Allt að gerast

Þá er ég orðin 27 ára gömul og ráðsett (eða verð sjö mínútur yfir átta í kvöld). Pabbi kom í gær með alls konar gúmmulaði frá Nicaragua og auðvitað sjálfan sig sem er langbest. Óóóóótrúlega gaman að hitta hann og sjá hann með Röskvu. Hún tók engan trylling þegar hún sá hann (eins og þegar hún sér ókunnuga þessa dagana) heldur brosti til brúna mannsins með krullurnar. Fjölskyldan borðaði öll hér í gær og skemmti sér og ég hreinlega malaði af ánægju. Í dag ætlum við pabbi með stelpurnar niður í bæ að dúlla okkur og svo verður skálað í kampavíni í kvöld sem pabbi kom með og hann ætlar að elda uppáhalds kjúllann minn. Namm!

Framundan er svo smá roadtrip, líklega á Þingvöll, vöfflukaffi á föstudag svo rest af fjölskyldu geti séð pabba og sund og rólegheit. Pabbi mun svo gera góða hluti í eldhúsinu eins og venjulega sem er bara frábært. Hann eldar besta mat í heimi. Og þá meina ég besta mat í heimi.

Góðar stundir:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sem hélt að það værir ÞÚ sem eldaðir besta mat í heimi :) Til hamingju með afmælið og ráðsetuna ;)

Gyða 31.3.2010 kl. 19:30

2 identicon

Til haaaaaaaaaaaamingju með afmælið Díana mín!

Og til hamingju með að hafa pabba þinn hjá þér!! Og bara allt!!

Knús,

Hlíf

Hlíf 31.3.2010 kl. 21:16

3 identicon

Elskan elskan til hamingju með afælið og komu pabbans, bið að heilsa honum þar sem mér finst ég þekkja hann  Kem vonandi mai júní í heimsókn.

elska þig

Odda Podda 1.4.2010 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband