu frá henni, allskonar Nicaraguaglingur frá pabba og dekur frá mömmu og systkinum. Í kvöld ætlum við fjölskyldan plús mamma, Bebe og Einsi bró á Asíu og á eftir fá allir köku og mjólk hér heima.

Takk fyrir allar hamingjuóskirnar og gjafirnar. Þetta er alveg yndislegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingu með daginn Díana mín.

tengdó 31.3.2009 kl. 11:15

2 identicon

Til hamingju með afmælið!

Hlíf 31.3.2009 kl. 12:12

3 identicon

Til hamingju með daginn elsku Díana mín. Múminálfakex er örugglega besta gjöf sem hægt er að fá (allavegana frá Rauðhausi).

Knús á þig og alla familiuna, heyri í þér í kvöld eftir vinnu.

odda podda 31.3.2009 kl. 12:47

4 identicon

Til haaaamingju með afmælið elsku Díana mín! :)

Gyða 31.3.2009 kl. 17:34

5 identicon

Til hamingju með daginn aftur og þakka þér kærlega fyrir að nefna mig með nafni en ekki sem "viðhengi".

Gestur 8.4.2009 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband