Dagurinn í dag

Vaknaði korter fyrir sjö við babblið í Öllubjöggu junior.

Píndi mig á fætur, skipti á molanum og plantaði henni í matarstólinn á meðan ég eldaði quinoagraut handa henni.

Hellti upp á kaffi handa mér og Sprundinni, ýtti við stelpunum mínum og gaf molanum grautinn með stöppuðu mangói og peru út í, hörfræjaolíu og svo lýsi á eftir.

Gaf Hrund afmælisgjöf (hún er 31 árs í dag, sæta konan mín), greiddi Rakel, setti í vél og kom Röskvu fyrir í ömmustólnum á meðan ég fór í sturtu.

Skrælaði og brytjaði heilt kíló af lífrænum gulrótum og eina risastóra sæta kartöflu, setti í tvö gufusuðunarsigti og yfir potta. Sinnti Röskvuu þess á milli og vaskaði upp.

Gaf Röskvu pela, hreina bleiu og leyfði henni að rúlla sér í hringi á gólfinu á meðan ég gekk frá þvottafjalli.

Skutlaði molanum út í vagn og drakk svo júgórt úr glasi á meðan ég kláraði að stappa allt grænmetið, koma fyrir í klakaboxum og setja inn í frysti.

Núna er klukkan tíu og ég ætla að setja í þurrkarann og mjólka mig. Reyna svo að fá mér súpu og brauð áður en skottið vaknar aftur. 

Þarf svo að brjóta þvott, gefa Röskvu hádegismat og seinna pela, vaska meira upp, sækja Rakel snemma því Silla ætlar að passa á meðan ég skrepp út, gefa Rakel að drekka í kaffinu, borða sjálf, drekka kaffi, setja í aðra vél og sitthvað fleira.

Langaði bara að deila deginum mínum með ykkur.

Átröskunarsérfræðingurinn á eftir. Ég þarf að drepa nokkra púka svo ég fái kraftinn til að vera heilbrigð og koma mér í form.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert dugleg! :) Og algjör hetja að drepa púkana áður en þeir ná að koma sér vel fyrir :)

Helga Björg 12.5.2010 kl. 19:36

2 identicon

Takk fyrir:)

dr 13.5.2010 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband