2.6.2010 | 08:58
Sól og sumar
Það er svo mikið sumar. Loksins fá tærnar mínar að vera berfættar úti rétt eins og þær eru alltaf inni. Þær fá köfnunartilfinningu í sokkum og ég klæði mig iðulega úr þeim þegar ég kem heim. Reyndar oft ekki fyrr en ég er sest niður í sófann eftir skylduverkin og þess vegna er ég sífellt að finna sokkapör eftir sjálfa mig á gólfinu.
Á morgnana ber ég sólarvörn á freknuandlit dóttur minnar og við förum báðar léttklæddar út.
Já, ég fer út því minns er farinn að vinna. Dauðkveið því alveg hreint en er svo að sjálfsögðu að fíla mig. Er hrædd um að Röskva gleymi mér en hún virðist muna vel eftir Hrund sem fór að vinna þegar AR var 6 vikna svo þetta ætti að vera í lagi. Mér finnst gaman að velja mér föt á morgnana (eða þannig, ég er auðvitað svo drulluóánægð með allt spikið sem þrýstir sér utan í fötin en ég er þó ekki í heimafötum allan daginn sem eru valin með það í huga að það megi kúka, pissa og æla á þau), punta mig, pæla í nesti, láta hringla í lyklum og kyssa stelpurnar mínar bless. Valhoppa liggur við út í bíl. Segi samt ekki að ég hlakki ekki rosalega til að kom heim líka.
Hvað erum við búnar að vera að gera? Allt þetta venjulega og óvenjulega. Grilla, krúsa í bænum, láta umfelga (dáldið seinar svona), vera með fjölskyldujúróvisjónpartý, hitta Oddu poddu bestu vinkonu, setja niður kartöflur og ker með ýmsu út á svalir, versla, þrífa, elda og allt það og rækta okkur, börnin og sambandið. Byrja í smá átaki sem í raun er bara breyttur lífstíll og felur í sér að taka mataræðið aðeins í gegn. Ég er komin með upp í kok af sambandi mínu við mat og skora hann á hólm. Ætla að hætta að pæla svona mikið í honum og finna eitthvað annað til uppfyllingar í líf mitt eins og ást, kynlíf, vini og skemmtun. Hrund segist hlaupin í spik og vera búin að sukka svo við ætlum að styðja hvor aðra.
Og þar hafið þið það.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært að heyra að þú fílar þig í vinnunni og að þér sé farið að líða betur :)
Þyrftum að reyna að taka hitting í sumar, einn kaffibolla eða svo hehe, bara þegar tími gefst
kv. Arna
Arna 5.6.2010 kl. 23:50
Ég er til. Eigum við ekki að stefna á það áður en krílið kemur? Vertu í bandi!!!
dr 7.6.2010 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.