Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
17.11.2008 | 10:34
Heil vika
Já, það er heil vika síðan ég skrifaði síðast. Ég er bara búin að vera á fullu að læra. Kom mér loks í það að byrja á ritgerðinni sem ég á að skila í næstu viku og náði að skrifa helminginn í liðinni viku, helvíti gott finnst mér bara. Og það er ekkert smá gaman að skrifa hana, Eva Luna eftir Isabel Allende út frá feminísku sjónarhorni. Ég fer alveg á flug þegar ég byrja að skrifa þótt það sé auðvitað aðeins erfiðara að skrifa á spænskunni fallegu heldur en á mínu ástkæra.
Hef svo bara verið dugleg í minni hreyfingu (hef samt bara lést um 100 gr á einhverju þremur vikum en er samt svo glöð að ná því að standa í stað, það er algjört kraftaverk), þrifið mína krúttaraíbúð með minni krúttarakonu, knúsað mit krúttarabarn og bara krúttast eitthvað. Mest samt lært og verið að drepast úr þreytu þar sem ég sef aldrei á nóttunni. Er núna búin að smita Hrund sem bara liggur og svitnar og er andvaka og byltir sér og heldur fyrir mér vöku. Við erum nú meiri ...
Helgin fór í að þrífa ælu og ýmislegt þakið ælu eins og dýnu, sæng, föt, föt ,föt, lítinn kropp, hár, mæður, gólf ... Rakelin byrjaði að æla aðfaranótt laugardags og gerði það svona líka hressilega. Og mikið svakaleg er ælulyktin leiðinleg, neitar að fara úr fötum sem búið er að þvo og af gólfum sem búið er að skúra þrisvar, þar af einu sinni upp úr ediki. Við höfum aldrei brennt jafn mörg reykelsi og kveikt á jafn mörgum ilmkertum og á laugardaginn. Ákváðum líka að taka smá jólabakstur til að hafa ofan af fyrir lasarus og fylla húsið bökunarlykt. Laugardagurinn var bara ýkt kósý þrátt fyrir þvott á ælufötum og lítinn, lystarlausan og auman lasarus með augnsýkingu.
Ég fór og hitti vinnufjölskylduna á laugardagskvöldið og eins og vanalega var það algjör gæðastund sem við áttum. Yndislegar þessar stelpur mínar. Endaði kvöldið á minn sérstaka hátt, með því að meiða mig en ég er snillingur í því. Var að hlaupa niður Laugarveginn í átt til Hlífar sætu þegar ég rann í hálkunni og skall í götuna. Lenti á maganum og hökunni og hef sjaldan meitt mig eins mikið. Kom heim með mar og skurði á báðum hnjám, marða lófa, kúlu út úr hökunni og illa krambúleraðan þumalputta. Hrund lá andvaka á bedda inni hjá Rakel (ákváðum að það væri best ef hún byrjaði að æla aftur) og fór á fætur og hjúkraði mér. Hélt köldum þvottapoka við hökuna og kyssti á öll meiddin. Var svo mjög lurkum lamin þegar ég vaknaði í gær og held að þumalputtinn hafi orðið verstur úti og þar sem hann er svo nauðsynlegur gat ég eiginlega ekkert gert. Sprundin þurfti að klæða mig í og úr skóm og hneppa höppum. Ég er samt aðeins skárri í puttanum í dag svo ég hef líklega ekki brákað hann.
Eyddum gærdeginum hjá ömmu og mömmu og höfðum það bara rosa gott.
Annars erum við að læra um hinsegin fræði í Straumum og stefnum þessa dagana og mikið er það skemmtilegt. Ég hef lesið svo mikið af greinum um þessi fræði þar sem ég skrifaði ritgerð um þau og Kristínu Ómarsdóttur (uppáhalds rithöfundinn minn) í Íslenskri bókmenntasögu. Þetta var fyrsta bókmenntaritgerðin sem ég skrifaði í Háskólanum svo ég var pínu óörugg þegar ég var að skrifa hana en ég skemmti mér konunglega. Og ekki var verra hversu hrifinn kennarinn var af henni og að fá 9,5 fyrir hana. Alltaf gaman að monta sig!
Svo vil ég benda ykkur á að Skjár einn er að sýna breska þáttaröð sem heitir Sugar Rush og er algjör snilld. Þetta er önnur serían og eru tvö ár síðan hin var sýnd. Þættirnir eru um unga lesbíu og hennar líf og bæði eru þeir raunsæ lýsing á lífi hennar og ótrúlega fyndnir og skemmtilegir. Þeir eru sýndir klukkan 23:30 á sunndögum sem er stórundarlegur tími fyrir breska verðlaunaseríu. Ástæðan fyrir þessum ömurlega sýningartími er líklega vegna þess að þættirnir eru um lesbíu (meðal annars, þetta eru nátla bara þættir um líf venjulegrar stelpu) og það þykir svo "dónlegt". Svo sýndu þeir þætti um einhverja hóru klukkan tíu á virkum degi og eru núna að fara að sýna seríu tvö um manninn sem gerir ekkert annað en að drekka og r**a. Ótrúlegt. En ég sem sagt mæli með þessum þáttum, við Hrund fundum seríu tvö á Laugarásvideo fyrir tilviljun þegar við vorum að leita að seríu eitt þar. Ég er farin að kunna þessa þætti utan að. Og þeir eru skemmtilegir þótt þið séuð ekki lesbíur sko.
En núna ætla ég að fara að skrifa um feminisma.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.11.2008 | 15:53
Freytt
Úff, já ég er svo þreytt. Er aldrei jafn þreytt og eftir helgar. Annaðhvort sef ég ekkert út af djammi eða morgunhressum rauðhaus. Eða bara bullinu í hausnum á mér. Æ, #geisp#
'Augun mín lýsa í myrkri' tilkynnti rauðhaus okkur Hrund í gær.
Noh!
'Og þegar ég snerti puttann minn þá fæ ég straum.'
Aldeilis rafmagnað barn.
Hún sagði okkur líka að köngilær væru ekki með lýsandi augu (ekki skrítið miðað við hvað Rakel finnst þær ljótar og leiðinlegar).
'Þær sjá ekkert í dimmunni, bara í morginum.'
Ég skil. Í morginum.
Í gær þegar búið var að lesa og syngja og signa og kyssa og allt það dró hún skyndilega lítinn fót undan sænginni.
'Ég er með straum í fótinum' kvartaði hún og ég nuddaði og strauk og kyssti allar litlu tærnar.
'Af hverju ertu með straum í fætinum' vildi ég vita. ' Ertu að meina að þú sért með náladofa' spurði ég.
'Nei, ég er með straum í honum' (stupid ég).
'Hvernig fékkstu hann' vildi ég þá vita.
'Ég var bara að gera mitt besta og þá fékk straum í'ann'
Það er nefnilega það. Hún var bara að gera sitt besta barnið.
Sat hér heima á föstudagskvöldið og lærði í gríð og erg. Drakk tvo litla bjóra við ritstíflu og var hörkudugleg. Hrund var að líma eða smíða eða eitthvað fyrir mömmu sína á verkstæðinu. Horfðum á vin minn Wallander leysa morðgátu þegar hún kom heim og fórum svo að sofa. Svo þreyttar og gamlar.
Snúsuðum aðeins á laugardagsmorguninn en drusluðum okkur svo á fætur og drukkum kaffi. Hrund fór aftur á verkstæðið og ég lærði (ji, en spennandi líf). Við tókum okkur svo til og fórum á árlegt dekur og djamm hjá Léttsveitinni með mömmu og Rósu og tengdó. Vorum búnar að opna einn kaldan um þrjú og héldum svo bara áfram í rólegheitum eftir það.
Fórum heim eftir dekrið og Tryggvi og Katla, kærastan hans, bættust í hópinn. Fórum svo aðeins til Rósu og þar á eftir niður í bæ. Það var bara svaka fjör. Drama líka að sjálfsögðu. En fjör. Annars verður líka fínt að taka sér drykkjupásu þegar prófin byrja.
Ég og Sprundin þurftum svo mikið að tala og bauka eitthvað að við vorum ekki að sofna fyrr en upp úr sex um morguninn. Vorum samt bara hressar í gær. Gengum frá þvotti, vöskuðum upp, horfðum á sjónvarpið, drukkum kaffi, hlustuðum á Bob Marley og kveiktum á reykelsi, föndruðum og lærðum.
Fengum Rakelina okkar heim, skveruðum okkur upp, keyptum blóm og fórum til tengdó sem var afmælisbarn dagsins. Borðuðum kjúkling og höfðum það kósý.
Hrund fór svo að smíða og ég eitthvað að dingla mér. Horfðum svo á Hulk og borðuðum ís og fórum allt of seint að sofa.
En halelúja. Náði loks að byrja á ritgerðinni í dag. Það er alltaf erfiðast að skrifa fyrstu efnisgreinina en núna er ég búin með hana. Stefni á að klára svona 3-5 bls. í þessari viku. Komaso.
Sjitt, verð að fá mér kaffi, er handónýt hérna.
Er bara komin með valkvíða yfir fuglum og búrum og eitthvað. Vil samt grænan gára, held bara einn frekar en tvo (en við erum samt ekki alveg búnar að ákveða okkur) og væri til í að sjá búrið hennar Gunnsu áður en við tökum öðrum tilboðum.
Rakel á eftir að tryllast úr gleði þegar hún sér gaukinn. Það er spurning hvort hann verði jafnoki hennar, krakkinn þagnar sjaldan (talar meira að segja upp úr svefni) og hef grun um að það sé svipað með fuglinn.
Það verður bara bla bla bla allan daginn.
Flott.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.11.2008 | 15:37
Gleði og glaumur
Í gær bauðst kona/stelpa, sem þekkir mig aðeins í gegnum spjall á netinu, til að gera ótrúlega fallegan hlut fyrir mig og Hrund (ég get ekki sagt hvað það er, ekki enn þá allavega svo þið verðið bara að vera forvitin). Þessa ókunnugu konu langaði til að hjálpa mér bara af því bara sem er yndislegt. Á tímum kreppu og bara hvenær sem er.
Gyða er búin að lána okkur fuglabækur og búin að bjóðast til að lána okkur búr og hitt og þetta og myndi líklega gefa mér annan fótinn á sér ef ég bæði hana um það ... Nei, segi svona, en hún er algjört gull þessi stelpa.
Tinna er líka búin að bjóðast til að lána okkur búr og Arna til þess gefa okkur fugla.
Ég þarf nú ekki að nefna mæður okkar sem ávallt bera okkur á höndum sér.
Í dag sagðist leikskólastjórinn á leikskólanum hennar Rakelar jafn vel vera búin að redda Hrund vinnu ef hana vantaði eina enn þá.
Kristín hlustar endalaust á röflið í mér og Hlíf stappar í mig stálinu þótt hún sé sjálf að drukkna í vinnu og bara öllu sem fylgir lífinu.
Katlan fylgist vel með okkur og gleðst fyrir okkar hönd og Oddný er alltaf alltaf alltaf á sínum stað.
Svo á ég yndislega fjölskyldu.
Þetta er bara allt svo yndislegt að ég leyfi mér að vera væmin svona síðdegis á föstudegi.
Svo má ég ekki gleyma að ég á konu sem dýrkar mig og fullkomið barn sem er svo fyndið að ég hef aldrei vitað annað eins. Í gær sagði gullið mitt:
'Mér er svo freytt að halda á þessari sleipu'
Hún hafði verið beðin að halda á sleif þar sem hún sat við eldhúsborðið og fylgdist með mér, Rósu og Hrund að stússast. Hún tók hlutverk sitt alvarlega og hélt sleifinni á lofti (datt ekkert í hug að leggja hana bara á borðið). Undir lokin var hún orðin svo óskaplega þreytt af því að halda á henni, blessað barnið, og því fegnust þegar hún fékk leyfi til þess að leggja hana frá sér.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.11.2008 | 16:13
Algjört kraftaverk!
Já, það er sko algjört kraftaverk að Sprundin skuli vera KOMIN MEÐ VINNU á þessum síðustu og verstu. Hún byrjar á mánudaginn á leikskólanum Maríuborg og við gætum ekki verið sáttari. Takk fyrir allan stuðninginn elskurnar mínar, ég hefði ekki getað þetta án ykkar þótt þetta hafi verið stutt tímabil. Áttaði mig á því hversu mikil áhrif þetta hefur haft á mig þegar Hrund hringdi í mig áðan til að segja mér fréttirnar. Ég titraði og skalf og var nær brostin í grát, kunni ekki alveg við það þar sem við vorum nokkrar heima hjá Gyðunni. Núna get ég einbeitt mér að náminu og skrifað eitt stykki ritgerð.
Við ætlum að panta okkur pizzur á eftir á Rizzo (fancy í tilefni dagsins) og fá okkur boozt í eftirrétt (sem ég er með æði fyrir núna, úr því að ég er búin að ná í matvinnsluvélina/blandarann er ég ekkert að fara að setja græjuna upp á hillu aftur). Rósa ætlar að kíkja á okkur og gleðjast með okkur og við ætlum allar að jólagjafastússast eitthvað.
Svo vorum við Hrund búnar að ákveða að gefa Rakelinni páfagauk í afmælisgjöf (mig hefur langað í páfagauk í mörg ár) ef Sprundin fengi vinnu og þar sem sú er raunin fjölgar líklega í fjölskyldunni í desember. Gyða er búin að lána mér úber kúl fuglabækurnar sínar svo núna getum við undirbúið okkur.
Gaman, gaman!
Ég geri mér vel grein fyrir því hversu lánsöm fjölskylda mín er og ég þakka fyrir það á hverju kvöldi áður en ég loka augunum.
Ég samdi eitt lítið ljóð í tíma áðan eftir að hafa fengið þessar gleðifréttir frá spúsunni:
Eins og ofurlétt snerting engils
á vanga
er fögnuðurinn
uppfullur af létti
Besos
4.11.2008 | 09:13
Litla ljósið
Litla ljósið mitt er svo sannarlega gleðigjafi í lífi mæðra sinna.
'Mammí, þessi hyrningur, á hann þetta skott, þessi hyrningur?'
Já, Rakel mín, þetta er sporðurinn á háhyrningnum.
Nú er Rakelitan mín orðin svo stór að við erum búnar að stækka rúmið hennar (vorum með það í minnstu stillingu og erum núna með það í annarri af þremur). Við fengum kodda hjá mömmu og dúnsæng hjá Valdísi móðu og svo lumaði mamma á einum Mulanrúmfötum og einum með myndum af Kardemommubænum síðan systkini mín voru lítil. Litla, dekraða ömmubarnið fékk svo líka glæný rúmföt, sérvalin í Ikea frá mömmu og hefur því nú allt til alls. Við fórum líka í gegnum allt dótið hennar og týndum úr óþarfa og röðuðum því sem eftir var upp á nýtt. Rauðhaus lítur út eins og lítil baun í þessu stóra rúmi með þessa stóru sæng í þessu fullorðinslega herbergi. Og bráðum verður hún 4 ára. Og svo heimtar hún tvö systkini þessa daga. Júlíus einn og sér dugir ekki lengur. Bráðum Rakel mín, ef guð lofar, bráðum.
'Sjáðu mammí sængina mína, ég er með svo fína gúmmísæng'
Hu?
Það endaði með því að hún dró skilningslausa mammí inn í herbergið sitt og benti á sængina sem sást glitta í innan í rúmfötunum. 'Gúmmísæng!!!!'
Já, Rakel mín, ég skil, þú átt við að þú eigir dúnsæng. Það mun vera rétt.
Anginn minn fór svo að skæla í gær þegar ég sagðist vera að fara í ræktina og að amma myndi koma og lesa fyrir hana. 'Mér finnst svo leiðinlegt að þú farir' grét hún eins sæt og hún gerist með úfið hár, skeifu á fínu vörunum, í einum sokk og hálf í nærbuxunum enda á leið í bað. Ég lofaði henni því að amma myndi lesa eina bók fyrir hvert ár sem krílið hefði lifað og sættist hún að lokum á það.
Annars er ég ekki enn byrjuð á ritgerð sem ég á að halda fyrirlestur um og skila núna í nóvember. Það hefur aldrei aldrei aldrei gerst áður að ég hafi ekki verið byrjuð á ritgerð á þessum tíma. Ég er eitthvað biluð. 12 blaðsíður á spænsku. Heimildaritgerð. O my lord. Best að fara að hlusta á tónlist bara.
Hrund segist trúa því að við munum komast í gegnum þessa erfiðleika bara ef ég fer ekki yfir um. Ég get ekki lofað neinu en ég skal reyna.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.11.2008 | 18:38
...
Ég held ég þurfi að fá eitthvað kvíðastillandi
Ég get ekki lært
Ég get ekki hugsað
Ég get ekki sofið
Ég er dauðhrædd
Ég er ekki viss um að ég geti þetta
Ég veit að ykkur finnst ég öll svaka skipulögð og skynsöm og ráðagóð og að við munum komast í gegnum þetta.
Óttin er samt eins og eldhnöttur í maganum.
1.11.2008 | 20:40
Kreppudagur
Já. Kreppan er eitthvað að reyna að læsa krumlum sínum í Skipasundsstelpurnar. Sprundin og allir á hennar verkstæði (sem eru um 5-6 manns) eru búin að missa vinnuna. Þetta er auðvitað pínu sjokk en það dugar ekkert annað en að vera jákvæður og trúa og vona. Við trúum og vonum að hún muni fá vinnu sem fyrst og að allt verði í lagi. Sem betur fer eigum við góða að, erum hraustar og elskum hvor aðra. Var að horfa á fréttir áðan og fór næstum að grenja þegar talað var um að kannski þyrfti að leggja niður hjálparstarf Íslendinga í Afríku, það væri hræðilegt.
Mér er hlýtt, ég er södd og ég er elskuð. Það dugir manni ansi lengi.
Vildi bara láta ykkur vita.
Og ef þið vitið um vinnu þá hafið þið bara samband.
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar