Djúsað

Ég fór á fyrsta djammið, ALVÖRU djammið í gær síðan í svona nóvember 2008. Þá fékk ég mér sem sagt síðast í glas og fór niður í bæ að dansa.

Me, oh men hvað það var gaman.

Vinnufjöldkyldan hittist og át, spilaði, spjallaði og sötraði frá sér allt vit og rölti svo niður í bæ. Gyða sveik mig ekki um dansinn (var búin að lofa að dansa með mér) og við dönsuðum á Barböru þangað til ljósun voru kveikt. Ég skreið svo inn úr dyrunum upp úr sex um morguninn og fílaði mig í tætlur. Reyndar var ég mjög fegin að vera drukkin því brjóstin á mér voru að SPRINGA af mjólk með tilheyrandi sársauka sem áfengið deyfði. Ég þurfi að tappa af áður en ég fór að sofa og nokkrum sinnum eftir það sem sleit svefninn svolítið í sundur en ...

það SKIPTIR EKKI MÁLI  því ég var að DJAMMA.

Treysti mér loks til að gefa Röskvu mjólkina mína að verða fimm um daginn (maður verður að vera aaaaalveg edrú og ég vildi ekki taka neina sénsa). Ég var búin að safna mjólk í marga daga og plana mig þvílíkt og vera stressuð og kvíða því að fara frá Röskvu en það var allt þessi virði.

Fékk svo indverskan og rótsterkan mat um kvöldið í boði Hrundar og nammi á eftir (nammidagur á laugardögum) og Sprundin sá að mestu um krílið. Hún fór svo á djammið um kvöldið og Röskvan var góð við mömmu sína og vaknaði EKKERT nema til að drekka. Það hefur ekki gerst í allavega þrjár vikur.

Núna er ég bara uppfull orku og svo glöð og hress og finnst ég get sigrað allan heiminn. Ég er samt ekki á leiðinni á neitt fylleríisdjamm neitt á næstunni aftur, það er alltof mikið vesen þegar maður er með barn á brjósti.

Þetta var ÆÐI. Nauðsynlegt að nota mikið af hástöfum til þess að lýsa þessu. Reyndar held ég að Oddný mín og Katla hafi verið á djamminu sama kvöld bara fyrir Norðan og ég rétt missti af Títu á Barböru en ég held að við höfum allar djammað saman í anda (höfum ekki djammað saman í einhver ár, get svo svarið það).

Vá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var sko í alvöru með harðsperrur í rassi og lærum eftir allt danseríið! Það hefur ekki verið svona gaman að fara niðrí bæ í langan tíma!

Snilldarkvöld í alla staði, takk fyrir mig stelpur mínar :)

Gyða 28.2.2010 kl. 23:17

2 identicon

Hey, mér fannst líka rosa gaman! Samt var ég nú ekki lengi í bænum! En bara dugleg miðað við sjálfa mig:)

Hlíf Árnadóttir 1.3.2010 kl. 00:42

3 identicon

Ég var með svo mikla uppsafnaða dansorku að ég þurfti að hoppa við næstum öll lögin. Samt er ég nú ekki með neinar harðsperrur. Held að stússið með vagninn og stigann og Röskvu og allt sé bara að koma mér í gott form. Ætla allavega að ljúga því að sjálfri mér aðeins lengur.

En já, takk fyrir stelpur. Svaka stuð.

dr 1.3.2010 kl. 11:51

4 identicon

Laugardagskvöldið var ekkert nema rokk!!! takk fyrir skemmtunina (þó í anda væri)

Odda Podda 1.3.2010 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband