21.1.2010 | 10:18
Breytingar
Eftir tæpar 12 vikur, miklar rökræður við brjóstaráðgjafa (í þriðja skipti síðan í desember) og för með barnið til Gests Pálssonar, meltingarsérfræðings, leigði ég mjaltavél í fyrradag, keypti pumpusett og svaka flottan pela, mjólkaði mig og gaf Röskvunni herlegheitin.
Og í fyrsta skipti í hundrað, billjón ár drakk barnið án áreynslu og ég gat slakað á. Ekkert loft að trufla hana og svo ropaði hún á eftir og var svo sæl.
Ég gæti grenjað ...
... af gleði
Þetta gekk bara ekki lengur með brjóstið, ég var orðin þunglynd og leið hrikalega illa og ekki leið Röskvunni vel þar sem hún rembdist við að drekka og var fyrir sjálfri sér og illt af öllu loftinu sem hún gleypti. Það fylgir því mikill tregi og söknuður að taka þetta skref en ef ég vil að barnið mitt nærist almennilega er ekkert annað í stöðunni. Ég stefni á það að mjólka mig og gefa henni mömmumjólk í hverri gjöf og það SKAL ganga (ég ætla samt að reyna að vera ekki of svekkt ef ég neyðist einhvern tímann til að gefa henni þurrmjólk líka, það er allavega ekki hægt að segja að ég hafi ekki reynt).
Síðan á þriðjudag hef ég því gefið Röskvunni pela en hún fær áfram brjóst ef hún vaknar á nóttunni og fyrst á morgnana því einu skiptin sem henni tekst vel að drekka er þegar hún er hálfsofandi. Ég mjólka mig 5-6 sinnum á dag og er á fullu að örva framleiðsluna svo ég fái með tímanum meira í hvert skipti og þurfi ekki að vera neitt stressuð yfir því að mjólka örugglega nóg fyrir hana (og get þá jafnvel safnað í frystinn líka).
Það fylgir þessu svoooo mikill léttir og frelsi. Núna hlakka ég til að gefa henni og nýt dagsins og mér finnast mér allir vegir færir þar sem ég þarf ekki að kvíða því að gefa henni á almannafæri lengur. Ég gat loks sætt mig við að skipta yfir í pela eftir að brjóstaráðgjafinn stakk upp á því þar sem ég var hreinlega búin að reyna allt bara. Gestur Páls sagði svo að Röskva væri greinilega með mjög þröngt magaop og ætti erfitt með að losa loft og því væri peli góð lausn og eina lausnin í rauninni nema ég vildi fara að dæla í hana lyfjum. Ég fór til hans í gær og svo hringdi hann í dag til að tékka hvernig gengi (ÉG ELSKA ÞENNA DÚLLUMANN) og hrósaði mér í bak og fyrir. Eins og hann sagði skiptir mestu að Röskva fái brjóstamjólkina, ekki hvernig hún fær hana.
Ég er helaum í túttunum eftir allt pumpið og enn þá pínu óörugg en ég er samt hamingjusöm. Núna get ég loksins notið þess almennilega að vera með krílinu mínu og þarf ekki að horfa á hana pirrast.
Þótt mér finnist mjög sárt að geta ekki verið með hana á brjósti þá verð ég bara að gera það besta úr stöðunni. Mér finnst yndislegt ef ég get gefið henni brjóstamjólkina áfram.
Er þetta ekki æðislegt?
Og í fyrsta skipti í hundrað, billjón ár drakk barnið án áreynslu og ég gat slakað á. Ekkert loft að trufla hana og svo ropaði hún á eftir og var svo sæl.
Ég gæti grenjað ...
... af gleði
Þetta gekk bara ekki lengur með brjóstið, ég var orðin þunglynd og leið hrikalega illa og ekki leið Röskvunni vel þar sem hún rembdist við að drekka og var fyrir sjálfri sér og illt af öllu loftinu sem hún gleypti. Það fylgir því mikill tregi og söknuður að taka þetta skref en ef ég vil að barnið mitt nærist almennilega er ekkert annað í stöðunni. Ég stefni á það að mjólka mig og gefa henni mömmumjólk í hverri gjöf og það SKAL ganga (ég ætla samt að reyna að vera ekki of svekkt ef ég neyðist einhvern tímann til að gefa henni þurrmjólk líka, það er allavega ekki hægt að segja að ég hafi ekki reynt).
Síðan á þriðjudag hef ég því gefið Röskvunni pela en hún fær áfram brjóst ef hún vaknar á nóttunni og fyrst á morgnana því einu skiptin sem henni tekst vel að drekka er þegar hún er hálfsofandi. Ég mjólka mig 5-6 sinnum á dag og er á fullu að örva framleiðsluna svo ég fái með tímanum meira í hvert skipti og þurfi ekki að vera neitt stressuð yfir því að mjólka örugglega nóg fyrir hana (og get þá jafnvel safnað í frystinn líka).
Það fylgir þessu svoooo mikill léttir og frelsi. Núna hlakka ég til að gefa henni og nýt dagsins og mér finnast mér allir vegir færir þar sem ég þarf ekki að kvíða því að gefa henni á almannafæri lengur. Ég gat loks sætt mig við að skipta yfir í pela eftir að brjóstaráðgjafinn stakk upp á því þar sem ég var hreinlega búin að reyna allt bara. Gestur Páls sagði svo að Röskva væri greinilega með mjög þröngt magaop og ætti erfitt með að losa loft og því væri peli góð lausn og eina lausnin í rauninni nema ég vildi fara að dæla í hana lyfjum. Ég fór til hans í gær og svo hringdi hann í dag til að tékka hvernig gengi (ÉG ELSKA ÞENNA DÚLLUMANN) og hrósaði mér í bak og fyrir. Eins og hann sagði skiptir mestu að Röskva fái brjóstamjólkina, ekki hvernig hún fær hana.
Ég er helaum í túttunum eftir allt pumpið og enn þá pínu óörugg en ég er samt hamingjusöm. Núna get ég loksins notið þess almennilega að vera með krílinu mínu og þarf ekki að horfa á hana pirrast.
Þótt mér finnist mjög sárt að geta ekki verið með hana á brjósti þá verð ég bara að gera það besta úr stöðunni. Mér finnst yndislegt ef ég get gefið henni brjóstamjólkina áfram.
Er þetta ekki æðislegt?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Glæsilegt díana! mestu máli skiptir að hlutirnir gangi og allir séu sáttir!
Sé að þú hefur masterað the art of smileys!
inam 21.1.2010 kl. 13:19
dr 21.1.2010 kl. 18:56
Frábært að þetta gengur betur :)
Svo smá fréttir af minni ...það er bara eitt stikki kríli á leiðinni á þessu heimili :)
Vona að allt gangi vel hjá ykkur mæðgum (öllum)
kv.
Arna 22.1.2010 kl. 20:17
Sæl Díana
Ég les bloggið þitt annað slagið en hef aldrei kvittað fyrir. Ég átti stelpu 31.okt 2009, litla Rebekku. Þú ert hetja að hafa barist í þessu brjóstaveseni í 12 vikur, og enn meira hetja að hafa valið þá leið sem þér finnst henta þínu barni best. Svona vesen tekur svo á sálina, ég kannast við það!
Svo er Óli bróðir minn og Einar bróðir þinn bestu vinir. Voru saman í Réttó, eru báðir í MH núna og í leiklistinni í Borgarleikhúsinu. Lítill heimur!
Baráttukveðjur Maríanna
Maríanna (úr Réttó) 23.1.2010 kl. 15:32
Arna: Til lukku! Voðalega erum við samferða:)
Maríanna: Lítill heimur ... Hafði ekki hugmynd um að Óli væri bróðir þinn! Til hamingju með skottuna:)
dr 24.1.2010 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.