19.6.2009 | 08:51
Hátíð og tau
17. júní var í alla staði góður. Fórum í útskriftarveislu til Rósu og þar á eftir á víkingahátíðina í Hafnarfirði líkt og síðastliðin 3 ár. Rakel fékk gasblöðru og var ekki lengi að velja sér dýrustu Spidermanblöðruna. Fékk líka litla leirflautu sem maður fyllir með vatni og blæs í og þá gefur hún frá sér fuglahljóð. Ég hef sjaldan séð neitt eins fallegt og ljómandi andlit stelpunnar minnar þegar hún komst upp á lagið með að flauta eftir að hafa baslað við það smá stund. Gráblá augun galopin og dansandi freknur á kartföflunebbanum sem lyftist upp um leið og varirnar í brosi sem náði hringinn. Óvenjumikið af krökkum með nammisnuð á hátíðinni og ég pældi í því í fyrsta skipti að Rakel hefur aldrei fengið neitt þannig. Auðvitað algjör óþarfi en möguleikinn hafði bara aldrei hvarflað að mér. Vil halda því þannig sem lengst. Við fengum okkur bara rjúkandi kjötsúpu mæðgurnar og nutum mannlífsins.
Fórum svo í heimsókn til tengdó og á eftir kúrðum við Hrund upp í sófa og horfðum á mynd. Eitthvað sem Hrund finnst pínu erfitt að gera með mér þessa dagana þar sem meðgönguþokan hefur verið að aukast undanfarið og ég er orðin hræðilega utan við mig. Þetta veldur því að ég skil ekki plottið í sögunni, fylgi ekki söguþræði og þarf sífellt að spyrja Hrund að einhverju. Hún er hins vegar alltaf svo þolinmóð þessi elska.
Fór á taubleiukynningu í gær sem ég kom reyndar sjálf í kring. Fannst ekki seinna vænna að byrja á þessu. Þetta er frekar dýr startpakki svo það er gott að kaupa þetta smám saman. Sé fyrir mér að ef ég kaupi allt sem ég vil og miða þá við að barnið verði með taubleiur á leikskólanum og ég þvoi bleiur annan hvern dag kosti þetta um 60.000 krónur. Að meðaltali kosta bréfbleiur fyrir eitt barn um 240.000 krónur. Fyrir utan það að það tekur eina bréfbleiu 500 ár að eyðast. Viðbjóður. Auk þess er hægt að nýta taubleiurnar á næstu börn eða selja þær. Þetta borgar sig margfalt. Og þið sem vitið ekkert um þetta: Þetta er alveg hrikalega auðvelt.
Ég ætla að nota prefolds til að byrja með (og venjulegar gasbleiur í bland). Þetta eru óbleiktar, gamaldags taubleiur sem búið er að sauma á ákveðinn hátt og svo brotnar til að fá bleiulögun. Svo kaupir maður festingu sem tyllt er í bleiuna til að halda henni saman. Utan yfir eru notaðar bleiubuxur og er nóg að eiga 2-3 buxur. Þetta er auðveldlega hægt að nota allt fyrsta árið (og allt bleiutímabilið ef maður vill) og ég stefni að því, sérstaklega á meðan ég eða Hrund erum heima með barnið. Svo ætla ég að safna one size vasableium og all in one til að eiga þegar barnið fer á leikskóla og ef maður er eitthvað á ferðinni. Það væri æði að eiga 10-15 stykki. Vasableiurnar eru með innleggi sem stungið er í vasa inn í bleiunni og dregur í sig rakann. Ef barnið pissar bara má svo taka það innlegg og setja annað inn í bleiuna sjálfa (næst barninu, ekki í vasann) og þá er hægt að nota bleiuna tvisvar. Þessar bleiur eru fljótar að þorna og mjög þægilegar og ýkt flottar. Góðar á leikskólann. All in one eru akkúrat það, innleggin eru saumuð inn í bleiuna og þessar eru hvað líkastar bréfbleiunum. Eru aðeins ódyrari en þessar fyrri en koma í stærðum (one size er fyrir svona 4-16 kíló með stillanlegum smellum og riflás). Þetta er bara hrikalega spennandi og sniðugt. Svo er hægt að fá gjafabréf sem er mjög hentugt ef einhver vill gefa okkur og krílinu eitthvað.
Ég var ekkert smá spennt þegar ég kom heim og sýndi Sprundinni sem brosti yfir ákafa mínum. Var svo glöð að hún skyldi taka vel í þetta og leyfa mér að ráða þessu bara, hefði ekki viljað vera í sporum þeirra á kynningunni sem fengu ekki leyfi frá manninum sínum eða áttu eftir að fá það. Annars byggja fordómar gagnvart tauinu á fáfræði, þetta er ekki eins mikið mál og áður, hreinlega ekkert mál. Hverjum er ekki sama um eina auka vél. Keypti líka eina pínkulitla bambusbleiu en bambusinn er mjöööög rakadrægur svo hún er fín á nóttunni fyrir lítil kríli. Keypti einnig babmusinnlegg sem ég get skellt í bleiuna til að auka rakadrægni. Greip svo með mér samfelluframlengingar þar sem taubleiurnar taka sumar (ekki allar) aðeins meira pláss en bréfið og þá er gott að geta lengt samfellurnar smá utan um litla rassa.
Sjitt hvað þetta er spennandi.
Sem ég handfjatlaði allar þessar litlu bleiur sló það mig allt í einu að við Hrund erum að fara að eignast barn. Minntist einmitt á þetta við hana fyrr um daginn þar sem við skoðuðum barnaföt í Hagkaup. Við höfðum svolítið fyrir þessari baun og vorum búnar að þrá hana svo lengi, bíða svooo lengi eftir að fá að byrja að föndra við hana, og markmiðið var alltaf að ég yrði ólétt. Hugsuðum aldrei svo langt að við myndum á endanum fá barnið okkar í hendurnar.
Ég get ekki beðið. Eða jú, ég get beðið því það er gaman líka. En vó, er eiginlega bara að átta mig á því núna að erum að fara að eignast barn. Erum búnar að kaupa agnarlitlar buxur, húfu, vettlinga og skó. Ótrúlega gaman að skoða þessi litlu föt. Ætla að reyna að gefa mér tíma um helgina til að fara í gegnum barnaföt a Rakel.
Hlakka til.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:05 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér líst vel á það Díana að þú hugsir út í þessi bleiumál. Reyndar man ég hvað ég var glöð þegar pakkableiur fóru að vera á viðráðanlegu verði. Notaði þetta einungis spari eða í ferðalögum þegar Hrund var lítil. Einhvern tímann lærði ég eitthvað ótrúlega sniðugt bleiubrot...verð að rifja það upp...mjög gott fyrir litla rassa.
So sorry með matinn 17. júní. Veit vel að það þarf nú ekki mikið til að ófrísk kona missi matarlystina og Jánsinn viðurkenndi nú þegar líða tók á kvöldið að þetta hafi verið svoldið klúður. Hann bara hugsar ekkert út í það að lítil stúlka þarf að fara snemma í bólið sitt hvort sem það er 17. júní eða ekki.
Vildi að ég gæti komið í útskriftina þína, verð með þér og þínum í huganum. Kíki á ykkur um hádegið á morgun með útskriftargjöfina þína.
Knús í Skipasundið frá ömmunni
tengdó 20.6.2009 kl. 01:09
Þið bjóðið okkur bara í mat seinna, þú ert nú vön að töfra eitthvað fram handa okkur. Heimsóknin var notaleg þrátt fyrir ósamvinnuþýðan kjúkling.
Hlakka ekkert smá til að sýna þér bleiurnar sem ég er búin að kaupa, er alveg búin að ákveða framhaldið eins og þú sérð og finnst þetta svo skemmtilegt.
Hafðu það gott í húsmæðraorlofinu.
knús.
dr 21.6.2009 kl. 18:59
Hæ Díana mín.
Litli bossinn á þessu heimili er taubleyubossi og það er eitthvað sem ég sé ekki eftir að hafa farið út í ;)
Ég keypti 24 stykki í öllum regnbogans litum í einum pakka með innleggjum á ebay og sparaði hellings pening þannig. Mæli með því að skoða þar.. ég held að ég hafi borgað í kring um 30.000. kall fyrir herlegheitin með tollinum rétt eftir að kreppan skall á, svo verðið hefur varla hækkað mikið síðan þá :D Þær halda sér rosalega vel, búin að nota þær alla daga síðan og ekki nema ein ónýt (og já það var víst algjörlega okkur að kenna, slysaðist með öðru í vélina á allt of háum hita) og ekki skemmir fyrir að þær eru stækkanlegar bæði á klof-og mittislengdina.
Það borgar sig allavegana að skoða þar áður en maður fer að versla þær á fullu verði hérna heima ;)
R. Tanja 27.6.2009 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.