1.5.2009 | 09:50
Ha?
Ég get svo svarið það að persóna í morgunsjónvarpinu sem Rakelita er að horfa á sagði 'þú þarna heimski TÍKARTITTUR'.
Er það ekki einum of gróft???
Annars fór Rakel að tala um barnaherinn í Afríku á dögunum eða börn með byssur í Afríku sem þurfa að skjóta fólk. Kom í ljós að hún hafði að eigin sögn verið að horfa á eitthvað myndband (hvar varstu að horfa á þetta krakki, ekki hjá okkur) frá Rauða krossinum með brúðunni Hjálpfúsum sem deildi þessu með börnunum.
Er það ekki einum of gróft líka fyrir 4 ára börn???
Rakel sprurði mig í gær hvort hún væri ekki sdillingur. Jú, því var ég sammála, hún er mikill snillingur.
'Glitra ekki í mér augun líka' vildi hún vita. Jú, að sjálfsögðu unginn minn.
Hrund er í óvissuferð með vinnunni og er búin að vera í burtu síðan í gærmorgun. Ég held að hún hafi bara aldrei brugðið sér af bæ yfir nótt enda fékk ég símtal frá fullri Hrund á miðnætti sem gubbaði því klökk út úr sér að hún vildi bara koma heiiiiiiiiim. Hún vissi varla hvar á landinu hún var sem var gott því hún hafði fengið þá hugmynd að láta pabba sinn sækja sig og keyra sig heim. Ég sagði henni að hætta þessari vitleysu, leyfa mér að fara að sofa og bannaði henni að koma heim fyrr en ferðin var búin. Sagðist svo elska hana sem kom fram nokkrum tárum í viðbót. Litla skinnið.
Við Rakel unum okkur hins vegar vel. Höfum það næstum of gott. Rakel fór í afmæli í gær sem var brjálað sport og svo buðum við okkur í mat til mömmu. Nú situr barnið inni í herbergi, spilar á trommurnar og syngur 'það má gefa litla bróður snúúúúúð'. Greinilegt að hún ætlar að spilla sínum komandi systkinum.
Við erum á leið í sturtu, ætlum svo til ömmu/langömmu að leika okkur úti í garði og það er aldrei að vita nema við förum í bíó.
Bara kósý hjá okkur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:29 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tíkartittur.. í alvöru, barna efni er ekki barna efni lengur
Oddný 2.5.2009 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.