14.10.2009 | 09:25
Jæks
38 vikur í dag og nú má barnið bara fara að koma svo ég geti fengið mína ljósu í heimaþjónustu (hún fer til útlanda 1. nóv).
Er búin að setja það helsta í spítalatöskuna ...
Get ekki beðið eftir að sjá ungann minn. Trú varla að þetta sé að fara að skella á.
Bara svona til að hafa það á hreinu þá á ég ekki von á því að vera lengi á spítalanum ef allt gengur vel. Ég sé því ekki fyrir mér heimsóknir á spítalann nema frá tengdó og stóru systur. Auðvitað geta fleiri kíkt ef við verðum eitthvað lengur en ég ætla að vera ýkt ströng á því að fólk hringi á undan sér og athugi hvernig standi á, líka þegar við erum komin/komnar heim, ekki bara mæta allt í einu. Hef aldrei verið með hvítvoðung áður og tengslamyndun, ró og næði fyrir alla fjölskylduna skiptir öllu.
Ég veit að þið vitið þetta elskurnar en það verða auðvitað allir svo spenntir þegar nýtt ljós kemur í heiminn. Bara hringja á undan eða við hringjum í ykkur. Og svo verða allir að þvo sér um hendur eða spritta þær áður en krílið er kjassað, það verður regla númer eitt, tvö og þrjú.
Það fá einhverjir útvaldir skilaboð þegar ég fer af stað en annars ætlum við ekkert að útvarpa þessu fyrr en eftir fæðingu. Svo set ég nú eins og eina mynd hér inn og Sprundin líklega á Fésið.
Úff, hvað þetta er spennandi. Vona bara að við þurfum ekki að bíða í fjórar vikur í viðbót!
Innskot, skrifað seinna: Eitthvað virðist stefna í heimsóknarbann á spítalanum út af flensunni og þá má bara enginn koma í heimsókn nema makinn. Við sjáum hvað setur, maður verður víst að fara varlega.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:40 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Allir orðnir svoldið spenntir að litli boltabúinn líti dagsins ljós. Vona nú að svínaflensan komi ekki í veg fyrir að mamma þín fái að vera viðstödd fæðinguna. Það er svo ómetanleg lífsreynsla að vera viðstödd fæðingu barnabarnsins. Hrund hefur einhverjar áhyggjur af því að hún verði bara til trafala, en málið er að maður nær því ekki að vera meðvirkur þegar önnur kona er í fæðingu, maður veit bara hvað er að gerast í líkamanum en finnur ekki fyrir þeim og ég veit að Hrund mun standa sig vel. Vona líka að ég og Rakel megum koma á spítalann og kíkja á krílið, hún er svo ótrúlega spennt. Reyndar ef allt gegnur vel verður þú komin heim daginn eftir. Hlakka óskaplega til að fá barnabarn númer 2. Luv ya, She
tengdó 14.10.2009 kl. 10:25
Ég held að maður megi enn ráða hverjir fá að vera viðstaddir fæðingu og það verði frekar lokað á heimsóknir. En já, ég hefði nú vilja fá þig og stóru sys upp á deild en annars verður að hafa það.
Stórefa að Hrund verði fyrir, get ekki ímyndað mér að gera þetta án hennar!
Barna nr. 2, barnabarn nr.2, brjáluð spenna:)
dr 14.10.2009 kl. 13:15
Barn átti þetta að vera:)
dr 14.10.2009 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.