9.3.2010 | 12:19
Étið úti
Ég og spúsan ætlum út að borða í kvöld. Höfum ekki gert eitthvað bara tvær síðan ég var ólétt. Ætlum að halda upp á sambandsafmæli, blessun og lífið og tilveruna og reyna að vera svolítið rómantískar. Í hamagangi og rútínu dagsins er stundum eins og maður eigi herbergisfélaga eða samstarfsmann frekar en lífsförunaut. Það er bara alltaf svo margt sem þarf að gera. Maður er orðinn vanur að tala í stuttu máli, hækka röddina og láta ekki trufla sig þótt einhver lítill hangi í manni á meðan. Uppáhaldsstundirnar mínar eru í kvöldmatnum þegar við stelpurnar mínar ræðum saman og svo er líka notalega þegar skotturnar eru sofnaðar og við Sprundin geyspum saman yfir einhverjum sjónvarpsþætti eða kjöftum frá okkur allt vit. Það er góðs viti í sambandi þegar umræðuefnin eru óþrjótandi. Okkur Hrund gefst sjaldan tími til að tala um allt sem við viljum.
Annars erum við ekki nógu duglegar að finna okkur eitthvað að gera saman. Einfaldlega vegna skorts á hugmyndum (og tíma að sjálfsögðu). Ég viðraði þessar vangaveltur mínar eitt sinn við mömmu sem benti mér réttilega á að tilhugalíf okkar Hrundar hefði bæði verið stutt og svo áttum við aldrei neitt líf saman barnlausar. Við djömmuðum um helgar og fórum í bíltúra og knúsuðumst en við fórum aldrei á dansnámskeið eða í ferðalög eða ræktuðum sameiginleg áhugamál. Við bjuggum okkur til líf saman með Rakelina sem kjarna. Mér finnst við stundum enn vera að kynnast hreinlega.
En það er líka bara gaman. Það verður allavega étið úti í kvöld og mamma ætlar að passa. Það er líka stórt og mikilvægt skref fyrir mig að fá einhvern til að passa og fara út (Hrund finnst það reyndar ekkert merkilegt en ég er voða stolt af mér) frá minni unganum. Röskva verður sofnuð svo það einfaldar hlutina enda myndi hún seint sætta sig við að einhver annar en við Hrund svæfðum hana held ég. Hún er líka bara peð. Næst mun pössunar verða þörf þegar við förum á frumsýningu á Kóngavegi 7, myndinni hennar Valdísar og ég vona heitt og innilega að það byrji ekki fyrr en eftir átta. Ég er bara ekki tilbúin til að láta einhvern annan svæfa. Ég er kannski algjör ungamamma en mér er alveg sama.
Ég má vera það.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:25 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vona að maturinn hafi verið góður hjá ykkur. Annars ætlaði ég bara að þakka fyrir síðast, og ef þig langar að fylgjast með á netinu þá erum við komin með síðu á nino.is/litlaljonid (sendu mér bara línu eða sms fyrir passwordið)
Arna 17.3.2010 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.