31.1.2010 | 22:40
Kósý
Oh, þessi helgi var svo dásamleg ...
Vagnabarnið svaf á sínu græna eyra þegar Sprundin kom heim úr vinnunni á föstudag og ég var búin að elda. Sátum við sitthvorn enda eldhúsborðsins í fallega eldhúsinu okkar með kertaljós og kræsingar á milli okkar. Spjölluðum um daginn og veginn og horfðumst í augu. Röskva vaknaði svo akkúrat þegar við vorum búnar að borða, fékk knús, pela, bleiu og spjall og fór svo að sofa. Lá inni í rúmi og spjallaði við hnefana á sér og reyndi að sparka af sér sænginni á meðan við konan borðuðum heimabakaða eplaköku með ís. Hrund fór svo að sækja mömmu út á flugvöll en hún var að koma úr húsmæðraorlofi í Berlín, átti það nú meira en skilið.
Við Röskva læddumst fram á laugardagsmorguninn og leyfðum Hrund að sofa. Hún skellti sér svo í grúskferð í Kolaportið og út á Gróttu að taka myndir en við Röskva tókum á móti mömmu og Elísabetu sem komu færandi hendi úr bakaríinu. Þær eyddu með okkur deginum og kvöldinu og borðuðu með okkur Hrund kvöldmat á meðan Röskva svaf úti í frostinu.
Ég fékk svo að sofa út í morgun þegar ég var búin að gefa Röskvu brjóst og spjalla við hana. Skreið á fætur að verða eitt og færði Hrundinni sem dormaði í sófanum kaffi. Vagnabarnið mikla svaf að sjáflsögðu út á svölum. Eftir uppvask, pela og bleiuskipti pökkuðum við Röskvu enn einu sinni ofan í vagn og röltum niður í Skeifu. Fórum á opið hús hjá Ismbambus og keyptur nýjar, geggjaðar taubleiur á Aðalbjörgina. Sátum svo í hlýjunni á Tandoori, indverskum veitingastað í Skeifunni sem ég verð að mæla með. Hann er mjög ódýr og maturinn ljúffengur. Hægt að fá nokkurs konar nanbrauðssamlokur með kjúkling eða kebab á 1100 krónur og maður verður sprengsaddur. Röskva svaf í vagninum, hvar annars staðar, og kom rétt inn til að drekka pela. Töltum okkur svo yfir í Hagkaup og keyptum skírnargjöf og annað smávægilegt á útsölu og leyfðum Röskvu að sitja aðeins uppréttri í vagninum og skoða heiminn.
Hún fór svo í sturtu í fyrsta skipti áðan og undi sér vel í mömmufangi. Hefur líka farið í bað með mér og fílaði það í tætlur. Fór svo tandurhrein og södd upp í rúm og var þar bara með smá sporðdrekastæla (eitthvað að vargatítlast) en sofnaði svo.
Hún er svo sperrt og flott að við mömmur erum að rifna úr monti. Svo er ekkert eins yndislegt eins og þegar ég tek hana í fangið og hún leggur litla höfuðið í hálsakotið mitt, á þeim stundum er ég viss um að hún skilur hver ég er.
Ákváðum áðan að hafa nafngiftar- og gleðiveislu fyrir hana. Fer í það á morgun að redda sal og síðasta helgin í febrúar og fyrstu þrjár í mars koma til greina (tengdó er reyndar að fara af landi brott einhverja daga í mars svo það þarf auðvitað að tékka á því fyrst, má ekki vanta eina ömmuna). Ætlum sumst að leigja sal og líklega myndi þetta verða um 30 manna veisla. Ætlum líka að láta blessa Röskvu og erum að fara að hitta Hjört Magna, prest í Fríkirkjunni á þriðjudag. Erum ekki í þjóðkirkjunni og Fríkirkjan hefur alltaf lagt baráttumálum samkynhneigðra lið.
Hrund er á kaffihúsi með stelpunum í skólanum og ég leigði mér mynd sem ég er að hugsa um að fara að horfa á. Ætla að brjóta þvott sem er alls ekki svo leiðinlegt þar sem þetta eru nú föt af stelpunum mínum þremur og borða hnetusmjörs mogm sem mamma keypti í fríhöfninni. Veit ekkert betra.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:46 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 56567
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er ég glöð fyrir þína hönd að litli vagnastrumpurinn sé farinn að sofa vel og gefa þér smááá tíma fyrir sjálfa þig :)
Gyða 2.2.2010 kl. 13:48
Tíhí. Mér finnst pínu fyndið að barnið þitt skuli vera vagnabarn, fyrst þú ert svona hálf á móti því.
Ég veit ekki hvað það er, en börnin virðast hvergi sofa betur en úti í vagni. Mér finnst það ekki rökrétt, en svona er það nú samt (a.m.k. með sum).
Nú er ég búin að lesa upp allar færslurnar sem ég hafði misst af í netleysinu:)
Gott að vera komin aftur.
Hlíf 3.2.2010 kl. 22:33
Hlíf: Það er mjöööög fyndið. Og mér finnst alltaf jafn skrítið að standa úti skjálfandi af kulda að koma henni fyrir í vagninum og skilja hana svo eftir í umferðaniðnum (það er svo mikil umferð um Holtaveginn).
Í dag hafði greinilega annar vettlingurinn dottið af henni og hún var alveg frosin á hendinni upp að olnboga og eldrauð. Hún ætlaði aldrei að hitna litla höndin. Svo er hún komin með frostbit á kinnar og nebba. Æ, mér finnst þetta voða erfitt. En henni líður svo vel og það er fyrir öllu.
Ég og systkini mín fíluðum það samt aldrei að sofa í vagni og ekki Rakel heldur svo það fíla það ekkert öll börn. Skiptir mestu að þau fíli að sofa einhvers staðar og ef Röskva mín vill sofa í vagninum ÚTI þá verður bara svo að vera.
Eyði samt alltaf svona klukkutíma á morgnana í að pæla í hverju ég á að setja hana út ... Meina í hvaða fötum og hversu miklu.
Annars verulega gott að fá þig aftur. Er búin að sakna þín mikið.
dr 4.2.2010 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.