27.8.2007 | 11:47
Jæja...
Við hjónakyrnurnar tókum þá ákvörðun í gærkvöldi að verða hipp og kúl og byrja að blogga eins og allir hinir. Reyndar var ég andvaka eða hálfsofandi þegar ég fékk þessa hugdettu og spurði konu mína sem líka var andvaka eða hálfsofandi (guð hvað við erum samstíga og samhentar) hvernig henni litist á. Henni leist vel á og því sit ég hér og er alveg að fara að vinna en vildi deila þessum gleðifréttum með ykkur fyrst.
Við skulum svo vona að einhver lesi um líf okkar á þessari síðu. Kannski best að láta fólk vita af henni ... Allavega slæ ég tvær flugur í einu höggi, fæ útrás fyrir skrifþörf mína og leyfi ykkur að fylgjast með því hvernig tvær mömmur í sambúð ala upp dóttur sína og barnföðurins.
Barnið er einmitt í sumarfríi hjá pabba sínum núna svo það er kannski svolítið glatað að byrja með þessu síðu akkúrat núna. Og þó. Við erum ekki allar alltaf saman en fjölskylda þrátt fyrir það svo skrifin eiga alltaf jafn mikinn rétt á sér.
En núna er samviskan við það að kæfa mig svo ég ætla að snúa mér aftur að vinnunni. Hasta más tarde, Dr.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 28.8.2007 kl. 01:03 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomnar í bloggheima...og ég notaði fyrst hjónakyrnur um Hönnu og Stínu...er ekki kyrna kvenkynið af korn???
Múmmsan/Tengsan
she 28.8.2007 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.