29.6.2009 | 15:15
Útilega og sumarfrí
'Vaxa muffins á tré' vildi barnið vita þar sem við sátum í bílnum, átum muffins og stefndum á Úlfljótsvatn. Bwaahaha ... Sæta stelpa.
Útilegan var æði. Alveg frábær. Aðstaðan mjög góð og veðrið ekki síðra. Lentum reyndar í bjálaðri umferðarteppu á leiðinni út úr bænum en við Sprundin hlustuðum bara á útvarpið og Rakelin lagði sig aðeins. Slóum svo upp tjaldi þegar við komum á áfangastað, grilluðum hamborgara og nutum kvöldsólarinnar.
Á laugardaginn fékk Rakel að renna sér óteljandi ferði í risastórum hoppukastala sem var á svæðinu á meðan við kyrnum sáum varla út úr augunum fyrir mýi. Enduðum með flugnanet á höfðinu sem var ótrúlega ljúft en Rakel vildi ekki sjá það. Eftir hoppukastala fékk hún að leika sér aðeins á öllum þremur leikvöllum svæðisins og svo fengum við okkur grillað brauð í hitanum. Það var nefnilega steikjandi hiti og ég var hreinlega að leka niður þegar sólin braust fram úr skýjunum.
Ákváðum að munda veiðistöngina eftir hádegismat og var það hin mesta skemmtun þrátt fyrir engan afla. Rakel var komin úr öllum nema stuttermabolnum og buslaði í vatninu. Hún sýndi svo ótrúleg tilþrif við veiðmennskuna og stóð með beran bossann úti í vatninu og kastaði eins og atvinnumaður án allrar hjálpar. Ég stóð hreinlega á öndinn af hrifningu. Hrund undi sér líka vel og á tímabili sat hún með veiðistöngina, bros á vör og fjarrænt blik í augum á meðan Rakel skríkti í vatninu og ég kom mér fyrir á bakinu með sólina á andliti og bumbu. Yndislegt alveg hreint.
Grilluðum að sjálfsögðu kvöldamt og lékum okkur. Fengum okkur svo kakó og kleinur fyrir svefninn og lágum heillengi allar þrjár inni í tjaldi, lásum, knúsuðumst og spjölluðum.
Sunnudagurinn var líka heitur en svolítið vætusamur. Náðum að taka góðan sprett á hjólabát sem var skemmtilegt en brjálæðislegt púl. Rakel sat í fremri röð og skipaði fyrir eins og herforingi á meðan ólétta konan og reykingarmanneskjan reyndu að hjóla á móti straumnum. Pökkuðum því næst saman öllu hafurtaskinu og héldum í bæinn. Kíktum í heimsókn til tengdó sem kom færandi hendi frá útlöndum að venju, fengum svooo fallegar samfellur á krílið og föt á Rakel. Fórum í pottinn og í mat til mömmu og höfðum það ótrúlega gott.
Í morgun náði Robbi í Rakel og verður hún með honum í sumarfríi í tvær vikur. Þau ætla í ferðalag svo við mömmurnar sjáum krílið ekkert fyrr en laugardaginn 11. júli, hrikalega langt þangað til eitthvað en þau munu skemmta sér og við Sprundin getum notið þess að vera barnlausar.
Þyrfti samt helst að fá fríi á mánudegi til þess að jafna mig eftir svona ferðalög, er alveg hrikalega syfjuð eitthvað ...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.