28.8.2007 | 11:04
Dagur tvö í lífi bloggsins
Ég og Hrund erum ýkt spenntar yfir því hvort einhver les bloggið okkar. Ég verð hins vegar að viðurkenna að ég gerði fólki lesturinn ansi erfiðan þar sem ég sendi öllum vitlausta vefslóð. Sem betur fer voru einhverjir sem reyndu að fara inn á litlahusid.is og sáu ... ekki neitt. Svo að í dag gleðst litla ég yfir því að vinir mínir í fyrsta lagi lesi póst frá mér og í öðru lagi nenni líka að lesa um líf mitt og þá sem eru í því.
Ekki það að ég hafi verið lögð í einelti í æsku eða verið hafnað mikið í lífinu eða eigi enga vini sem lesa póst frá mér. Mér finnst bara stundum þessi bloggmenning óskiljanleg (segir bloggarinn). Af hverju lesum við um það sem vinir okkar gerðu um helgina eða í vinnunni. Erum við að metast? Nennum við ekki að hringja? Erum við fúl af því að okkur var ekki boðið með? Og af hverju lesum við hvað ókunnungt fólk er að bralla í lífinu? Erum við svo viðurstyggilega forvitinn að við getum ekki stjórnað okkur? Lifum svo leiðinlegu lífi að við viljum helst lifa því í gegnum aðra? Og hvað varð um að halda persónulega dagbók sem læst er með lykli og falin inn í fataskáp (svo var líka oft ótrúlega góð lykt af þeim og lásinn ótrúlega aumingjalegur og lykillinn svo viðkvæmur að hann brotnaði ef þú reyndir að opna lásinn með honum. Átti fullt af svona)?
Svarið er einfalt. Það er gaman. Það er gaman að lesa vel skrifuð og hnyttin blogg. Eins og að glugga í góða bók. Það er gaman að halda úti vel skrifuðu og hnyttnu bloggi. Eins og að skrifa sögu. Og það er gaman að vera forvitinn.
Svo að þegar ég dett niður í það að finnast bloggmenning óskiljanleg og þrá gamla tíma þar sem bréf voru send og fólk skrifaði í dagbækur sínar með penna (ég er tímskekkja, ég veit) þá minni ég sjálfa mig á það hvað þetta er gaman. Að lesa og skrifa list er góð krakkar mínir.
ps. Mamma er búin að skrifa í gestabókina og er himinlifandi yfir að vera fyrst til. Hún hrósaði nýyrðinu 'hjónakyrnur' sem ég notaði í færslunni gær enda frábært orð. Hún Silla tengdamamma mín á heiðurinn að nýyrðinu, allavega hef ég aldrei heyrt það fyrr en hún notaði það um mig og Hrund. Ég bíð bara eftir að þessu verði bætt í íslenska orðabók sem og 'mammí'. Spurning hvort Rakel vill ekki fá sér einkaleyfi á því (þ.e. mammí) áður en fleiri fara að nota það (við vitum um aðra stelpu sem notar þetta en hún fékk hugmyndina hjá Rakel). Það er einhver peningalykt af þessu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fæ allavega að vera fyrst hér á athugasemdarkerfinu! Ég er ánægð með þetta framtak ykkar, gaman að geta fylgst betur með hvað er að gerast í lífi þínu Díana mín :)
p.s. mér finnst ruslpóstvarnar reikningsdæmið frekar erfitt! haha...
Anna Rut 28.8.2007 kl. 12:48
Til hamingju með nýtt blogg! Veriði vissar um að ég kíki hingað reglulega, ég skal jafnvel bæta ykkur á bloggvinalistann minn á rosastef.com! Annars er ég sammála Önnu Rut: ruslpóstvarnar reikningsdæmið er frekar erfitt! ég verð alltaf ringluð í hausnum yfir svona spurningum... vona bara að ég hafi svarað rétt svo að þetta komment birtist
Rósa 30.8.2007 kl. 09:21
Plz getið þið ekki tekið af að kerfið fari að senda mér tölvupóst ofan á reikningsdæmið. Ekkert smá mál að sannfæra kerfið um að ég sé manneskja, en ekki tölva.
Rósa 30.8.2007 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.