7.7.2009 | 14:51
Hvíld
Helgin var yndisleg. Vorum boðnar í mat til tengdó á föstudag og eyddum kvöldinu þar. Borðuðum úti í sumarhitanum, fórum í pottinn og spjölluðum. Skelltum okkur niður í bæ á laugardaginn, einnig með tengdó, keyptum brjóstahaldara á Hrund, fengum okkur ískaffi á kaffi París og hlustuðum aðeins á jazz á Jómfrúnni. Snæddum spænskan saltfisksrétt hjá mömmu ásamt systkinum mínum og Hlín, æskuvinkonu mömmu. Fórum ekki heim fyrr en þrjú um nóttina, þvílikt stuð og kjaftablaður. Eyddum sunnudeginum í kósýheit, fengum Hlín og mömmu aðeins í heimsókn en annars tókum við því bara rólega, horfðum á video og borðuðum indverskan kjúklingarétt sem ég eldaði.
Byrjaði svo að finna fyrir tíðum samdráttum á sunnudaginn sem hafa haldið áfram og í gær bættist við túrverkjaseyðingur með samdráttunum. Talaði við ljósuna mína og það endaði með því að við fórum upp á fæðingardeild í tjékk. Sem betur fer var leghálsinn langur og lokaður eins og hann á að vera svo að það er ekkert sem bendir til yfirvofandi fæðingar eins og stendur. Núna er bara að sjá hvað gerist á næstu dögum. Ég var send heim með töflur sem vonandi fækka samdráttunum og skipað að hvíla mig. Það er á mörkunum að krílið sé lífvænlegt núna svo það má alls ekki koma.
Mér finns þetta hrikalega erfitt. Var í svo miklu spennufalli eftir að ég kom heim að ég grét úr mér augun. Þess meðganga ætlar aldeilis að reynast mér erfið. En mér er sama hveru erfið hún er, hún má alls ekki enda strax. Núna er bara að liggja á bæn og vona að allt falli í eðlilega skorður, ég trúi því að það geri það og það sé bara aðeins verið að stríða okkur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:58 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Díana mín, mikið rosalega þykir mér leiðinlegt að lesa að meðgangan gangi ekki eins vel og maður myndi óska sér.
En eins og þú segir þá er þetta allt þess virði, það þori ég að fullyrða og stend með alla leið. Hef því miður reynsluna af því að ganga með "dýrari týpuna", kostaði mig geðheilsuna að ganga með þennan gullmola, átti mjög erfiða meðgöngu í all flesta staði, en þetta var allt þess virði og miklu meira en það!
Þú átt eftir að verða svo ánægð með þetta allt þegar þú færð litla fallega krílið þitt í hendurnar, pínkulítið, brothætt og guðdómlega fallegt. Það er ekkert í heiminum betra en það að fá barnið sitt í hendurnar og þessvegna lætur maður sig hafa þetta.
bið fyrir þér og sendi þér alla mína bestu strauma.
R.Tanja 7.7.2009 kl. 19:18
Takk elsku frænka. Auðvitað er þetta allt þess virði. Geðheilsan, líkaminn, allt. Trúi því að þetta kríli ætli að halda sér fast í margar vikur í viðbót.
Díana Rós og Hrund og dæturnar Rakel og Röskva, 7.7.2009 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.