23.11.2009 | 17:24
Ég er alveg á leiðinni ...
... að fara að setja inn myndir. Set kannski einhverjar inn hér en ætla annars að breyta barnalandssíðunni hennar Rakelar í sameiginlega síðu fyrir þær systur og skella þar inn einu albúmi tileinkuðu Röskvu þar sem við eigum svo svakalega mikið af myndum af henni. Annars mun ég bara hafa eitt albúm fyrir þær báðar í framtíðinni. Slóðin verður þá rakelogröskva.barnaland.is og lykilorðið það sama. Vantar bara myndavélina hjá tengdó svo ég geti sett myndirnar sem eru þar inn á flakkarann og þá get ég gert þetta.
Síðasti tími annarinnar á morgun (held ég, ætti kannski að gá að því). Aldrei að vita nema ég fari ef mamma fær frí til að passa. Þetta er samt frekar langur tími en ég myndi bara vera með kveikt á símanum. Annars hef ég nú alveg verið að skreppa frá Röskvulingnum stund og stund. Farið í Bónus t.d. og á dekur og djamm hjá Léttsveitinni. Fór svo á laugardaginn með mömmu og Elísabetu niður í bæ og keypti tvær jólagjafir. Sat með þeim á kaffihúsi og spjallaði og gat verið eitthvað annað en mamma í smá stund. Gaf bara unganum áður en ég fór, skyldi hann sofandi eftir hjá mömmu sinni og vissi að ég hefði þá alveg tvo tíma. Fór líka út á sunnudeginum í smá stund. Ég og mamma kíktum í Gerðuberg þar sem konur voru að lesa upp úr bókum sínum, eldhúsáhaldasafn Þórarins Eldjárns var til sýnis og sýning í gangi tileinkuðu bókinni Óreiða á striga eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Ótrúlega gaman.
Þetta var bara svo kósý helgi. Við sváfum og knúsuðumst þrjár uppi í rúmi (rauðhaus hjá pabba sínum). Við mömmurnar þurftum ekkert að deila athyglinni á skotturnar og (sem getur verið smá ögrun) og spjölluðum við ungann sem er farin að brosa til okkar engillinn sem hún er. Ég var í miklu húsmóðurstuði og þvoði örugglega sex vélar, skellti í vöfflur og súkkulaðiköku og var með heitan kvöldmat og alles. Vaskaði upp eins og herforingi á milli þess sem ég skellti barninu á tútturnar. Við spúsan eyddum svo kvöldunum uppi í sófa við sjónvarpsgláp. Það er vesen með Skjá 1, okkur vantar réttan myndlykil og á meðan horfum við bara á RÚV. Og það er bara fullt að horfa á, miklu meira en hefur verið.
Hrund er farin að vinna aftur svo við Röskvan erum hér tvær á daginn. Það er bara kósý. Unginn vill helst vera í fangi alla daga og öll kvöld en sefur svo eins og steinn í vöggunni á nóttunni (yfirleitt) svo maður getur ekki kvartað. Er bara með hana í burðarsjalinu á daginn svo é geti aðeins um frjálst höfuð strokið. Hjúkkan kom áðan og vigtaði krílið og skoðaði og eins og venjulega fékk það toppeinkunn. Það er ekki að spyrja að þeim sem eitt sinn voru frostpinnar, hvað geta þeir annað verið en hörkuduglegir? Hvað þá ef þeir eru með skvettu af mínum genum.
Er svo heppin að Rósa frænka getur sótt Rakel á leikskólann núna þegar Hrund er byrjuð að vinna. Svo fer ég að prófa að fara með ungann í göngutúr í vagninum og sækja rauðhaus sjálf þegar veður leyfir. Er ekki alveg tilbúin enn þá, ungamamman sem ég er. Ætli við tökum ekki fyrsta göngutúrinn um helgina allar fjórar mæðgurnar.
Þarna sé ég eldri dótluna mína með frænku sinni. Skrifa meira seinna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:26 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ó, ljúfa, dásamlega líf!
Dagmar 24.11.2009 kl. 12:47
Þokkalega. Samt ekki fyndið þegar Röskva ákveður að það sé sport að vaka til að verða fimm allar nætur. En annars samt mjög ljúft.
dr 24.11.2009 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.