25.6.2009 | 11:02
...
Meinti að okkur vantaði bílstól, ekki barnastól, verður lítið mál að redda honum. Ömmustólinn þarf heldur ekki strax en er voða gott að hafa. Bílstólinn myndum við leigja þar sem þeir eru foc**** rándýrir.
Var í mælingunni áðan og er rétt á mörkunum. Á líklega eftir að enda á lyfjum en vonandi ekki strax. Fór hálfan hring í barnavöruversluninni Ólavía og Ólíver og sjiiiiitt hvað allt er dýr. Minnti mig reyndar á að okkur vantar skiptitösku þar sem sú sem var notuð fyrir Rakel var komin í hengla. Sérstakar skiptitöskur kosta þetta frá 10.000 sem er algjör geðveiki. Sá að ódýrasta borðið með bala kostar 10.000, eitthvað um 6000 án bala. Ekkert rosalegt en samt alveg slatti. Maður notar þetta ekki svo lengi. Spurning um að láta balann bara nægja þangað til þau geta bara farið í baðkarið. Get fengið fallega vöggu með dýnu fyrir rúmar 12.000 en hún er reyndar ekki á hjólum.
Annars er ég ekkert mjög stressuð yfir þessu, finnst stússið alveg skemmtilegt. Lifði bara í þeim misskilingi að við ættum allt sem er kannski ekki alveg raunin. En bara gaman að skoða og pæla ...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
búin að kaupa slatta af samfellum á krílið í hinum ýmsu stærðum, aðallega litlum og eitthvað meira krúttlegt. Finn enga boli á Rakelítuna. Skil alveg að þér finnist gaman að skoða og á ekki von á öðru en að krílið fái fullt af gjöfum þegar það kemur í heiminn. Gaman að fylgjast með pælingunum í þér...og vonandi líður einhver tími sem blóðþrýstingurinn hangir nægilega neðarlega...luv ya allar saman sætu skipasundsstelpur
tengdó 25.6.2009 kl. 15:56
Takk :)
Sjáumst. Vorum að spá í að kíkja á þig seinnipartinn á sunnudag ef þú verður heima. Komum líklegast beint úr útilegunni.
dr 26.6.2009 kl. 09:26
Líst vel á sunnudaginn...hvert á að fara í útilegu?
tengdó 26.6.2009 kl. 09:30
Við ætlum bara á Úlfljótsvatn. Svo þægilegt hvað þetta er nálægt en samt út úr bænum. Aðstaðan mjög góð og veiðileyfi innifalið svo við ætlum að munda veiðistöngina á morgun. Verðum líklega ekki svo seint á ferðinni á sunnudag svo það verður tilvalið að líta inn hjá þér.
Ekkert smá ánægð með þessar samfellur, ekkert til hérna eiginlega. Mamma var líka mjög ánægð, ætlar þá bara að einbeita sér að vöggunni:)
dr 26.6.2009 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.