Fjölskyldan

Núna er litli unginn okkar orðinn 26 cm og hálft kíló! Bara pínkulítil manneskja finnst mér. Hár og augabrúnir er farið að vaxa og hvít blóðkorn farin að myndast. Barnið fer nú að bregðast við hávaða og strokum á maga og slíku. Komin 22 vikur í dag. Ótrúlegt.

Er farin að finna vel fyrir hreyfingum. Fylgjan dempar auðvitað en ég finn sko alveg krílið hnoðast alla daga. Þau hljóta að sparka í svefni þessi kríli því annars sefur þetta barn aldrei. Held að það snúi eitthvað undarlega þessa dagana því ég hef ekki fundið eins mörg spörk undanfarið og sérstaklega hafa þau verið mjög neðarlega. Örvænti samt ekki þar sem það er dagamunur á þessu hjá krílunum. Spörkin eru nógu mörg á dag til þess að ég sé róleg. Tók dopplerinn fram í morgun og hlustaði á hjartsláttinn. Geri það reglulega þótt ég finni fyrir unganum, þetta er svo yndislegt hljóð.

Annars var ég svo hamingjusöm í gær eitthvað. Það er svo langt síða við stelpurnar mínar höfum átt rólega stund eftir vinnu og leikskóla, það kemur í mig stússfílingur með sumrinu og við höfum endalaust eitthvað verið að útrétta. Ekkert svoleiðis í gær. Þegar ég kom heim vorum stelpurnar að þæfa ull og leika sér, kátar og glaðar. Ég hófst handa við matseldina og naut mín við það að venju. Þegar lasagnað var komið í ofninn settist ég hjá Hrund inni í stofu og við bjuggum til útilegutékklista. Erum komnar með tékklista fyrir Malarrif en vantaði þennan. Heyrðum blaðrið í rauðhaus þar sem hún lék sér með nýju dýrin sem við gáfum henni inni í herberginu sínu.

Við borðum svo og Rakel vildi fá að vita hvað við hefðum gert í vinnunni. Hún elskar þegar mamma hennar segir sögur af leikskólanum og svo segir hún sjálf frá með tilþrifum. Ég setti Rakel í bað og á meðan hún kafaði með sundgleraugun sín sat ég hjá Hrund inni í eldhúsi og spjallaði við hana meðan hún vaskaði upp. Skar svo niður fullt af ávöxtum sem við borðuðum í eftirrétt. Þegar Rakelin var komin upp í rúm kúrðum við Hrund uppi í sófa og horfðum á sjónvarp. Eftir gott bað fékk ég stórt og mikið knús frá konunni minni, eitt spark í bumbuna frá krílinu og þá var ég tilbúin fyrir svefninn. Las auðvitað aðeins fyrst.

Er hægt að biðja um meira?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skemmtilegt blogg Díana og...númer hvað notar Rakel af fötum núna????

tengdó 24.6.2009 kl. 21:06

2 identicon

Við vorum að kaupa nærföt á hana um daginn í 116 og það er ekki svo langt síðan við keyptum buxur í sömu stærð sem eru alveg að verða passlegar núna. Held sumst að það sé númerið.

Ef þú sérð síðerma samfellur í 56, 62 og 68 sem eru EKKI skráðar sérstaklega fyrir hvort kyn (helst í litum eða bara hvítar) máttu alveg grípa með þér, eigum svo lítið í þeim stærðum. Of ef þú sérð nærskyrtur á Rakel (keyptum þrjár í í hagkaup á Rakel fyrir morðfjár) á góðu verð máttu líka grípa það með. Bara svona ef þú sérð eitthvað.

dr 25.6.2009 kl. 08:19

3 identicon

Ég get alveg sagt þér það strax Díana mín a ég kaupi EKKI samfellur nr. 56. það er á baby born dúkkur...og barnið í þínum maga er þegar orðið 26cm...en ég hef hinar stærðirnar í huga og ég vissi líka að Rakel vantar boli...það bara er ekki mikið úrval að nærbolum hér í Danmörku á sumrin, veit ekki af hverju.

tengdó 25.6.2009 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband