25.6.2009 | 08:38
Fnff
'Það sést í annað rasskinnið á þér' kallað Rakel á eftir svefndrukkinni móður sinni um þrjú í nótt. Hún vaknaði tvisvar með stuttu millibili, einu sinni til að pissa held ég (annað hvort er ég andvaka eða rotuð í óléttunni og ég rétt rumskaði við bröltið í þeim í fyrra skiptið) og svo stuttu seinna við martröð. 'Ég dreymdi illa' grét hún og ég sagði henni að koma upp í. Þegar hún var augljóslega búin að jafna sig (var farin að blaðra út í eitt eins og henni einni er lagið) sendi ég Hrund með hana inn í rúm. Hún getur enn haldið á henni, eitthvað sem ég get engan veginn þessa dagana. Þegar Sprundin skreiddist inn í rúm fannst Rakel svo nauðsynlegt að benda henni á að nærbuxurnar sætu ekki rétt eins og áður segir frá. 'Ég kalla ekki oft á þig' gólaði hún. 'Ekki heldur þegar þú sefur ...'
Annars var krílið ekki sátt við að vera sakað um að sparka lítið og var með partý í gær. Skýr skilaboð sem enduðu með einu svo kröftugu sparki um kvöldmatarleytið að ég hrökk við og missti næstum næringarríka pulsuna, sem ég var að borða, úr höndunum. Litla partýljón.
'Má ég finna barnið mitt sparka í kvöld þegar þú ferð að sofa' bað Rakel um daginn. Vissi að mamman hafði fengið að finna spark á þeim tíma og vildi vera með. Getur ekki beðið eftir að finna fyrir litla barninu sínu. Ég held að það hljóti að fara að koma að því og segi henni það á hverjum degi.
Annars var mamma í Fjarðarkaupum í gær og var sko heitt í hamsi í morgun á leið í vinnu. Hún hafði séð það svart á hvítu, eða bleikt á bláu, sem ég vissi ... Föt niður í pínkustærðir eru mismunandi eftir því hvort þau eru ætluð stelpu eða strák. Á nýfædd börn er ekki hægt að kaupa hvítar samfellur, það er nauðsynlegt að merkja börnin strax og gefa þeim kynhlutverk.
'Rosalega er þetta allt bleikt' varð Hrund að orði þegar við fórum í gegnum barnafötin hennar Rakelar sem hún notaði fyrsta árið. Allt gefins eða meira og minna. 'Svona er þetta þegar fólk veit kynið' benti ég henni á. Fólk er svo heilaþvegið að það ræður ekki við sig og gefur 'stelpu'- og 'strákaföt'. Þetta gerir mig klikkaða. Maður þarf liggur við að halda því leyndu í nokkra daga á eftir fæðingu líka hvers kyns barnið er svo maður fá ekki allt bleikt eða blátt á sængina.
Sem betur fer held ég að það hafi ekki farið fram hjá neinum að ég og Hrund berjumst gegn því að kynhlutverkum sé þröngvað upp á Rakelina og að sjálfsögðu mun það verða eins með næsta barn. Sem betur fer held ég að fólk viti að í okkar huga er grænt og gult og fjólublátt og rautt og appesínugult og allir hinir litirnir flottir fyrir stráka og stelpur.
Verð að róa mig niður áður en ég fer í mælingu á eftir hjá ljósunni á þessum blessaða háþrýstingi sem ég er með.
Annars er miklu meira sem þarf að redda fyrir barnið en ég bjóst við. Það er hlutum. Það vantar barnastól, vöggu, borð og bala ofan í til að baða barnið í og ömmustól. Ætla líka að kaupa burðarpoka eða sling og vil eiga svoleiðis alveg frá fyrstu vikunum. Ætla að reyna að komast á burðarsjalakynningu. Ofantalið ætla ég að reyna að fá lánað en veit ekki alveg frá hverjum. Bílstólinn leigi ég en borðið og balann sem Rakel átti er Robbi búinn að gefa frá sér. Ætli við kaupum ekki eitthvað þar sem við stefnum hvort sem er á haug af börnum. Veit ekki.
Stefnum á útilegu á föstudaginn. Fórum í gær til afa og fengum lánaða veiðistöng, Rakel langar svo hrikalega mikið til að veiða. Ætlum á Úlfljótsvatn en þar er veiðileyfi inni í 1000 kallinum sem maður borgar fyrir gistingu. Fórum í gær og keyptum nesti og erum orðnar ýkt spenntar.
Mamma mína sætasta fínasta á afmæli í dag. Flottasta og bestasta kona sem ég veit um. Þakka fyrir hana á hverjum degi. Til hammara með ammara elsku múttistinn minn, þú er alveg eðal og hefur alltaf verið.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:44 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég hélt að Hrund hefði á barnastól, held að það sé barnarúm í bílskúrnum, það er til skiptiborð ofan á rúmið sem er mjög þægilegt, baðborði ofan á baðið hlýtur að vera hægt að kaupa...
Og skilaðu kveðju til mömmsunnar þinnar í tilefni dagsins.
tengdó
tengdó 25.6.2009 kl. 10:15
Ah, ég meinti bílstól. Hef engar áhyggjur af barnastól. Vissi líka af barnarúminu og var búin að gera ráð fyrir að við myndum fá það lánað, vil bara endilega fá vöggu fyrst;) Við eigum lítið skiptiborð til að setja ofan á rúmið og borðið undir balann er ekki nauðsynlegt ...
Öllu má redda, ég veit. Hélt bara að það væri miklu meira til ...
dr 25.6.2009 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.