Bebisen

Komin 23 vikur í dag og er með svo mikinn bjúg að ég hef þyngst um 800 g á einni viku. Hef samt ekki þyngst mikið í heildina en þessi bjúgur er klikkun. Búin að bæta vatni með sítrónu á bjúglosunarlistann og passa að drekka ekki of mikið af vatni sem ég er deffinítli að gera. Væri nú gaman að vakna einn morgun og geta stigið í fæturna án þess að tárast af sársauka eða geta beygt puttana almennilega í morgunsárið. Er svo aum í höndunum að ég á tíma hjá lækni í dag. Þumalputtarnir á mér eru hættir að virka sem skyldi og það er kvöl og pína að reyna að beygja þá. Verst finnst mér að bjúgur hefur ekki góð áhrif á háþrýsting (eða öfugt, man það ekki) en þetta tvennt fer yfirleitt saman. Veit ekki hvernig ég væri ef ég væri ekki að reyna allt til að koma í veg fyrir bjúginn. Ætla að panta tíma í nálastungu á eftir, Linda gras getur hjálpað með bjúginn, og svo er ég að fara í meðgöngunudd á morgun sem getur líka gert kraftaverk. Svo er það sundið, verð að gjöra svo vel að drulla mér þangað. Af hverju ætli heitapottar hafi ekki þessi bjúglosandi áhrif sem kaldara vatnið hefur?

Annars hef ég tvisvar verið spurð (og síðast í gær þegar ég var gráti næst yfir fílamannssyndrominu og þurfti að troða mér í sandalana sem ég kemst venjulega í í ullarsokkum) hvort ég hafi lagt af. Jibbí kóla. Held reyndar að það sé bókað mál að ég hef sjálf ekki fitnað. Ég er bara eins og vatnsblaðra og svo vega baunin, legvatnið og fylgjan víst eitthvað. Ég er að reyna að vera dugleg og láta þyngdina ekki hafa áhrif á mig en þið vitið hvernig ég er. Langaði bara upp í aftur í morgun eftir vigtun og þurfti að harka af mér svo ég færi ekki að háskæla. Hef verið ánægð með mig hingað til og dáðst að bumbunni en eftir því sem ég þyngist meira á ég erfiðara með að höndla þetta allt saman. Finnst ég stundum algjör vibbi í speglinum og ekki mögulega geta litið vel út. Bara muna að þetta er allt þess virði ...

En eftir þetta kvart og kvein er gott að hugsa um krílið sem fer í kollhnísa þessa dagana inni í mér og sparkar stundum svo fast að ég hrekk við. Það er núna orðið 28 cm og 550 g, það opnar og lokar augunum, sýgur þumalinn, heyrir vel og fær hiksta. Vísir að barnatönnum er að myndast fyrir neðan vísinn að fullorðinstönnunum og línur hafa myndast í lófum og á fingrum sem verða svo að fingraförum. Taugafrumur hafa nú náð þroska og byrja bráðum að tengjast saman og mynda heilstætt taugakerfi.

Trúið þið þessu? Ég er með litla manneskju inni í mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu kerla!

Ég er alltaf í sundi að synda, ef þú vilt joina mér einhvern daginn, sláðu þá á þráðinn: 8634342! Finnst sund vera allra meina bót, fer í sund ef ég er með vöðvabólgu eða hvaða líkamsþjáningar sem geta átt sér stað. Synda hægt og rólega eða eins og í keppni, loves it! Hringdu stelpa og drífum okkur í sund, ekkert hitapottasull neitt enda verður mér hálfbumbult ef ég sit of lengi í þeim!

inam 1.7.2009 kl. 11:46

2 identicon

Vá, ég ætla sko að taka þig á orðinu með þetta. Verðuru meira og minna heima í sumar?

Annars á ég líklega bara eftir að fljóta um eins og hvalur eða labba fram og til baka í grunnu lauginu. Það er víst ekki mælt með því að maður syndi bringusund svona óléttur, slæmt fyrir grindina, og ég er stórhættuleg mér og öðrum þegar ég reyni við skriðsund eða baksund.

En félagsskapinn þigg ég með þökkum og aldrei að vita nema ég bjalli á þig á um helgina, ertu eitthvað laus þá heldurðu?

dr 1.7.2009 kl. 13:05

3 identicon

Ég er búin að vinna uppúr 13:00 á laugardag en gæti verið á leið að vesenast með einhverja hesta. Svo er ég eins og laus og liðug og hægt er að vera á sunnudaginn!

Verð heima alveg fram í ágúst og er alltaf til í sund er búin að taka ástfóstri við að synda um!

inam 1.7.2009 kl. 14:23

4 identicon

Stefnum á sunnudaginn, verðum í bandi. Þú mátt velja laug!

dr 1.7.2009 kl. 15:00

5 identicon

Hey Díana, það er bombukona hérna að vinna með mér sem er líka að drepast úr bjúg og hér er dýralæknir sem ráðlagði henni að borða granatepli, nú sel ég það ekki dýrara en ég keypti það en það virkar víst!

inam 1.7.2009 kl. 17:46

6 identicon

I'm on it!!!

dr 1.7.2009 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband