21.6.2009 | 19:31
Helgin
Yndisleg helgi. Var ásamt rest af vinnufjölskyldu og einu viðhengi boðin í mat til Antons á föstudaginn. Einstaklega ljúfur matur og ljúfur félagsskapur. Náði í Sprundina seint um kvöldið og við skelltum okkur í afmæli til Nínu fínu sem við rákumst á fyrir tilviljun á fimmtudaginn. Ekkert smá gaman að hitta hana og algjör nostalgía að standa úti á palli heima hjá foreldrum hennar í Grundarlandi. Hitti líka Aldísi æskuvinkonu sem var æði. Við Hrund fórum svo niður í bæ á Barböru og hittum Ölbu og allar hinar lessurnar sem við vorum einmitt að spá í hvar væru eiginlega. Höfum lítið sem ekkert stundað þenna stað en verður líklega breyting þar á eftir þetta. Títa er að vinna á barnum og það var ekkert smá gaman. Ég gat, þrátt fyrir óléttuna sem reglulega minnir á sig, dansað nær stanslaust í rúma tvo tíma. Hrund fylgdi mér í bílinn um fjögur um nóttina og hélt svo aðeins djamminu áfram með Ölbu.
Eftir sturtu á laugardaginn fór ég svo í græna útskriftardressið og skellti mér á útskrift. Var svo stolt af mér að hafa þetta af eftir allt sem á undan er gengið og svo glöð fyrir að vera ólétt og deila þessum degi með konunni, mömmu og systkinunum yndislegu að ég var alveg að fara að skæla. Er á einhverju svakalega gráttímabili þessa dagana.
Ég fékk að ráða för það sem eftir lifði dags og dró Sprundina með mér í Kringluna. Hún keypti sér buxur og tvo boli fyrir afmælispeninginn og ég eina peysu og svo keyptum við pínkulitlar smekkbuxur, erum báðar með algjört smekkbuxnablæti. Að hennar áeggjan fórum við svo á læknavaktina þegar búðirnar lokuðu þar sem ég var orðin svo slæm í vinstri þumalputtanum. Fór fyrst að finna fyrir óþægingdum fyrir viku og skrifaði þau á bjúg. Verkjaði í kjúkuliðinn (eða hvað þetta heitir) og átti erfitt með beygja puttann. Þetta hefur svo smá versnað og í gær gat ég ekki beygt puttann sem var stokkbólginn. Kom í ljós að hringur sem ég hef verið með á fingrinum í mörg ár var farin að þrengja allmikið að og er það óléttubjúgnum skemmtilega að kenna. Hringurinn þrengdi að sinunum í puttanum sem aftur olli svona líka svæsinni sinaskeiðabólgu. Ég er sem sagt með sinaskeiðabólgu í kjúkuliðnum á þumalputta. Hringurinn er farinn af og ég komin með stífan plástur svo ég noti liðinn sem minnst og hann jafni sig sem fyrst.
Sprundin bauð mér út að borða eftir læknisheimsóknina og svo kúrðum við uppi í sófa og vorum voða ástfangnar sem er svo gaman.
Í dag skreið Hrund um uppi á háalofti og henti niður til mín fatapokum. Næstu tímarnir fóru svo í að flokka barnaföt af Rakel og pakka niður aftur. Gott að fá yfirlit yfir þetta, sérstaklega ungbarnafötin. Eins og mig minnti eru þau hrikalega bleik enda ekki eitt einasta snifsi keypt af okkur. Margt samt sem má nýta. Vantar helst pínkulitlar samfellur og heilgalla og ég væri nú alveg til í einhverjar síðerma samfellur í fallegum litum. Spurning líka um að kaupa útigalla, svolítið stór þessi minnsti sem við eigum.
Er búin að gera tékklista og ætla að vinna í því að týna til, fá lánað eða kaupa það sem er á honum. Það er víst hellingur sem þarf að undirbúa fyrir svona lítið kríli.
Rakelin kemur heima á mogun. Get ekki beðið. Finnst hún alltaf nýkomin frá pabba sínum þegar hún fer aftur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:36 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju elsku Díana mín með útskriftina, sautján kossar á hvora kinn. Ég er svo mikill illi að ég stein gleymdi að hringja á laugardaginn en heyri í þér í vikunni.
Kveðja í kotið
Oddný 21.6.2009 kl. 23:48
Til hamingju með útskrift!
Innilega takk fyrir komuna á föstudaginn! Rosa gaman að fá ykkur og svo mætið þið bara með litla barnið næst eins og hérna um árið með rauðhaus:)
Takk líka fyrir gjöfina, ekkert smá flott og Hrund er algjör snillingur!
xxx
Nína Margrét 22.6.2009 kl. 10:35
Það var svo gaman að rekast á þig og vera boðin í þetta fína afmæli. Var nýbúin að tala um þig við Hrund og var að kvarta fyrir því að hafa ekki séð þig svo lengi.
Við mætum pottþétt að ári liðnu með litla peðið.
Knús.
dr 22.6.2009 kl. 12:56
Díana mín, það bíður þín útskriftargjöf í efri stofuskápnum næst eldhúsinu. Þú getur sent Hrund að ná í hana...eða beðið þar til ég kem heim og get þá boðið ykkur í mat...án þess að grilla. Haltu áfram að blómstra. Luv ya..She
tengdó 22.6.2009 kl. 13:43
Ætlum við þiggjum ekki bara heimboð þegar þú ert komin aftur til landsins. Man nú ekki alveg hvenær þú kemur annars, var það ekki bara næstu helgi? Við stefnum á útileg næstu helgi, kemur í ljós. Verðum bara í bandi:)
dr 22.6.2009 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.