Bleh

Ég veit hreinlega ekki hvað ég á að segja, ég er svo þreytt. Það er dásamlegt að vera ungamamma en það hljóta að vera einhver mistök frá náttúrunnar hendi að prenta inn í ungbörn að þau eigi sífellt að vera að vakna á nóttunni. Of þreytt manneskja man nákvæmlega ekki neitt og þá verður þessi tími bara svört eyða í minningunni!

Það hlýtur að vera glæpur að það skuli ekki vera til mjólk í kaffið þegar maður lufsast á fætur með úberhressa orminn.

Annars byrjaði Röskvan mín að sitja á þriðjudaginn og mömmuhjörtun eru að rifna úr stolti. Hún er líka alveg að ná skriðinu svo hún verður farin að rífa og tæta ALLT áður en maður veit af, hún er nógu skæð nú þegar.

Nokkrir dagar í vinnu. Þegar unginn kúkar í hverja bleiu, neitar skyndilega að opna munninn (í marga daga) svo það er nær vonlaust að næra hann, sprellar á nóttunni og vill fá mammi sín með í leikinn og orgar þess á milli er kona alveg til í skreppa aðeins í vinnuna í fötum sem eru ekki með kúk, pissi, mat eða gubbi í. Það er samt bókað að kona á eftir að keyra heim úr vinnu á hverjum degi á ólöglegum hraða.

Annars standast mömmur ekki lítinn kút með stóra bleiu þegar hann liggur þversum í rúminu sínu og talar Röskvumál. Geislar svo af gleði þegar mömmuaugun horfa á hann.

Hvítasunna og góð helgi framundan. Er að fara í partý í kvöld því við vitum öll að það besta við síþreytu er að sofa minna og tjútta. Dúllerí með unga og konu í dag og á morgun og svo kemur rauðhaus heim frá pabba sínum á mánudag og reynir líklega að plata mammí sína í sund. Stenst heldur ekki rauða lokka, freknur og biðjandi móeygt augnaráð í litlu dúkkuandliti.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband