Klikk!

Ég verð klikkuð. Ég hef nú sofið frekar illa alla meðgönguna og eðlilega hefur þetta farið versnandi á lokasprettinum. Brjóstsviði og bakflæði og martraðir og samdrættir og verkir og pissuvesen.

EN ER ÞETTA GRÍN!!!! Ég hef ekki sofið í bráðum viku, ekki síðan ég varð lasin. Var vön að ná allavega svona tveggja tíma dúr fyrst og dorma svo restina af nóttinni en vanlíðanin í veikindunum veldur því að ég sef ekki neitt bara. Sef kannski fyrsta hálftímann eftir að ég fer upp í rúm og vakna svo á svona korters fresti. Meika ekki að vakna fjórum sinnum á sama klukktímanum. Enda svo með því að vera andvaka frá svona hálf þrjú, gefast að lokum upp og koma mér fyrir inni í stofu þar sem ég á erfitt með að anda í liggjandi stöðu. Fyrst var hitinn að fara með mig og svo hóstinn. Mamma greyið varð skelfingu lostin að heyra í mér í verstu hóstakösunum á föstudaginn, hélt hreinlega að ég væri að kafna. Mér leið eins og einhver hefði kveikt í lungunum og að bumban væri að rifna. Ég get svo svarið það að ég hlýt að vera kviðsltin efftir þessi köst.

Í gær rann upp fyrsti hitalausi dagurinn en þá fékk ég í staðinn skyndilega hálsbólgu og eyrnaverk fyrir utan að vera alls ekkert hress þótt hitinn sé farinn. Núna er mér svo illt í hálsinum að ég get EKKERT sofið. Svaf í klukkutíma áðan og er svo bara búin að vera vakandi og klukkan er focking korter yfir sjö um morgun. Ég er bókstaflega að missa vitið. Reyni svo að leggja mig á daginn en næ yfirleitt bara klukkutíma og vakna rennsveitt og illa.

Mig bara dreymir um svefntöflu. Ætla á læknavaktina á eftir. Neita að trúa að þessi hálsbólga sé eðlileg, hlýt að þurfa að pensilín. Var samt hjá lækni á föstudaginn og það kom ekkert út úr stroki. Þetta er bara orðið hundrað sinnum verra og ég virðist ekki ætla að verða frísk.

Ég er orðin klikk. Vola bara af vanlíðan og get ekki meir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aei, elsku diana min! Vona ad tu nair ter asap, adur en lille bebe bankar uppa. Myndi benda ter a ad fa ter heitt vatn, viski og sitronu en ef heyrt ad tad se ekki maelt med afengisdrykkju a medgongu.

 Knus fra buddo! Hey...get eg fengid lykilordid a barnaland siduna. Langar ad fylgjast med ykkur domum!

inam 11.10.2009 kl. 13:06

2 identicon

:( Vonandi fer þetta bráðum!!

Gyða 11.10.2009 kl. 19:14

3 identicon

Farðu og fáðu svefntöflu elsku dúllan!

Ég fékk svefntöflu síðustu næturnar á minni meðgöngu og þær gerðu kraftaverk.

Trúðu mér þú þarft að vera út kvíld!

Tanja bjarnadóttir 12.10.2009 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband