Korn

Verð að bæta við einu korni. Úr því ég er búin með verkefnið í forna málinu og svona.

Ég fór að sækja Rakel í leikskólann áðan eins og venjulega. Sem ég er að hjálpa henni í útifötin hringir Hrund í farsímann minn. Ég leyfi Rakel að svara. Eftir að hafa heilsað mömmu sinni fer hún að benda á mig eða réttara sagt pota í brjóstið á mér. Hún hefur ekki enn skilið að mannskjan á hinum endanum sér ekki það sem hún sér. Hún á að það meira að segja til að leggja símann upp að hlutnum sem hún vill sýna viðmælandanum í von um að hann sjái hann þá.

'Þú verður að segja hver þetta er' segi ég. 'Það er ekki nóg að benda'. 'Og talaðu hátt og skýrt svo mamma heyri' Einu skiptin sem þetta barn sparar röddina er þegar hún talar í símann. Þá hvíslar hún.

Rakel gerir eins og henni er sagt, potar í brjóstið á mér og segir hátt og snjallt 'brjóst'. Enda sá líkamspartur á mér sem hún var að benda á.

'Já, þettar er brjóst' segi ég. 'En ég er mammí og er hér til að sækja þig'. (Ályktaði sem svo að Hrund væri að spyrja um mig).

Krakkagormurinn tekur sig þá til og æpir (í leikskólanum) á meðan hún hoppar upp og niður:

'Mammí brjóst, mammí brjóst, mammí brjóst'.

Þá ríf ég af henni símann, við það að hníga niður af hlátri og heyri Hrund standa á öndinni af hlátri hinu meginn á línunni.

Ég náði loks að þagga niður í krakkanum. Eins gott að maður hefur húmor fyrir sjálfum sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hohoho. Fyndið barn:)

Skemmtileg líka gullkornin í næstu færslu:) 

hlíf 9.10.2007 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband