Jesús var ávöxtur

Trú er yndisleg en trúarbrögð geta verið algjör hringavitleysa. Rakelin spáir mikið í þessu eins og öðru og er mikið í mun að vita hverju ég trúi þótt hún sé eitt spurningamerki þegar ég reyni að útskýra trú mína fyrir henni. Ég trúi því að Jesú hafi verið til, finnst það allavega líklegt en ég trúi ekki að hann hafi verið sonur guðs og hef lítin áhuga á því sem stendur í Biblíunni. Fyrir mér er guð allt það góða í heiminum og bænir okkar orka sem hlýtur að skila sér til baka. Ég trúi ekki á himnaríki né helvíti og alls ekki á erfðasyndina.

Ég reyni alltaf að segja Rakel að hver manneskja eigi sér sinn guð og hún megi ákveða hvernig hennar er. Það er rosalega erfitt að veita barninu sínu ákveðið trúarlegt uppeldi þegar farið er í kirkjur í skólum og leikskólum og eitthvað sagt sem maður er alls ekki sammála. Ég er samt frekar róleg yfir þessu, þegar þroskinn og skilningurinn verður meiri getur Rakel fundið út úr þessu sjálf, hverju hún vill trúa. Þangað til heyrir hún eitt heima hjá sér, annað hjá pabba sínum og enn eitt í leikskólanum.

Á miðvikudögum er Hrund í skólanum og mamma er svo yndisleg að bjóða okkur alltaf í mat og hjálpar mér með stelpurnar. Í gær svæfði ég kút og hún las fyrir Rakel og fór með bænirnar með henni. Það var eitthvað um trú í vísunum sem mamma var að lesa og Rakel var í miklu uppnámi yfir þessu öllu saman. Mömmu fannst eins og hún upplifði það þannig að af því að ég og Hrund trúum því ekki endilega að Jesú hafi verið sonur guðs og trúm ekki á engla og himnaríki þá munum við hreinlega fara til helvítis! Það er svolítið svakalegt og enn ein rökin fyrir því að það á ekkert að vera að troða trú í leikskóla. Reyndar veit ég að amma hennar pabba megin er trúuð og hefur kennt Rakel ýmislegt. Allt í góðu með það þótt ég sé ekki sammála öllu en slæmt að Rakelin skuli taka þetta allt svona nærri sér. Hún fór svo ekki ofan af því að mammí trúði því sko að Jesú hefði verið ÁVÖXTUR. Hahahaha. Ég veit ekki alveg hvað hún hafði í huga og reyndi að leiðrétta þetta í morgun. Hún horfði aðeins í augun á mér, sagði já og skipti svo snögglega um umræðuefni. Alveg komin með nóg af þessu rugli barnið.

Annars er ég að fara að byrja í kerrupúli líklega á mánudaginn. Það verður geggjað! Ég hef þá reyndar minni tíma til að vaska upp og sjá um þvott en ég er líka komin með gubbuna af því að sjá alfarið um það. GUUUUUUUBBBBBB. Finn að það er komið ákveðið eirðarleysi í mig, er búin að vera heima í bráðum 5 mánuði og þar á undan var ég líka heima með óléttubumbu. Ég þarf að hafa eitthvað meira að gera. Átröskunarpúkinn hefur líka látið á sér kræla með stæl aftur og ég er alveg að missa tökin hérna ein með ísskápnum. Er farin að verða svolítið smeyk og veit að kerrupúl þrisvar í viku mun koma mér á strik aftur.  Ég rölti þá  með vagninn niður í Laugardal og svo gerir maður sérstakar æfingar sem eru hannaðar fyrir mömmur með barnavagna. Aaaaaalgjör snilld.

Pabbi er svo að koma ef tæpar tvær vikur og það verður æði. Stefnum á eina Þingvallaferð, smá kökuboð heima hjá mömmu og svo skiptumst við á að elda og eiga kósý kvöldmáltíðir. Íha.

Best að fara að milchen sie tuten eins og maður segir á lélegri þýsku. Ætla sumst að fara að mjólka mig. Sem bæ ðe vei gengur svaka vel, mjólka um 900 ml ofan í skottuna á dag og hún blæs út og blómstrar og er farin að æfa sig í að sitja, litla montstrikið. Getur setið sjálf ef hún styður lófunum við gólfið og kannski í tvær sekúndur ef hún situr upprétt. Hún sat í fyrsta skipti í barnastól í gær. Góðum IKEA stól heima hjá mömmu. Ætlum að kaupa þannig fyrir hana að vera í þangað til hún verður eins og hálfs hér um bil. Þeir eru mjög traustir og ekki hægt að spyrna í borðið og steypa sér aftur og svo er auðvelt að pakka honum saman og taka með í heimsóknir. Hún er orðin svo stóóór. Eftir mánuð fer ég að gefa henni að smakka mat. Sjæse.

Farin að mjólka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú ekki hissa þó að fimm ára barnið sé ruglað í öllum þessum trúarkenningum. Ég er nú orðin 55 og hef mínar efasemdir. Get t.d. engan veginn fallist á það að Jesú hafi verið eingetinn og himnaríki og helvíti er bara einfaldlega ekki fallegt. Mín trú er eiginlega eins og þessi vísa:

Trúðu á tvennt í heimi
tign sem æðsta ber
guð í alheimsgeimi
guð í sjálfum þér

 Á sínum tíma var Tristan sannfærður um að guð hlyti að vera unglingur þar sem hann sæist ekki (þ.e. unglingar væri aldrei heima hjá sér). Hann velti þessu öllu mikið fyrir sér á þeim aldri sem Rakel er núna. So dónt vorrí.

Líst vel á kerrupúlið og þú ert algjörlega að standa þig Díana mín, ótrúlega dugleg og flott mamma.

Tengdó

Silla 18.3.2010 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband