9.4.2010 | 13:12
Velferðarkerfi?
Frá og með þessum mánuði er ég tekjulaus. Ég er búin með fæðingarstyrkinn (sem var btw 113.000 á mánuði FYRIR skatt) og ég á ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Ég er ekki komin með sumarvinnu og ekkert víst að ég fái neina. Ég hélt ég væri örugg með vinnu í Háskólanum þar sem ég hef verið þar síðastliðin þrjú sumur en svo virðist ekki vera. Ég fæ vonandi fljótlega svör þaðan um hvort ég fæ vinnu eða ekki, þangað til get ég verið stressuð. Ég er búin að sækja um fleiri vinnur svo það er bara að bíða og vona.
Svo á að að eyða 230 millum í golfvöll á meðan það kostar hvítuna úr augunum að setja barn til dagmömmu og biðlistar á leikskólum er kreisí.
Og ég er í einhverri holu í kerfinu og má éta það sem úti frýs. Og fjölskyldan mín líka.
Djöfuls drullu eitthvað.
Mætti halda að við byggjum í BNA. Farið að verða skuggalega auðvelt að enda á götunni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 56566
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef þú færð engan pening verðuru að tala við félagsþjónustuna. Þeir eiga að aðstoða fólk sem lendir í einmitt svona hallæris glufum. Ég vona svo sannarlega að þú heyrir frá HÍ fljótlega. :(
Bjarndís 9.4.2010 kl. 17:28
Maaaagnað alveg að spandera pening í einhvern hallærisgolfvöll fyrir pakk sem þarf að sýna hvað þá mikinn pening í golfátfittinu sínu! Algerlega fáránlega og magnað hvernig þetta blessaða stjórnarfólk hugsar!
Inam 9.4.2010 kl. 17:48
En Iiiiiinam, vissirðu ekki að þessi golfvöllur er fyrir atvinnulausa fólkið? Svo það hafi eitthvað að gera á daginn. Enn hafa engin svör fengist við því hvernig í heilögum fjanda láglaunafólk á borga hundraðþúsundkall í félagsgjöld á mánuði í friggin golfklúbb.
Urrrrr
Díasa skvísa: Ég er ekki búin að gefast upp. Ég hlýt að eiga rétt á einhverri hungurlús einhvers staðar.
dr 9.4.2010 kl. 20:13
Það er nottlega algjört rugl að fólk sem hefur verið í námi (sem ég tel nú vera fulla vinnu) skuli ekki fá neitt út úr atvinnuleysistryggingasjóði. Nokkuð víst að flestir sem eru að klára langskólanám hafa unnið á sumrin og/eða með námi og hafa þar af leiðandi borgað í þennan sjóð. Og þegar maður fer á atvinnuleysisbætur en maður hvattur til að drífa sig í nám...sem verður til þess að þeir þurfa ekki að borga manni meir. Rugl...og við eigum að heita að búa í við velferðarkerfi. Shæse segi ég nú bara. She
Silla 10.4.2010 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.